Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. ágúst 2018 19:00 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. Starfsfólk gjaldskýlisins, sem sumt hvert hefur starfað þar frá upphafi, segir að þjónustustigið á staðnum muni minnka. Rekstrarfélag Spalar gaf það út í júní að hætt yrði að rukka fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöngin í september en ljóst er að svo verður ekki um sinn. Hvalfjarðargöng eru á sínu tuttugasta og fyrsta aldursári og allan þann tíma hafa ökumenn og vegfarendur greitt veggjöld í gegnum göngin. Eftir um mánuð mun gjaldskýlið hins vegar heyra sögunni til.Umræða um er uppi um að bora þurfi ný Hvalfjarðargöng.Vísir/JóiUmferð í gegnum göngin hefur aukist stöðugt frá fyrsta degi og verið mun meiri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi. Á öllu árinu 2017 fóru tæplega 2,6 milljónir ökutækja í gegn. Þessa daganna gæti óþreyju hjá ökumönnum hvenær gjaldtöku verði hætt. „Mikið spurt og spáð hvenær þessu ljúki og hérna margir halda að þessu ljúki á morgun sem ekki er,“ segir Þórarinn Helgason, starfsmaður í gjaldskýlinu.Hvað heilsarðu mörgum á dag? „Ég tel það ekki,“ segir Þórarinn og hlær.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/JóiÞórarinn hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi með örlitlum frávikum. Þegar göngin verða afhent ríkinu mun allt starfsfólk láta af störfum. „Maður er búinn að vera svona í þessu þjónustuhlutverki í dálítið langan tíma,“ segir Þórarinn.Hvað verður um starfsfólkið? „Einhverjir hafa nú þegar ráðið sig til annarra starfa og svo eru sumir í óvissu en hvað mig varðar að þá er mínum ferli lokið. Ég sný mér að einhverju öðru heima fyrir,“ segir Þórarinn. Margir kannast við þjónustubifreiðina sem hefur staðið við Hvalfjarðargöngin en starfsmenn hafa sinnt viðbragði gerist eitthvað í göngunum, stundum á einungis nokkrum mínútum. Nú er óvíst hvort þessi bifreið verði áfram á staðnum. Þórarinn segist hafa áhyggjur af því að þjónustustig í kringum göngin lækki þegar ríkið rekur við rekstrinum. „Ég segi nú að sporin hræða því að ríkið er nú þekkt fyrir annað en að stunda viðhaldsvinnu á eignum sínum en maður á kannski ekkert að vera dæma um það fyrir fram en ég á eftir að sjá að það verði farið í gegnum göngin daglega eins og gert er hér,“ segir Þórarinn að lokum. Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. Starfsfólk gjaldskýlisins, sem sumt hvert hefur starfað þar frá upphafi, segir að þjónustustigið á staðnum muni minnka. Rekstrarfélag Spalar gaf það út í júní að hætt yrði að rukka fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöngin í september en ljóst er að svo verður ekki um sinn. Hvalfjarðargöng eru á sínu tuttugasta og fyrsta aldursári og allan þann tíma hafa ökumenn og vegfarendur greitt veggjöld í gegnum göngin. Eftir um mánuð mun gjaldskýlið hins vegar heyra sögunni til.Umræða um er uppi um að bora þurfi ný Hvalfjarðargöng.Vísir/JóiUmferð í gegnum göngin hefur aukist stöðugt frá fyrsta degi og verið mun meiri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi. Á öllu árinu 2017 fóru tæplega 2,6 milljónir ökutækja í gegn. Þessa daganna gæti óþreyju hjá ökumönnum hvenær gjaldtöku verði hætt. „Mikið spurt og spáð hvenær þessu ljúki og hérna margir halda að þessu ljúki á morgun sem ekki er,“ segir Þórarinn Helgason, starfsmaður í gjaldskýlinu.Hvað heilsarðu mörgum á dag? „Ég tel það ekki,“ segir Þórarinn og hlær.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/JóiÞórarinn hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi með örlitlum frávikum. Þegar göngin verða afhent ríkinu mun allt starfsfólk láta af störfum. „Maður er búinn að vera svona í þessu þjónustuhlutverki í dálítið langan tíma,“ segir Þórarinn.Hvað verður um starfsfólkið? „Einhverjir hafa nú þegar ráðið sig til annarra starfa og svo eru sumir í óvissu en hvað mig varðar að þá er mínum ferli lokið. Ég sný mér að einhverju öðru heima fyrir,“ segir Þórarinn. Margir kannast við þjónustubifreiðina sem hefur staðið við Hvalfjarðargöngin en starfsmenn hafa sinnt viðbragði gerist eitthvað í göngunum, stundum á einungis nokkrum mínútum. Nú er óvíst hvort þessi bifreið verði áfram á staðnum. Þórarinn segist hafa áhyggjur af því að þjónustustig í kringum göngin lækki þegar ríkið rekur við rekstrinum. „Ég segi nú að sporin hræða því að ríkið er nú þekkt fyrir annað en að stunda viðhaldsvinnu á eignum sínum en maður á kannski ekkert að vera dæma um það fyrir fram en ég á eftir að sjá að það verði farið í gegnum göngin daglega eins og gert er hér,“ segir Þórarinn að lokum.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Sjá meira
Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57
Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15