Þetta eru hættulegustu gatnamót landsins Baldur Guðmundsson skrifar 18. janúar 2018 07:00 Umferðin á Miklubraut er þung á mestu annatímum. Vísir/Ernir „Þetta sýnir okkur að hættulegustu gatnamót landsins eru ljósastýrð,“ segir Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Í skýrslum Samgöngustofu er að finna lista yfir hættulegustu gatnamót landsins í þéttbýli. Þegar tölurnar fyrir undanfarin tíu ár eru lagðar saman sést að þrenn hættulegustu gatnamótin eru við Miklubraut. Engin af þeim gatnamótum sem rata á topplista tímabilsins 2007 til 2016 eru með hringtorgum eða eru mislæg. Þó má nefna að gatnamótin við Höfðabakka komast á listann en á þeim eru umferðarljós.Ólafur bendir á að fjölförnustu gatnamót landsins, gatnamót Reykjanesbrautar og Miklubrautar, komist ekki á lista yfir 20 hættulegustu gatnamót höfuðborgarsvæðisins. „Það segir mér að ljósastýrð gatnamót eru hættulegri en hringtorg eða mislæg gatnamót.“ Það sé því ekki lögmál að fjölförnustu gatnamót landsins séu þau hættulegustu. Ólafur, sem vinnur að því hjá EuroRAP að leggja mat á íslenska vegakerfið, segir að ljósastýrð gatnamót séu með „innbyggðum killer“. „Ef eitthvað klikkar á þeim þá verður það vont. Það eru allir á fullri ferð. Sá sem klikkar í hringtorgi er alltaf á minni ferð,“ útskýrir Ólafur og bætir við að á ljósastýrðum gatnamótum verði árekstrarnir yfirleitt beint framan/aftan á bíla eða inn í hlið þeirra. Í hringtorgum sé hornið um 30 gráður. Þrenn hættulegustu gatnamótin við Miklubraut eru við Háaleitisbraut, Grensásveg og Kringlumýrarbraut. Á hverjum gatnamótum hafa orðið á bilinu 34 til 40 slys undanfarin tíu ár þar sem meiðsli verða á fólki. Ólafur vill fá Miklubraut í stokk og frítt flæði um þessa fjölförnustu götu landsins. Þá muni rauðu punktarnir á kortinu einfaldlega hverfa. Hann bendir á að mislæg gatnamót Miklubrautar og Réttarholtsvegar komist hvergi á blað þegar slysatölur eru skoðaðar en segir þó að menn þurfi að vanda sig. Þannig verði oft slys á illa heppnuðum gatnamótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Þar séu það ljósin uppi á brúnni sem valdi slysum. Mislæg gatnamót eru dýr í framkvæmd en Ólafur bendir á að sums staðar megi einfaldlega setja niður hringtorg. Sprungin hringtorg og ljósastýrð gatnamót anni álíka mikilli umferð. Slysin verði hins vegar ekki eins alvarleg í hringtorgunum, enda sé hraðinn miklu minni. „Þetta kostar peninga og þetta verður átak. En við komumst ekki hjá því,“ segir hann. Ólafur vill að hlutlausir sérfræðingar verði fengnir til að gera faglegt umferðarmódel af öllu höfuðborgarsvæðinu í heild, með það fyrir augum að auka flæði umferðarinnar og draga úr slysahættu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Þetta sýnir okkur að hættulegustu gatnamót landsins eru ljósastýrð,“ segir Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Í skýrslum Samgöngustofu er að finna lista yfir hættulegustu gatnamót landsins í þéttbýli. Þegar tölurnar fyrir undanfarin tíu ár eru lagðar saman sést að þrenn hættulegustu gatnamótin eru við Miklubraut. Engin af þeim gatnamótum sem rata á topplista tímabilsins 2007 til 2016 eru með hringtorgum eða eru mislæg. Þó má nefna að gatnamótin við Höfðabakka komast á listann en á þeim eru umferðarljós.Ólafur bendir á að fjölförnustu gatnamót landsins, gatnamót Reykjanesbrautar og Miklubrautar, komist ekki á lista yfir 20 hættulegustu gatnamót höfuðborgarsvæðisins. „Það segir mér að ljósastýrð gatnamót eru hættulegri en hringtorg eða mislæg gatnamót.“ Það sé því ekki lögmál að fjölförnustu gatnamót landsins séu þau hættulegustu. Ólafur, sem vinnur að því hjá EuroRAP að leggja mat á íslenska vegakerfið, segir að ljósastýrð gatnamót séu með „innbyggðum killer“. „Ef eitthvað klikkar á þeim þá verður það vont. Það eru allir á fullri ferð. Sá sem klikkar í hringtorgi er alltaf á minni ferð,“ útskýrir Ólafur og bætir við að á ljósastýrðum gatnamótum verði árekstrarnir yfirleitt beint framan/aftan á bíla eða inn í hlið þeirra. Í hringtorgum sé hornið um 30 gráður. Þrenn hættulegustu gatnamótin við Miklubraut eru við Háaleitisbraut, Grensásveg og Kringlumýrarbraut. Á hverjum gatnamótum hafa orðið á bilinu 34 til 40 slys undanfarin tíu ár þar sem meiðsli verða á fólki. Ólafur vill fá Miklubraut í stokk og frítt flæði um þessa fjölförnustu götu landsins. Þá muni rauðu punktarnir á kortinu einfaldlega hverfa. Hann bendir á að mislæg gatnamót Miklubrautar og Réttarholtsvegar komist hvergi á blað þegar slysatölur eru skoðaðar en segir þó að menn þurfi að vanda sig. Þannig verði oft slys á illa heppnuðum gatnamótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Þar séu það ljósin uppi á brúnni sem valdi slysum. Mislæg gatnamót eru dýr í framkvæmd en Ólafur bendir á að sums staðar megi einfaldlega setja niður hringtorg. Sprungin hringtorg og ljósastýrð gatnamót anni álíka mikilli umferð. Slysin verði hins vegar ekki eins alvarleg í hringtorgunum, enda sé hraðinn miklu minni. „Þetta kostar peninga og þetta verður átak. En við komumst ekki hjá því,“ segir hann. Ólafur vill að hlutlausir sérfræðingar verði fengnir til að gera faglegt umferðarmódel af öllu höfuðborgarsvæðinu í heild, með það fyrir augum að auka flæði umferðarinnar og draga úr slysahættu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira