Stuðningsfulltrúinn neitaði sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2018 12:05 Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldið á Hólmsheiði frá 19. janúar. Vísir/GVA Stuðningsfulltrúi sem sætir ákæru fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum neitaði sök þegar sakirnar voru bornar upp á hann við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Verjandi fulltrúans, Arnar Kormákur Friðriksson, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Fulltrúinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar, lengst af á grundvelli almannahagsmuna, en hann er ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og fyrir nauðganir. Brotin geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Þá var gæsluvarðhald yfir stuðningsfulltrúanum framlengt til 8. júní. Stefnt er á að aðalmeðferð í málinu hefjist um mánaðarmótin maí/júní.Brotin hafi byrjað í sturtunni Fórnarlömb hans hafa sum hver stigið fram og lýst brotum mannsins. Einn, sem er tvítugur í dag, segir fulltrúann hafa brotið á sér frá því hann var átta ára og til fjórtán ára aldurs. Fulltrúinn hafi sannfært sig um að segja engum frá. „Eftir að þú ert búinn að vinna inn traust hjá einhverjum þá er maður ekki endilega að fara segja frá strax. Ekki fyrr en maður er orðinn aðeins þroskaðari til að skilja hvað hann gerði,“ sagði fórnarlambið og lýsti aðferðum mannsins. „Hann leyfði mér að spila tölvuleiki eins og ég vildi, velja í matinn, gefa mér pening. Þetta byrjaði fyrst í sturtunni þar sem hann byrjaði að kenna mér að þrífa sjálfan mig. Svo leiddist þetta út í meira. Ég var bara barn á þeim tíma og vissi ekkert hvað var í gangi í raun og veru.“ Stuðningsfulltrúinn starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Meint brot hans beinast ekki að börnum sem hann starfaði með heldur sem hann kynntist í gegnum fjölskyldu eða vini. Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Stuðningsfulltrúi sem sætir ákæru fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum neitaði sök þegar sakirnar voru bornar upp á hann við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Verjandi fulltrúans, Arnar Kormákur Friðriksson, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Fulltrúinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar, lengst af á grundvelli almannahagsmuna, en hann er ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og fyrir nauðganir. Brotin geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Þá var gæsluvarðhald yfir stuðningsfulltrúanum framlengt til 8. júní. Stefnt er á að aðalmeðferð í málinu hefjist um mánaðarmótin maí/júní.Brotin hafi byrjað í sturtunni Fórnarlömb hans hafa sum hver stigið fram og lýst brotum mannsins. Einn, sem er tvítugur í dag, segir fulltrúann hafa brotið á sér frá því hann var átta ára og til fjórtán ára aldurs. Fulltrúinn hafi sannfært sig um að segja engum frá. „Eftir að þú ert búinn að vinna inn traust hjá einhverjum þá er maður ekki endilega að fara segja frá strax. Ekki fyrr en maður er orðinn aðeins þroskaðari til að skilja hvað hann gerði,“ sagði fórnarlambið og lýsti aðferðum mannsins. „Hann leyfði mér að spila tölvuleiki eins og ég vildi, velja í matinn, gefa mér pening. Þetta byrjaði fyrst í sturtunni þar sem hann byrjaði að kenna mér að þrífa sjálfan mig. Svo leiddist þetta út í meira. Ég var bara barn á þeim tíma og vissi ekkert hvað var í gangi í raun og veru.“ Stuðningsfulltrúinn starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Meint brot hans beinast ekki að börnum sem hann starfaði með heldur sem hann kynntist í gegnum fjölskyldu eða vini.
Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira