Bandaríkin að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu Sylvía Hall skrifar 1. júlí 2018 12:02 Rósa Björk Brynjólfsdóttir Fréttablaðið/Stefán Íslensk stjórnvöld mega ekki vera meðvirk bandarískum stjórnvöldum á meðan framganga þeirra á alþjóðasviðinu er með þessum hætti. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var á meðal gesta í Sprengisandi í dag ásamt þeim Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar og Áslaugu Örnu, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Rósa tók undir þau orð Loga að Ísland ætti að reyna eftir bestu getu að hafa jákvæð áhrif í alþjóðamálum og sagði það vera ljóst að Bandaríkin væru að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu. Hún sagði samskipti Trump við einræðisherra vera varhugaverð og pólitík hans snerist að mestu leyti um að loka Bandaríkjunum frekar en að opna þau. „Það er bara eitt og hálft ár síðan Trump komst til valda og á þeim tíma hefur verið boðuð af hálfu Bandaríkjanna mjög mikil pólitík sem snýst um lokun og að loka heldur en að opna og vinna saman. Þeir eru að snúa af þessari leið sem hefur verið einkennandi fyrir Bandaríkin sem er þessi alþjóðlega samvinna.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Samband Íslands og Bandaríkjanna á ekki að breytast eftir forsetum Áslaug Arna benti á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri byggt á mjög traustum grunni og ætti ekki að vera breytilegt milli forseta. Hún sagði þó vera mikilvægt að Bandaríkin væru þátttakendur í alþjóðlegum samningum og sagði ríkisstjórnina hafa verið skýra í sinni afstöðu gegn mannréttindabrotum þegar þau koma upp, líkt og við landamæri Bandaríkjanna í síðasta mánuði. „Auðvitað eru hagsmunir okkar miklir að eiga góð samskipti bæði í öryggis- og varnarmálum, norðurslóðarmálum, viðskiptum og öðru slíku“, sagði Áslaug og benti á að gildi þjóðanna tveggja varðandi mannréttindi og jafnrétti hafi verið svipuð í gegnum tíðina. „Það er þess vegna sem við stígum fast til jarðar og erum mjög skýr þegar eitthvað svona kemur upp á.“Hér að neðan má heyra viðtalið við þau í Sprengisandi í heild sinni: Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld mega ekki vera meðvirk bandarískum stjórnvöldum á meðan framganga þeirra á alþjóðasviðinu er með þessum hætti. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var á meðal gesta í Sprengisandi í dag ásamt þeim Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar og Áslaugu Örnu, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Rósa tók undir þau orð Loga að Ísland ætti að reyna eftir bestu getu að hafa jákvæð áhrif í alþjóðamálum og sagði það vera ljóst að Bandaríkin væru að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu. Hún sagði samskipti Trump við einræðisherra vera varhugaverð og pólitík hans snerist að mestu leyti um að loka Bandaríkjunum frekar en að opna þau. „Það er bara eitt og hálft ár síðan Trump komst til valda og á þeim tíma hefur verið boðuð af hálfu Bandaríkjanna mjög mikil pólitík sem snýst um lokun og að loka heldur en að opna og vinna saman. Þeir eru að snúa af þessari leið sem hefur verið einkennandi fyrir Bandaríkin sem er þessi alþjóðlega samvinna.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Samband Íslands og Bandaríkjanna á ekki að breytast eftir forsetum Áslaug Arna benti á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri byggt á mjög traustum grunni og ætti ekki að vera breytilegt milli forseta. Hún sagði þó vera mikilvægt að Bandaríkin væru þátttakendur í alþjóðlegum samningum og sagði ríkisstjórnina hafa verið skýra í sinni afstöðu gegn mannréttindabrotum þegar þau koma upp, líkt og við landamæri Bandaríkjanna í síðasta mánuði. „Auðvitað eru hagsmunir okkar miklir að eiga góð samskipti bæði í öryggis- og varnarmálum, norðurslóðarmálum, viðskiptum og öðru slíku“, sagði Áslaug og benti á að gildi þjóðanna tveggja varðandi mannréttindi og jafnrétti hafi verið svipuð í gegnum tíðina. „Það er þess vegna sem við stígum fast til jarðar og erum mjög skýr þegar eitthvað svona kemur upp á.“Hér að neðan má heyra viðtalið við þau í Sprengisandi í heild sinni:
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira