Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 21:02 Flugvél flugfélagsins Primera Air. Vísir/Getty Farþegar sem áttu far með Primera Air frá London til Bandaríkjanna fengu að vita af gjaldþroti flugfélagsins þegar þeir biðu á Stansted-flugvelli í dag. Þúsundir breskra viðskiptavina félagsins eru sagðir fastir í Norður-Ameríku og Evrópu vegna gjaldþrotsins. Stjórn Primera Air hefur sagt gjaldþrotið ekki koma niður á farþegum íslenskra ferðaskrifstofa. Breska blaðið The Independent segir að Stansted-flugvöllur hafi lagt hald á að minnsta kosti eina flugvél Primera Air. Farþegar sem ætluðu að fara til Washington-borgar hafi beðið úti í vél á meðan að flugstjórarinn beið fyrirmæla. Þeir sem ætluðu með félaginu til New York hafi aldrei fengið að fara um borð. Margir farþeganna hafi verið Bandaríkjamenn á leið heim til sín. Þúsundir Breta sitji að sama skapi fastir í Norður-Ameríku og á meginlandi Evrópu. Flugmiðar þeirra heim séu nú verðlausir en að auki sitji fjöldi manns sem hafði krafist bóta vegna raskana á ferðum Primera Air í sumar eftir með sárt ennið. Blaðið segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá reiðum viðskiptavinum Primera Air vegna lélegrar þjónustu fyrirtækisins, ekki síst eftir að félagið féll frá áformum um Bandaríkjaflug frá Bretlandi. Norrænir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að fleiri hundruð farþega danskra og sænskra ferðaskrifstofa sitji föst eftir gjaldþrotið. Í yfirlýsingu stjórnar Primera Air í dag kom fram að farþegar íslenskra ferðaskrifstofa ættu ekki að verða fyrir áhrifum af gjaldþrotinu. Tékkneskt leiguflugfélag hafi tekið yfir samninga Primera Air. Einni ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær samkvæmt flugáætlun á vef Keflavíkurflugvallar. Ekki er ljóst hvað varð um þá farþega sem áttu miða í þá ferð. Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Farþegar sem áttu far með Primera Air frá London til Bandaríkjanna fengu að vita af gjaldþroti flugfélagsins þegar þeir biðu á Stansted-flugvelli í dag. Þúsundir breskra viðskiptavina félagsins eru sagðir fastir í Norður-Ameríku og Evrópu vegna gjaldþrotsins. Stjórn Primera Air hefur sagt gjaldþrotið ekki koma niður á farþegum íslenskra ferðaskrifstofa. Breska blaðið The Independent segir að Stansted-flugvöllur hafi lagt hald á að minnsta kosti eina flugvél Primera Air. Farþegar sem ætluðu að fara til Washington-borgar hafi beðið úti í vél á meðan að flugstjórarinn beið fyrirmæla. Þeir sem ætluðu með félaginu til New York hafi aldrei fengið að fara um borð. Margir farþeganna hafi verið Bandaríkjamenn á leið heim til sín. Þúsundir Breta sitji að sama skapi fastir í Norður-Ameríku og á meginlandi Evrópu. Flugmiðar þeirra heim séu nú verðlausir en að auki sitji fjöldi manns sem hafði krafist bóta vegna raskana á ferðum Primera Air í sumar eftir með sárt ennið. Blaðið segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá reiðum viðskiptavinum Primera Air vegna lélegrar þjónustu fyrirtækisins, ekki síst eftir að félagið féll frá áformum um Bandaríkjaflug frá Bretlandi. Norrænir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að fleiri hundruð farþega danskra og sænskra ferðaskrifstofa sitji föst eftir gjaldþrotið. Í yfirlýsingu stjórnar Primera Air í dag kom fram að farþegar íslenskra ferðaskrifstofa ættu ekki að verða fyrir áhrifum af gjaldþrotinu. Tékkneskt leiguflugfélag hafi tekið yfir samninga Primera Air. Einni ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær samkvæmt flugáætlun á vef Keflavíkurflugvallar. Ekki er ljóst hvað varð um þá farþega sem áttu miða í þá ferð.
Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21
Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05