Bandaríkin að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu Sylvía Hall skrifar 1. júlí 2018 12:02 Rósa Björk Brynjólfsdóttir Fréttablaðið/Stefán Íslensk stjórnvöld mega ekki vera meðvirk bandarískum stjórnvöldum á meðan framganga þeirra á alþjóðasviðinu er með þessum hætti. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var á meðal gesta í Sprengisandi í dag ásamt þeim Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar og Áslaugu Örnu, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Rósa tók undir þau orð Loga að Ísland ætti að reyna eftir bestu getu að hafa jákvæð áhrif í alþjóðamálum og sagði það vera ljóst að Bandaríkin væru að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu. Hún sagði samskipti Trump við einræðisherra vera varhugaverð og pólitík hans snerist að mestu leyti um að loka Bandaríkjunum frekar en að opna þau. „Það er bara eitt og hálft ár síðan Trump komst til valda og á þeim tíma hefur verið boðuð af hálfu Bandaríkjanna mjög mikil pólitík sem snýst um lokun og að loka heldur en að opna og vinna saman. Þeir eru að snúa af þessari leið sem hefur verið einkennandi fyrir Bandaríkin sem er þessi alþjóðlega samvinna.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Samband Íslands og Bandaríkjanna á ekki að breytast eftir forsetum Áslaug Arna benti á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri byggt á mjög traustum grunni og ætti ekki að vera breytilegt milli forseta. Hún sagði þó vera mikilvægt að Bandaríkin væru þátttakendur í alþjóðlegum samningum og sagði ríkisstjórnina hafa verið skýra í sinni afstöðu gegn mannréttindabrotum þegar þau koma upp, líkt og við landamæri Bandaríkjanna í síðasta mánuði. „Auðvitað eru hagsmunir okkar miklir að eiga góð samskipti bæði í öryggis- og varnarmálum, norðurslóðarmálum, viðskiptum og öðru slíku“, sagði Áslaug og benti á að gildi þjóðanna tveggja varðandi mannréttindi og jafnrétti hafi verið svipuð í gegnum tíðina. „Það er þess vegna sem við stígum fast til jarðar og erum mjög skýr þegar eitthvað svona kemur upp á.“Hér að neðan má heyra viðtalið við þau í Sprengisandi í heild sinni: Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Íslensk stjórnvöld mega ekki vera meðvirk bandarískum stjórnvöldum á meðan framganga þeirra á alþjóðasviðinu er með þessum hætti. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en hún var á meðal gesta í Sprengisandi í dag ásamt þeim Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar og Áslaugu Örnu, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Rósa tók undir þau orð Loga að Ísland ætti að reyna eftir bestu getu að hafa jákvæð áhrif í alþjóðamálum og sagði það vera ljóst að Bandaríkin væru að spila sig hratt út úr alþjóðlegri samvinnu. Hún sagði samskipti Trump við einræðisherra vera varhugaverð og pólitík hans snerist að mestu leyti um að loka Bandaríkjunum frekar en að opna þau. „Það er bara eitt og hálft ár síðan Trump komst til valda og á þeim tíma hefur verið boðuð af hálfu Bandaríkjanna mjög mikil pólitík sem snýst um lokun og að loka heldur en að opna og vinna saman. Þeir eru að snúa af þessari leið sem hefur verið einkennandi fyrir Bandaríkin sem er þessi alþjóðlega samvinna.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Samband Íslands og Bandaríkjanna á ekki að breytast eftir forsetum Áslaug Arna benti á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri byggt á mjög traustum grunni og ætti ekki að vera breytilegt milli forseta. Hún sagði þó vera mikilvægt að Bandaríkin væru þátttakendur í alþjóðlegum samningum og sagði ríkisstjórnina hafa verið skýra í sinni afstöðu gegn mannréttindabrotum þegar þau koma upp, líkt og við landamæri Bandaríkjanna í síðasta mánuði. „Auðvitað eru hagsmunir okkar miklir að eiga góð samskipti bæði í öryggis- og varnarmálum, norðurslóðarmálum, viðskiptum og öðru slíku“, sagði Áslaug og benti á að gildi þjóðanna tveggja varðandi mannréttindi og jafnrétti hafi verið svipuð í gegnum tíðina. „Það er þess vegna sem við stígum fast til jarðar og erum mjög skýr þegar eitthvað svona kemur upp á.“Hér að neðan má heyra viðtalið við þau í Sprengisandi í heild sinni:
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira