Vín kneyfað og veipað í unglingaþætti RÚV Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 06:00 Vín og veip á RÚV. Dagskrárstjóri segir þetta hafa verið mistök. Skjáskot/RÚV.is „Þetta er mjög óæskilegt, þegar fyrirmyndir sem þessar eru veipandi og drekkandi fyrir framan fólk,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, um áfengis- og nikótínneyslu í þætti RÚV ætluðum unglingum. Þátturinn sem um ræðir heitir Rabbabari og er í umsjón Atla Más Steinarssonar og Björns Vals Pálssonar og er hluti af RÚV núll sem sett var í loftið fyrr á þessu ári. Samkvæmt kynningum á RÚV núll að höfða til ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára. Í nýjasta þætti Rabbabara er rapparinn Flóni tekinn tali og honum fylgt eftir, meðal annars baksviðs á tónleikum. Í einu innslagi má sjá viðmælandann halda á vínflösku í hvorri hönd og kneyfa áfengið. Síðar í sama þætti má svo sjá Atla Má og Flóna á gangi í Vesturbænum í Reykjavík og Atla Má taka sér rafrettu í hönd og svæla hana af áfergju í miðju viðtali.Í þættinum sést rapparinn Flóni teygja áfengi.SkjáskotBaldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla hjá Ríkisútvarpinu, segir að illmögulegt hafi verið að komast hjá því að sýna áfengisneysluna. „Um leið og RÚV núll mun aldrei hvetja til neyslu verður ekki hjá því komist að fjalla um þessi mál. Í Rabbabaraþáttunum fjallar tónlistarfólk á opinskáan hátt um lífsreynslu sína, meðal annars neyslu áfengis. Í gegnum söguna hefur slík umfjöllun ávallt verið umdeild og þá með tilvísun í möguleg áhrif á yngri kynslóðir. Í þessu tilfelli er um að ræða svipmyndir frá útgáfutónleikum á stað með vínveitingaleyfi. Í þeim senum sem teknar eru upp á staðnum má því sjá fólk neyta áfengis og illmögulegt að komast alfarið hjá því að sýna það.“ Árni telur að umrætt innslag hafi verið óþarft.Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.„Þetta er flott viðtal við ungan og efnilegan poppara. Það hefði miklu frekar verið hægt að hafa myndir frá tónleikunum sjálfum. Svo finnst manni mjög sérkennilegt að þáttarstjórnendur eru veipandi. Allt svona finnst manni bara sjoppulegt og ekki gott hjá fjölmiðli sem á að vera fremstur í því sem varðar ábyrgð og að virða réttindi barna og ungmenna,“ segir Árni og bendir á að mikil normalísering eigi sér stað gagnvart rafrettum og hörð markaðsvæðing gagnvart ungmennum, sem sé sorglegt. Varðandi reykingar þáttarstjórnandans viðurkennir Baldvin að mistök hafi verið gerð. „Við yfirferð misfórst að vekja athygli á þessu skoti en um leið og ábending barst var sett af stað vinna við að taka það út úr öllum okkar miðlum. Við fögnum öllum ábendingum um okkar dagskrárefni.“Baldvin Bergsson, dagskrárstjóri hjá RÚV. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tónlist Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
„Þetta er mjög óæskilegt, þegar fyrirmyndir sem þessar eru veipandi og drekkandi fyrir framan fólk,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, um áfengis- og nikótínneyslu í þætti RÚV ætluðum unglingum. Þátturinn sem um ræðir heitir Rabbabari og er í umsjón Atla Más Steinarssonar og Björns Vals Pálssonar og er hluti af RÚV núll sem sett var í loftið fyrr á þessu ári. Samkvæmt kynningum á RÚV núll að höfða til ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára. Í nýjasta þætti Rabbabara er rapparinn Flóni tekinn tali og honum fylgt eftir, meðal annars baksviðs á tónleikum. Í einu innslagi má sjá viðmælandann halda á vínflösku í hvorri hönd og kneyfa áfengið. Síðar í sama þætti má svo sjá Atla Má og Flóna á gangi í Vesturbænum í Reykjavík og Atla Má taka sér rafrettu í hönd og svæla hana af áfergju í miðju viðtali.Í þættinum sést rapparinn Flóni teygja áfengi.SkjáskotBaldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla hjá Ríkisútvarpinu, segir að illmögulegt hafi verið að komast hjá því að sýna áfengisneysluna. „Um leið og RÚV núll mun aldrei hvetja til neyslu verður ekki hjá því komist að fjalla um þessi mál. Í Rabbabaraþáttunum fjallar tónlistarfólk á opinskáan hátt um lífsreynslu sína, meðal annars neyslu áfengis. Í gegnum söguna hefur slík umfjöllun ávallt verið umdeild og þá með tilvísun í möguleg áhrif á yngri kynslóðir. Í þessu tilfelli er um að ræða svipmyndir frá útgáfutónleikum á stað með vínveitingaleyfi. Í þeim senum sem teknar eru upp á staðnum má því sjá fólk neyta áfengis og illmögulegt að komast alfarið hjá því að sýna það.“ Árni telur að umrætt innslag hafi verið óþarft.Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.„Þetta er flott viðtal við ungan og efnilegan poppara. Það hefði miklu frekar verið hægt að hafa myndir frá tónleikunum sjálfum. Svo finnst manni mjög sérkennilegt að þáttarstjórnendur eru veipandi. Allt svona finnst manni bara sjoppulegt og ekki gott hjá fjölmiðli sem á að vera fremstur í því sem varðar ábyrgð og að virða réttindi barna og ungmenna,“ segir Árni og bendir á að mikil normalísering eigi sér stað gagnvart rafrettum og hörð markaðsvæðing gagnvart ungmennum, sem sé sorglegt. Varðandi reykingar þáttarstjórnandans viðurkennir Baldvin að mistök hafi verið gerð. „Við yfirferð misfórst að vekja athygli á þessu skoti en um leið og ábending barst var sett af stað vinna við að taka það út úr öllum okkar miðlum. Við fögnum öllum ábendingum um okkar dagskrárefni.“Baldvin Bergsson, dagskrárstjóri hjá RÚV.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tónlist Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent