Segja ásakanir miðstjórnar ASÍ innihaldslausar Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2018 17:19 Vinnumálastofnun segir ASÍ fullkunnugt um að stofnunin hafði hvorki lagaheimildir né lagaleg úrræði til að hafa afskipti af starfsemi fyrirtækisins hér á landi. Vísir/Vilhelm Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva „ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, sem send var á fjölmiðla nú síðdegis. Þar er lýst yfir undrun á þeim „aðdróttunum og innihaldslausu ásökunum sem þar eru settar fram í garð stofnunarinnar“. Miðstjórn ASÍ tekur fram að Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ hafi undanfarin ár „leitast við að stöðva ólöglega starfsemi Primera Air Nordic og félagsleg undirboð þess á íslenskum vinnumarkaði“. Starfsemin hefur nú stöðvast vegna greiðsluþrots.Með ólíkindumÍ yfirlýsingu Vinnumálastofnunar kemur fram að ASÍ ýji að því að stofnunin beri ábyrgð á þeim aðstæðum sem áhafnarmeðlimir hjá Primera Air Nordic og flugfarþegar eru nú í um allan heim. Fullyrðingarnar séu með ólíkindum. „ASÍ var fullkunnugt um að Vinnumálastofnun hafði hvorki lagaheimildir né lagaleg úrræði til að hafa afskipti af starfsemi fyrirtækisins hér á landi. Stofnunin hefur tekið þátt í samstarfi m.a. með aðilum vinnumarkaðarins um nauðsynlegar breytingar á lögum í þeim tilgangi að sporna gegn félagslegum undirboðum. Hafa þær breytingar meðal annars snúið að því að auka eftirlitsheimildir Vinnumálastofnunar, t.d. með heimild til að leggja á sektir á fyrirtæki sem veita ekki umbeðnar upplýsingar og/eða verða við öðrum kröfum stofnunarinnar. Vinnumálastofnun hafnar þeim ásökunum sem fram koma í nefndri ályktun um að hún sinni ekki lögboðnu eftirliti sínu á vinnumarkaði. Þvert á móti sinnir hún eftirlitsstarfi sínu ein sem og í samstarfi við aðra opinbera aðila auk aðila vinnumarkaðarins. Orðræða af þessu tagi er því miður ekki til þess fallin að styrkja baráttuna gegn ólíðandi framgöngu á íslenskum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar. Kjaramál Tengdar fréttir Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02 Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva „ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, sem send var á fjölmiðla nú síðdegis. Þar er lýst yfir undrun á þeim „aðdróttunum og innihaldslausu ásökunum sem þar eru settar fram í garð stofnunarinnar“. Miðstjórn ASÍ tekur fram að Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ hafi undanfarin ár „leitast við að stöðva ólöglega starfsemi Primera Air Nordic og félagsleg undirboð þess á íslenskum vinnumarkaði“. Starfsemin hefur nú stöðvast vegna greiðsluþrots.Með ólíkindumÍ yfirlýsingu Vinnumálastofnunar kemur fram að ASÍ ýji að því að stofnunin beri ábyrgð á þeim aðstæðum sem áhafnarmeðlimir hjá Primera Air Nordic og flugfarþegar eru nú í um allan heim. Fullyrðingarnar séu með ólíkindum. „ASÍ var fullkunnugt um að Vinnumálastofnun hafði hvorki lagaheimildir né lagaleg úrræði til að hafa afskipti af starfsemi fyrirtækisins hér á landi. Stofnunin hefur tekið þátt í samstarfi m.a. með aðilum vinnumarkaðarins um nauðsynlegar breytingar á lögum í þeim tilgangi að sporna gegn félagslegum undirboðum. Hafa þær breytingar meðal annars snúið að því að auka eftirlitsheimildir Vinnumálastofnunar, t.d. með heimild til að leggja á sektir á fyrirtæki sem veita ekki umbeðnar upplýsingar og/eða verða við öðrum kröfum stofnunarinnar. Vinnumálastofnun hafnar þeim ásökunum sem fram koma í nefndri ályktun um að hún sinni ekki lögboðnu eftirliti sínu á vinnumarkaði. Þvert á móti sinnir hún eftirlitsstarfi sínu ein sem og í samstarfi við aðra opinbera aðila auk aðila vinnumarkaðarins. Orðræða af þessu tagi er því miður ekki til þess fallin að styrkja baráttuna gegn ólíðandi framgöngu á íslenskum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar.
Kjaramál Tengdar fréttir Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02 Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Sjá meira
Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06