Stefna að opnun neyslurýma fyrir fíkniefnaneytendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2018 17:30 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Vinna er hafin í velferðarráðuneytinu við undirbúning opnunar á svokölluðum neyslurýmum fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kom verkefninu af stað. Neyslurýmin eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar, að því er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. Rökin fyrir sérstökum neyslurýmum byggjast á því að þeir sem eiga við mestan vímuefnavanda að etja stunda neyslu sína oft við hættulegar og heilsuspillandi aðstæður, segir enn fremur í fréttinni. Þessar aðstæður valda oft enn meiri skaða en ella og stuðla að veikindum og jafnvel dauða. Markmiðið með neyslurýmunum er því fyrst og fremst að þeir notendur fíkniefna sem um ræðir geti neytt efnanna við eins mikið öryggi og kostur er.Sjá einnig: Markmiðið er að lina þjáningar fíkla „Þetta snýst ekki um að samþykkja neysluna, heldur að viðurkenna að þessir einstaklingar þurfa aðstoð á forsendum sem þeir geta nýtt sér. Þetta snýst um forvarnir og skaðaminnkandi aðgerðir, líkt og Rauði krossinn hefur sinnt í nokkrum mæli með starfsemi Frú Ragnheiðar. Þar er fyrir hendi mikilvæg þekking á þessum málum og ég vonast því eftir góðu samstarfi við Rauða krossinn varðandi undirbúning að opnun sérstakra neyslurýma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Undirbúningur neyslurýmanna hefst nú í kjölfar ályktunar sem samþykkt var á Alþingi í maí árið 2014. Í henni fólst að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða til aðstoðar og verndar neytendum efnanna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild. Í vikunni vöktu hjúkrunarfræðingar, sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig, athygli á þörf fyrir opnun neyslurýma í Reykjavík. Þær sögðu reynslu af neyslurýmum erlendis mjög góða og að dauðsföll vegna ofnotkunar þekkist ekki í slíkum rýmum. Tengdar fréttir Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00 Ríki og borg í viðræður um neyslurými fyrir sprautufíkla Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartar framtíðar og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir tímabært að skoða aðrar leiðir en farnar hafi verið til að mæta þörfum sprautufíkla. Í því ljósi hafa forsvarsmenn Besta flokksins rætt um þörfina á sérstöku neyslurými fyrir sprautufíkla í Reykjavík. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, telur um færa leið að ræða, að því gefnu að sannað sé að um árangursríka aðferð sé að ræða. 22. febrúar 2013 06:00 Apótekin hugsanleg neyslurými Velferðarráðherra og formaður velferðarnefndar Alþingis segja að til greina komi að skoða þörfina á svokölluðu neyslurými fyrir sprautufíkla. 18. febrúar 2013 07:30 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Vinna er hafin í velferðarráðuneytinu við undirbúning opnunar á svokölluðum neyslurýmum fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kom verkefninu af stað. Neyslurýmin eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar, að því er fram kemur í frétt á vef stjórnarráðsins. Rökin fyrir sérstökum neyslurýmum byggjast á því að þeir sem eiga við mestan vímuefnavanda að etja stunda neyslu sína oft við hættulegar og heilsuspillandi aðstæður, segir enn fremur í fréttinni. Þessar aðstæður valda oft enn meiri skaða en ella og stuðla að veikindum og jafnvel dauða. Markmiðið með neyslurýmunum er því fyrst og fremst að þeir notendur fíkniefna sem um ræðir geti neytt efnanna við eins mikið öryggi og kostur er.Sjá einnig: Markmiðið er að lina þjáningar fíkla „Þetta snýst ekki um að samþykkja neysluna, heldur að viðurkenna að þessir einstaklingar þurfa aðstoð á forsendum sem þeir geta nýtt sér. Þetta snýst um forvarnir og skaðaminnkandi aðgerðir, líkt og Rauði krossinn hefur sinnt í nokkrum mæli með starfsemi Frú Ragnheiðar. Þar er fyrir hendi mikilvæg þekking á þessum málum og ég vonast því eftir góðu samstarfi við Rauða krossinn varðandi undirbúning að opnun sérstakra neyslurýma,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Undirbúningur neyslurýmanna hefst nú í kjölfar ályktunar sem samþykkt var á Alþingi í maí árið 2014. Í henni fólst að stefna í vímuefnamálum skyldi endurskoðuð á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða til aðstoðar og verndar neytendum efnanna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild. Í vikunni vöktu hjúkrunarfræðingar, sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig, athygli á þörf fyrir opnun neyslurýma í Reykjavík. Þær sögðu reynslu af neyslurýmum erlendis mjög góða og að dauðsföll vegna ofnotkunar þekkist ekki í slíkum rýmum.
Tengdar fréttir Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00 Ríki og borg í viðræður um neyslurými fyrir sprautufíkla Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartar framtíðar og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir tímabært að skoða aðrar leiðir en farnar hafi verið til að mæta þörfum sprautufíkla. Í því ljósi hafa forsvarsmenn Besta flokksins rætt um þörfina á sérstöku neyslurými fyrir sprautufíkla í Reykjavík. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, telur um færa leið að ræða, að því gefnu að sannað sé að um árangursríka aðferð sé að ræða. 22. febrúar 2013 06:00 Apótekin hugsanleg neyslurými Velferðarráðherra og formaður velferðarnefndar Alþingis segja að til greina komi að skoða þörfina á svokölluðu neyslurými fyrir sprautufíkla. 18. febrúar 2013 07:30 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Markmiðið er að lina þjáningar fíkla Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir göfugt markmið að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé þó erfitt að bjóða upp á kerfi sem ekki hafi einhverja stýringu á notkun með gjöldum. Hann segist vel geta 2. september 2016 07:00
Ríki og borg í viðræður um neyslurými fyrir sprautufíkla Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartar framtíðar og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir tímabært að skoða aðrar leiðir en farnar hafi verið til að mæta þörfum sprautufíkla. Í því ljósi hafa forsvarsmenn Besta flokksins rætt um þörfina á sérstöku neyslurými fyrir sprautufíkla í Reykjavík. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, telur um færa leið að ræða, að því gefnu að sannað sé að um árangursríka aðferð sé að ræða. 22. febrúar 2013 06:00
Apótekin hugsanleg neyslurými Velferðarráðherra og formaður velferðarnefndar Alþingis segja að til greina komi að skoða þörfina á svokölluðu neyslurými fyrir sprautufíkla. 18. febrúar 2013 07:30
Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15