„Gríðarlega mikilvægt“ að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu ef nálgunarbann er brotið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 20:00 Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Mál ungrar stúlku sem glímir við eltihrelli hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum en það getur reynst brotaþolum erfitt þegar nálgunarbann er brotið.Eva Riley hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eva fékk nálgunarbann á manninn í september en síðan hefur hann ítrekað brotið það að sögn Evu. Hún birti myndband á Facebook-síðu sinni á dögunum þar sem hún gagnrýnir úrræðaleysi lögreglu og geðheilbrigðisyfirvalda. „Nálgunarbannið gerði ekkert annað en að láta hann vita hvar ég bý, hvar amma mín býr, hvar mamma mín og pabbi búa. Það er ekkert gert,“ segir Eva. Hún segist hafa fengið símtal frá lögreglunni í framhaldi af birtingu myndbandsins og henni boðið að framvísa gögnum og leggja fram kæru. Nálgunarbannið dugar þannig skammt ef bannið er brotið en rannsaka þarf sérstaklega hvert brot.Önnur brot oft framin um leið „Það er gríðarlega mikilvægt að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu þegar um er að ræða brot gegn nálgunarbanni og þá fer af stað rannsókn í því máli,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eva gagnrýndi viðbrögð lögreglu þegar hún leitaði til embættisins milli jóla og nýárs en enginn ætti að mæta lokuðum dyrum hjá lögreglunni að sögn Huldu. Lögreglu beri að sjálfsögðu ávallt að sinna brotaþola en hún þarf jafnframt að geta sannað að brot hafi átt sér stað. „Stundum er samhliða þessu annað brot. Það getur þá verið hótun í skilaboðunum, það getur verið húsbrot og þá er það líka rannsakað þannig að það fer þá á stað bara ákveðið rannsóknarferli,” útskýrir Hulda. Ákveðin úrræði eru þó í sumum tilfellum fyrir hendi sé nálgunarbann brotið. „Ef um er að ræða ítrekuð brot gegn nálgunarbanni þá höfum við það úrræði að geta skoðað svokallaða síbrotagæslu ef þau skilyrði gæsluvarðhalds eru uppfyllt. Þannig að þá förum við í það ferli,” segir Hulda. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Mál ungrar stúlku sem glímir við eltihrelli hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum en það getur reynst brotaþolum erfitt þegar nálgunarbann er brotið.Eva Riley hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eva fékk nálgunarbann á manninn í september en síðan hefur hann ítrekað brotið það að sögn Evu. Hún birti myndband á Facebook-síðu sinni á dögunum þar sem hún gagnrýnir úrræðaleysi lögreglu og geðheilbrigðisyfirvalda. „Nálgunarbannið gerði ekkert annað en að láta hann vita hvar ég bý, hvar amma mín býr, hvar mamma mín og pabbi búa. Það er ekkert gert,“ segir Eva. Hún segist hafa fengið símtal frá lögreglunni í framhaldi af birtingu myndbandsins og henni boðið að framvísa gögnum og leggja fram kæru. Nálgunarbannið dugar þannig skammt ef bannið er brotið en rannsaka þarf sérstaklega hvert brot.Önnur brot oft framin um leið „Það er gríðarlega mikilvægt að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu þegar um er að ræða brot gegn nálgunarbanni og þá fer af stað rannsókn í því máli,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eva gagnrýndi viðbrögð lögreglu þegar hún leitaði til embættisins milli jóla og nýárs en enginn ætti að mæta lokuðum dyrum hjá lögreglunni að sögn Huldu. Lögreglu beri að sjálfsögðu ávallt að sinna brotaþola en hún þarf jafnframt að geta sannað að brot hafi átt sér stað. „Stundum er samhliða þessu annað brot. Það getur þá verið hótun í skilaboðunum, það getur verið húsbrot og þá er það líka rannsakað þannig að það fer þá á stað bara ákveðið rannsóknarferli,” útskýrir Hulda. Ákveðin úrræði eru þó í sumum tilfellum fyrir hendi sé nálgunarbann brotið. „Ef um er að ræða ítrekuð brot gegn nálgunarbanni þá höfum við það úrræði að geta skoðað svokallaða síbrotagæslu ef þau skilyrði gæsluvarðhalds eru uppfyllt. Þannig að þá förum við í það ferli,” segir Hulda.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira