Skemmtilegasti áratugur lífsins er framundan Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 06:00 Sigrún er leiðsögumaður og vinnur einnig við að velja leikara í kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar Fréttablaðið/Ernir „Það er óþyrmileg áminning um að maður sé að verða aldurhniginn að fá svona símtal,“ segir Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona, þegar ég slæ á þráðinn og falast eftir viðtali vegna fimmtugsafmælisins í dag. „Nei, ég er bara að grínast,“ bætir hún svo við hlæjandi. „Mér finnast þetta skemmtileg tímamót og tek þeim bara fagnandi. Ég er að ferðast um með fólki frá Bandaríkjunum og konurnar í hópnum keppast við að sannfæra mig um að tímabilið milli 50 og 60 sé skemmtilegasti áratugur lífsins. Ég tek mark á þeim þannig að ég hlakka bara til.“ Sigrún kveðst vera stödd í Efstadal í Bláskógabyggð. Hún er sem sagt leiðsögumaður meðal annars. „Ég er með marga hatta,“ segir hún. „Er leiðsögumaður og svo vinn ég við leikaraval í kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar, er með eigið fyrirtæki sem heitir Iceland Casting og held námskeið fyrir leikara líka sem vilja endurmennta sig og halda áfram að byggja ofan á þekkinguna.“Þannig að þú hefur nóg að gera. „Já, ég er mikið á faraldsfæti og það er mjög gaman. Er aðallega að ferðast með Bandaríkjamenn og Þjóðverja hér um landið og svo fer ég líka með þá og aðra hópa til Grænlands og Íslendinga til Þýskalands.“Ertu fjölskyldumanneskja? „Já, ég er einstæð móðir með þrjá stráka, sá elsti að verða tvítugur. Ég er að koma í bæinn á afmælinu og þeir ætla að fagna með mér.“Heldurðu að þeir baki skúffuköku? „Nei, ég held að við förum út að borða. En fyrst ætla vinir mínir að fara með mig að Kleifarvatni að synda. Það verður spes. Ég hef ánetjast sjósundinu á þessu ári og nú er komið að ferskvatnssundi í náttúrunni á fimmtugsafmælinu. Svo er Afríkuferð í tilefni þess fram undan í vetur. Tímasetning er ekki alveg komin en það er Tansanía sem er í sigti.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Það er óþyrmileg áminning um að maður sé að verða aldurhniginn að fá svona símtal,“ segir Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona, þegar ég slæ á þráðinn og falast eftir viðtali vegna fimmtugsafmælisins í dag. „Nei, ég er bara að grínast,“ bætir hún svo við hlæjandi. „Mér finnast þetta skemmtileg tímamót og tek þeim bara fagnandi. Ég er að ferðast um með fólki frá Bandaríkjunum og konurnar í hópnum keppast við að sannfæra mig um að tímabilið milli 50 og 60 sé skemmtilegasti áratugur lífsins. Ég tek mark á þeim þannig að ég hlakka bara til.“ Sigrún kveðst vera stödd í Efstadal í Bláskógabyggð. Hún er sem sagt leiðsögumaður meðal annars. „Ég er með marga hatta,“ segir hún. „Er leiðsögumaður og svo vinn ég við leikaraval í kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar, er með eigið fyrirtæki sem heitir Iceland Casting og held námskeið fyrir leikara líka sem vilja endurmennta sig og halda áfram að byggja ofan á þekkinguna.“Þannig að þú hefur nóg að gera. „Já, ég er mikið á faraldsfæti og það er mjög gaman. Er aðallega að ferðast með Bandaríkjamenn og Þjóðverja hér um landið og svo fer ég líka með þá og aðra hópa til Grænlands og Íslendinga til Þýskalands.“Ertu fjölskyldumanneskja? „Já, ég er einstæð móðir með þrjá stráka, sá elsti að verða tvítugur. Ég er að koma í bæinn á afmælinu og þeir ætla að fagna með mér.“Heldurðu að þeir baki skúffuköku? „Nei, ég held að við förum út að borða. En fyrst ætla vinir mínir að fara með mig að Kleifarvatni að synda. Það verður spes. Ég hef ánetjast sjósundinu á þessu ári og nú er komið að ferskvatnssundi í náttúrunni á fimmtugsafmælinu. Svo er Afríkuferð í tilefni þess fram undan í vetur. Tímasetning er ekki alveg komin en það er Tansanía sem er í sigti.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist