Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Gissur Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2018 12:40 Vegagerðin sem og björgunarsveitir hafa haft í mörg horn að líta í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. Þrír slösuðust þegr ekið var á björgunarsveitarbíl við Hellisheiði, sem stóð þar lokunarvaktina og ökumenn lentu víða í vandræðum, þrátt fyrir mjög litla umferð. Vegagerðin lokaði í morgun Hellisheiði, þrengslum, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Fróðárheiði og Hólasandi og á tólfta tímanum var Mývatns- og Möðrudalsöræfum líka lokað. Vind á að fara að lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum nú í hádeginu og suðvestanlands lægir upp ur hádeginu. Norðanlands verður vindur og skafrenningur í hámarki um miðjan daginn og lægir síðan en vindur gengur ekki niður á Vestfjörðum og við Breiðafjörð fyrr en í kvöld. Hviður mældust allt upp í 65 metra á sekúndu að Steinum undir Eyjafjöllum, sem er nálægt meti í byggð til þessa. Grjótfok braut meðal annars rúður í bílum, sem stóðu fyrir utan gistiheimili í grennd við Steina og mikið havarí varð í Vík í Mýrdal, þar sem Orri Örvarsson veitir björgunarsveitinni formennsku. Það er ekki alveg svona bjart yfir Vík í Mýrdal í dag.Vísir/Vilhelm„Það er búið að vera aftakaveður hérna í morgunsárið. Það hafa verið að fjúka þakplötur og lausamunir inn í þorpi, tuttugu feta gámur sem lagðist á hliðina. Við erum að berjast núna við að ganga frá björgunarsveitahúsinu,“ segir Orri.Var að fjúka af því líka? „Það fuku hérna tvær stórar þakplötur.“Hefur fokið valdið tjóni á húsum og bílum? „Ekki svo við vitum á bílum en eitthvað tjón á húsum.“Heldur fólk sig ekki bara innandyra á meðan þetta gengur yfir? „Jú, það er bara gott að það er ófært í þorpinu þannig að ferðamenn og aðrir komast ekkert um,“ segir Orri. Skammt fyrir austan Vík, eða nánar til tekið á brúnni yfir Múlakvísl, festist bílaleigubíll í skafli og lokaði brúnni. Fimm ungmenni sem voru í honum höfðu samband við Neyðarlínuna um klukkan fjögur í nótt, sem þegar sendi björgunarsveit á vettvang. Þá brá svo við að ungmennin neituðu að yfirgefa bílinn og færa sig yfir í björgunarsveitarbílinn, en til stóð að dráttarbíll kæmi svo bíl þeirar til Víkur. Björgunarmenn fóru því aftur heim og veðrið versnaði enn. En þegar tækifæri gafst var kranabíll sendur á vettvang, sem dró bílinn lausan, með öllum ungmennunum um borð, og fylgdi honum Til Víkur. Þá höfðu ungmennin hafst við í bílnum í sex klukkustundir, en varð ekki meint af. Tveir björgunarsveitarmennnn og ökumaður bíls, sem ók á bíl þeirra við lokunarpóst að Hellisheiði í morgun, meiddust og voru fluttir á slysadeild og ökumenn voru í vandræðum hér og þar um allt Suðurland í morgun. Veður Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. Þrír slösuðust þegr ekið var á björgunarsveitarbíl við Hellisheiði, sem stóð þar lokunarvaktina og ökumenn lentu víða í vandræðum, þrátt fyrir mjög litla umferð. Vegagerðin lokaði í morgun Hellisheiði, þrengslum, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Fróðárheiði og Hólasandi og á tólfta tímanum var Mývatns- og Möðrudalsöræfum líka lokað. Vind á að fara að lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum nú í hádeginu og suðvestanlands lægir upp ur hádeginu. Norðanlands verður vindur og skafrenningur í hámarki um miðjan daginn og lægir síðan en vindur gengur ekki niður á Vestfjörðum og við Breiðafjörð fyrr en í kvöld. Hviður mældust allt upp í 65 metra á sekúndu að Steinum undir Eyjafjöllum, sem er nálægt meti í byggð til þessa. Grjótfok braut meðal annars rúður í bílum, sem stóðu fyrir utan gistiheimili í grennd við Steina og mikið havarí varð í Vík í Mýrdal, þar sem Orri Örvarsson veitir björgunarsveitinni formennsku. Það er ekki alveg svona bjart yfir Vík í Mýrdal í dag.Vísir/Vilhelm„Það er búið að vera aftakaveður hérna í morgunsárið. Það hafa verið að fjúka þakplötur og lausamunir inn í þorpi, tuttugu feta gámur sem lagðist á hliðina. Við erum að berjast núna við að ganga frá björgunarsveitahúsinu,“ segir Orri.Var að fjúka af því líka? „Það fuku hérna tvær stórar þakplötur.“Hefur fokið valdið tjóni á húsum og bílum? „Ekki svo við vitum á bílum en eitthvað tjón á húsum.“Heldur fólk sig ekki bara innandyra á meðan þetta gengur yfir? „Jú, það er bara gott að það er ófært í þorpinu þannig að ferðamenn og aðrir komast ekkert um,“ segir Orri. Skammt fyrir austan Vík, eða nánar til tekið á brúnni yfir Múlakvísl, festist bílaleigubíll í skafli og lokaði brúnni. Fimm ungmenni sem voru í honum höfðu samband við Neyðarlínuna um klukkan fjögur í nótt, sem þegar sendi björgunarsveit á vettvang. Þá brá svo við að ungmennin neituðu að yfirgefa bílinn og færa sig yfir í björgunarsveitarbílinn, en til stóð að dráttarbíll kæmi svo bíl þeirar til Víkur. Björgunarmenn fóru því aftur heim og veðrið versnaði enn. En þegar tækifæri gafst var kranabíll sendur á vettvang, sem dró bílinn lausan, með öllum ungmennunum um borð, og fylgdi honum Til Víkur. Þá höfðu ungmennin hafst við í bílnum í sex klukkustundir, en varð ekki meint af. Tveir björgunarsveitarmennnn og ökumaður bíls, sem ók á bíl þeirra við lokunarpóst að Hellisheiði í morgun, meiddust og voru fluttir á slysadeild og ökumenn voru í vandræðum hér og þar um allt Suðurland í morgun.
Veður Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55
Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47