Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 21:02 Flugvél flugfélagsins Primera Air. Vísir/Getty Farþegar sem áttu far með Primera Air frá London til Bandaríkjanna fengu að vita af gjaldþroti flugfélagsins þegar þeir biðu á Stansted-flugvelli í dag. Þúsundir breskra viðskiptavina félagsins eru sagðir fastir í Norður-Ameríku og Evrópu vegna gjaldþrotsins. Stjórn Primera Air hefur sagt gjaldþrotið ekki koma niður á farþegum íslenskra ferðaskrifstofa. Breska blaðið The Independent segir að Stansted-flugvöllur hafi lagt hald á að minnsta kosti eina flugvél Primera Air. Farþegar sem ætluðu að fara til Washington-borgar hafi beðið úti í vél á meðan að flugstjórarinn beið fyrirmæla. Þeir sem ætluðu með félaginu til New York hafi aldrei fengið að fara um borð. Margir farþeganna hafi verið Bandaríkjamenn á leið heim til sín. Þúsundir Breta sitji að sama skapi fastir í Norður-Ameríku og á meginlandi Evrópu. Flugmiðar þeirra heim séu nú verðlausir en að auki sitji fjöldi manns sem hafði krafist bóta vegna raskana á ferðum Primera Air í sumar eftir með sárt ennið. Blaðið segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá reiðum viðskiptavinum Primera Air vegna lélegrar þjónustu fyrirtækisins, ekki síst eftir að félagið féll frá áformum um Bandaríkjaflug frá Bretlandi. Norrænir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að fleiri hundruð farþega danskra og sænskra ferðaskrifstofa sitji föst eftir gjaldþrotið. Í yfirlýsingu stjórnar Primera Air í dag kom fram að farþegar íslenskra ferðaskrifstofa ættu ekki að verða fyrir áhrifum af gjaldþrotinu. Tékkneskt leiguflugfélag hafi tekið yfir samninga Primera Air. Einni ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær samkvæmt flugáætlun á vef Keflavíkurflugvallar. Ekki er ljóst hvað varð um þá farþega sem áttu miða í þá ferð. Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Farþegar sem áttu far með Primera Air frá London til Bandaríkjanna fengu að vita af gjaldþroti flugfélagsins þegar þeir biðu á Stansted-flugvelli í dag. Þúsundir breskra viðskiptavina félagsins eru sagðir fastir í Norður-Ameríku og Evrópu vegna gjaldþrotsins. Stjórn Primera Air hefur sagt gjaldþrotið ekki koma niður á farþegum íslenskra ferðaskrifstofa. Breska blaðið The Independent segir að Stansted-flugvöllur hafi lagt hald á að minnsta kosti eina flugvél Primera Air. Farþegar sem ætluðu að fara til Washington-borgar hafi beðið úti í vél á meðan að flugstjórarinn beið fyrirmæla. Þeir sem ætluðu með félaginu til New York hafi aldrei fengið að fara um borð. Margir farþeganna hafi verið Bandaríkjamenn á leið heim til sín. Þúsundir Breta sitji að sama skapi fastir í Norður-Ameríku og á meginlandi Evrópu. Flugmiðar þeirra heim séu nú verðlausir en að auki sitji fjöldi manns sem hafði krafist bóta vegna raskana á ferðum Primera Air í sumar eftir með sárt ennið. Blaðið segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá reiðum viðskiptavinum Primera Air vegna lélegrar þjónustu fyrirtækisins, ekki síst eftir að félagið féll frá áformum um Bandaríkjaflug frá Bretlandi. Norrænir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að fleiri hundruð farþega danskra og sænskra ferðaskrifstofa sitji föst eftir gjaldþrotið. Í yfirlýsingu stjórnar Primera Air í dag kom fram að farþegar íslenskra ferðaskrifstofa ættu ekki að verða fyrir áhrifum af gjaldþrotinu. Tékkneskt leiguflugfélag hafi tekið yfir samninga Primera Air. Einni ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær samkvæmt flugáætlun á vef Keflavíkurflugvallar. Ekki er ljóst hvað varð um þá farþega sem áttu miða í þá ferð.
Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21
Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent