Litu til þess að konan hafði áður sent lögreglumanninum sambærileg skilaboð Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2018 18:11 Maðurinn var ákærður í sex liðum fyrir hótun og brot gegn blygðunarsemi. Vísir/Vilhelm Lögreglumaðurinn sem dæmdur var í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna hótana sem hann sendi konu á samfélagsmiðlinum Snapchat í lok janúar síðastliðinn taldi rannsókn málsins ábótavant og skilaði sérstakri greinargerð vegna þess. Héraðsdómur Reykjaness tekur undir með manninum í dómi í málinu sem birtur var í dag. Maðurinn var ákærður í sex liðum fyrir hótun og brot gegn blygðunarsemi með því að senda eftirfarandi skilaboð til konu á Snapchat í janúar síðastliðnum: 1) „Ætlaru að riða mer a eftir? [...] Viltu mig? Riddu mer doninn þinn [...] Riddu mer beibe“ 2) „Fokking mella [...] Þu eyðirlagði lif mitt Eg ætla að drepa þig Hehehe“ 3) „Litla fokking hóran þin Þúrt hóra [B] [...] Það er það sem þu ert Hóra Hóra Ekkert nema hóra Eg hata þig Fokking deyðu [B]“ 4) „Eg hata þig [B] Þu ert exactly the whore i wanna kill“ 5) „Ettu drullu hóra Hata þig Mun brjóta Þig Ef þu kmr nalægt Mer Hata þig Fokking hata þig ;)“ 6) „Ja eg fokking vona að þu deyir Ógeðiðþitt Eg hata þig utaf lifinu Þu eyðilagðir lif mitt Þu fokking eyðilagðir það [...] Eg mun fkn lata þig gjalda f það“Sjá einnig: Skilaboð lögreglumanns til ungrar konu: „Þu ert exactly the whore i wanna kill“ Fram kom í framburði mannsins að hann og brotaþoli hefðu byrjað að hittast í ársbyrjun 2017 og hefði samband þeirra varað fram á vor eða byrjun sumars það ár. Þau hefðu síðast sofið saman í nóvember 2017. Við upphaf aðalmeðferðar málsins kvaðst ákærði aðspurður kannast við ummælin í fyrsta tölulið ákæru. Hann sagðist hins vegar ekki minnast þess að hafa sent hótanirnar í töluliðum 2-6. Maðurinn kannaðist enn fremur ekki við að hafa hringt í konuna eftir að hann sendi henni skilaboð á Snapchat. Hann kvaðst næst muna eftir sér á heimleið um kl. 23:30-00:00. Þegar heim var komið hefði hann lagst upp í sófa og farið horfa á sjónvarpið. Um kl. 04:00 kvaðst maðurinn hafa opnað símann sinn og þá séð þar samskipti á milli sín og brotaþola. „Ég er að segja einhvern djöfulinn og ljóta hluti og bara búinn að vera í uppnámi og reiðikasti og einhverjum sárum og er að láta það bitna á A [brotaþola],“ er haft eftir manninum í dómnum. Taldi annmarka í rannsókninni Í greinargerð sem maðurinn lagði fram í málinu eru umtalsverðir ágallar sagðir hafa verið á rannsókn málsins. Ýmiss gögn málsins séu einnig ófullkomin og ekki á þeim byggjandi. Í dómnum segir að fallast verði á það með ákærða að rannsókn málsins hafi í ýmsum atriðum verið ábótavant. Til dæmis hafi ekki verið tekin skýrsla af systur konunnar, sem var með henni umrætt kvöld og hafði fyrst samband við lögreglu, þó að full ástæða hafi verið til þess, Þá rannsakaði lögregla ekki síma brotaþola heldur lét við það sitja að byggja rannsókn sína á gögnum sem brotaþoli sendi lögreglu. Þeir ágallar sem voru á rannsókn málsins geti hins vegar einir og sér hvorki leitt til frávísunar þess né sýknu ákærða. Ekki um hótun að ræða í lið 3 Maðurinn var sýknaður af blygðunarsemisbroti með ummælunum í fyrsta lið, líkt og greint var frá á Vísi á laugardag. Litið var til þess að í skilaboðum frá brotaþola, sem hún sendi ákærða sumarið 2017, er að finna sambærilegt orðalag og ákærði notar í skilaboðunum í umræddum lið. Þá var manninum einnig gefnar að sök hótanir með ummælunum í lið 2-6. Að mati dómsins felst þó ekki hótun um refsiverðan verknað í skilaboðunum í lið 3 og var ákærði því ekki sakfelldur fyrir brot með sendingu þeirra skilaboða. Í hinum skilaboðunum, þ.e. í lið 2 og 4 til 6, er hins vegar að finna hótun um að fremja refsiverðan verknað. Voru þær hótanir til þess fallnar að vekja hjá brotaþola ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð, að því er segir í dómi. Maðurinn var því sakfelldur fyrir ummæli sín í þeim liðum. Líkt og greint var frá á Vísi um helgina var hann því dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga og greiða 808.067 krónur í sakarkostnað. Dómsmál Tengdar fréttir Skilaboð lögreglumanns til ungrar konu: „Þu ert exactly the whore i wanna kill“ Dóms er að vænta í máli héraðssaksóknara á hendur tæplega þrítugum lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu fyrir hótanir í garð ungrar konu. 14. september 2018 10:13 Lögreglumaður dæmdur fyrir líflátshótanir á Snapchat Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt lögreglumann í þrjátíu daga skilorðsbundið fanglesi vegna hótana sem hann sendi konu á samfélagsmiðlinum Snapchat í lok janúar síðastliðinn. 6. október 2018 12:47 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem dæmdur var í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna hótana sem hann sendi konu á samfélagsmiðlinum Snapchat í lok janúar síðastliðinn taldi rannsókn málsins ábótavant og skilaði sérstakri greinargerð vegna þess. Héraðsdómur Reykjaness tekur undir með manninum í dómi í málinu sem birtur var í dag. Maðurinn var ákærður í sex liðum fyrir hótun og brot gegn blygðunarsemi með því að senda eftirfarandi skilaboð til konu á Snapchat í janúar síðastliðnum: 1) „Ætlaru að riða mer a eftir? [...] Viltu mig? Riddu mer doninn þinn [...] Riddu mer beibe“ 2) „Fokking mella [...] Þu eyðirlagði lif mitt Eg ætla að drepa þig Hehehe“ 3) „Litla fokking hóran þin Þúrt hóra [B] [...] Það er það sem þu ert Hóra Hóra Ekkert nema hóra Eg hata þig Fokking deyðu [B]“ 4) „Eg hata þig [B] Þu ert exactly the whore i wanna kill“ 5) „Ettu drullu hóra Hata þig Mun brjóta Þig Ef þu kmr nalægt Mer Hata þig Fokking hata þig ;)“ 6) „Ja eg fokking vona að þu deyir Ógeðiðþitt Eg hata þig utaf lifinu Þu eyðilagðir lif mitt Þu fokking eyðilagðir það [...] Eg mun fkn lata þig gjalda f það“Sjá einnig: Skilaboð lögreglumanns til ungrar konu: „Þu ert exactly the whore i wanna kill“ Fram kom í framburði mannsins að hann og brotaþoli hefðu byrjað að hittast í ársbyrjun 2017 og hefði samband þeirra varað fram á vor eða byrjun sumars það ár. Þau hefðu síðast sofið saman í nóvember 2017. Við upphaf aðalmeðferðar málsins kvaðst ákærði aðspurður kannast við ummælin í fyrsta tölulið ákæru. Hann sagðist hins vegar ekki minnast þess að hafa sent hótanirnar í töluliðum 2-6. Maðurinn kannaðist enn fremur ekki við að hafa hringt í konuna eftir að hann sendi henni skilaboð á Snapchat. Hann kvaðst næst muna eftir sér á heimleið um kl. 23:30-00:00. Þegar heim var komið hefði hann lagst upp í sófa og farið horfa á sjónvarpið. Um kl. 04:00 kvaðst maðurinn hafa opnað símann sinn og þá séð þar samskipti á milli sín og brotaþola. „Ég er að segja einhvern djöfulinn og ljóta hluti og bara búinn að vera í uppnámi og reiðikasti og einhverjum sárum og er að láta það bitna á A [brotaþola],“ er haft eftir manninum í dómnum. Taldi annmarka í rannsókninni Í greinargerð sem maðurinn lagði fram í málinu eru umtalsverðir ágallar sagðir hafa verið á rannsókn málsins. Ýmiss gögn málsins séu einnig ófullkomin og ekki á þeim byggjandi. Í dómnum segir að fallast verði á það með ákærða að rannsókn málsins hafi í ýmsum atriðum verið ábótavant. Til dæmis hafi ekki verið tekin skýrsla af systur konunnar, sem var með henni umrætt kvöld og hafði fyrst samband við lögreglu, þó að full ástæða hafi verið til þess, Þá rannsakaði lögregla ekki síma brotaþola heldur lét við það sitja að byggja rannsókn sína á gögnum sem brotaþoli sendi lögreglu. Þeir ágallar sem voru á rannsókn málsins geti hins vegar einir og sér hvorki leitt til frávísunar þess né sýknu ákærða. Ekki um hótun að ræða í lið 3 Maðurinn var sýknaður af blygðunarsemisbroti með ummælunum í fyrsta lið, líkt og greint var frá á Vísi á laugardag. Litið var til þess að í skilaboðum frá brotaþola, sem hún sendi ákærða sumarið 2017, er að finna sambærilegt orðalag og ákærði notar í skilaboðunum í umræddum lið. Þá var manninum einnig gefnar að sök hótanir með ummælunum í lið 2-6. Að mati dómsins felst þó ekki hótun um refsiverðan verknað í skilaboðunum í lið 3 og var ákærði því ekki sakfelldur fyrir brot með sendingu þeirra skilaboða. Í hinum skilaboðunum, þ.e. í lið 2 og 4 til 6, er hins vegar að finna hótun um að fremja refsiverðan verknað. Voru þær hótanir til þess fallnar að vekja hjá brotaþola ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð, að því er segir í dómi. Maðurinn var því sakfelldur fyrir ummæli sín í þeim liðum. Líkt og greint var frá á Vísi um helgina var hann því dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga og greiða 808.067 krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Skilaboð lögreglumanns til ungrar konu: „Þu ert exactly the whore i wanna kill“ Dóms er að vænta í máli héraðssaksóknara á hendur tæplega þrítugum lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu fyrir hótanir í garð ungrar konu. 14. september 2018 10:13 Lögreglumaður dæmdur fyrir líflátshótanir á Snapchat Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt lögreglumann í þrjátíu daga skilorðsbundið fanglesi vegna hótana sem hann sendi konu á samfélagsmiðlinum Snapchat í lok janúar síðastliðinn. 6. október 2018 12:47 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Skilaboð lögreglumanns til ungrar konu: „Þu ert exactly the whore i wanna kill“ Dóms er að vænta í máli héraðssaksóknara á hendur tæplega þrítugum lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu fyrir hótanir í garð ungrar konu. 14. september 2018 10:13
Lögreglumaður dæmdur fyrir líflátshótanir á Snapchat Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt lögreglumann í þrjátíu daga skilorðsbundið fanglesi vegna hótana sem hann sendi konu á samfélagsmiðlinum Snapchat í lok janúar síðastliðinn. 6. október 2018 12:47