Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2018 20:31 Hinrik prins eiginmaður Margrétar II drottningar af Danmörku verður jarðsunginn með látlausri athöfn frá kirkju Kristjánsborgarhallar á þriðjudag. Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Hinrik prins lést eftir nokkurra vikna veikindi í Fredensborgarhöll klukkan tuttugu og þrjár mínútur yfir tólf á miðnætti að íslenskum tíma síðast liðna nótt í faðmi fjölskyldu sinnar, drottningarinnar og sona þeirra Friðriks krónprins og Jóakims. Útför hans fer fram á þriðjudag og verður látlaus að hans eigin ósk og munu aðeins fjölskylda hans og nánustu vinir vera við athöfnina. Lík Hinriks verður brennt og helmingi öskunnar dreift í hafið en hinn helmingurinn verður grafinn í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Margrét Þórhildur drottning var sátt við þá ákvörðun Hinriks að hvíla ekki við hlið hennar í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Hann sagðist ekki vilja hvíla við hlið drottningar í dauðanum þar sem honum hafi verið meinað að standa við hlið hennar í lifanda lífi, en hann þurfti ávalt að ganga nokkrum skrefum á eftir drottningunni. Þjóðarsorg mun ríkja í Danmörku í nokkrar vikur og fánar dregnir í hálfa stöng fram að útförinni. Í fyrramálið frá klukkan átta verður prinsinn hylltur með fallbyssuskotum í fjörutíu mínútur. Eftir það verður lík hans flutt í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn en á föstudag verður kista hans flutt í kirkjuna í Kristjánsborgarhöll þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína fram á mánudag. Danska þjóðin og danskir fjölmiðlar hafa alla tíð átt í súrsætu sambandi við prinsinn allt frá því hann gekk í hjónaband með Margréti Þórhildi hinn 10. júní 1967. Menntamálaráðherra Danmerkur skrifaði reyndar á Facebook síðu sína í dag að prinsinn hafi verið lagður í einelti og sagði marga sýna hræsni sína í dag þegar þeir syrgðu prinsinn. Hún hældi honum fyrir að hafa verið frumlegur og einlægur maður sem hafi gefið Danmörku mikið. Þótt Hinrik hafi verið hæddur fyrir franskan hreim sinn á dönskunni talaði hann fjölda tungumála og var hámenntaður. Hann var 83 ára þegar hann lést. Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Hinrik prins eiginmaður Margrétar II drottningar af Danmörku verður jarðsunginn með látlausri athöfn frá kirkju Kristjánsborgarhallar á þriðjudag. Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Hinrik prins lést eftir nokkurra vikna veikindi í Fredensborgarhöll klukkan tuttugu og þrjár mínútur yfir tólf á miðnætti að íslenskum tíma síðast liðna nótt í faðmi fjölskyldu sinnar, drottningarinnar og sona þeirra Friðriks krónprins og Jóakims. Útför hans fer fram á þriðjudag og verður látlaus að hans eigin ósk og munu aðeins fjölskylda hans og nánustu vinir vera við athöfnina. Lík Hinriks verður brennt og helmingi öskunnar dreift í hafið en hinn helmingurinn verður grafinn í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Margrét Þórhildur drottning var sátt við þá ákvörðun Hinriks að hvíla ekki við hlið hennar í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Hann sagðist ekki vilja hvíla við hlið drottningar í dauðanum þar sem honum hafi verið meinað að standa við hlið hennar í lifanda lífi, en hann þurfti ávalt að ganga nokkrum skrefum á eftir drottningunni. Þjóðarsorg mun ríkja í Danmörku í nokkrar vikur og fánar dregnir í hálfa stöng fram að útförinni. Í fyrramálið frá klukkan átta verður prinsinn hylltur með fallbyssuskotum í fjörutíu mínútur. Eftir það verður lík hans flutt í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn en á föstudag verður kista hans flutt í kirkjuna í Kristjánsborgarhöll þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína fram á mánudag. Danska þjóðin og danskir fjölmiðlar hafa alla tíð átt í súrsætu sambandi við prinsinn allt frá því hann gekk í hjónaband með Margréti Þórhildi hinn 10. júní 1967. Menntamálaráðherra Danmerkur skrifaði reyndar á Facebook síðu sína í dag að prinsinn hafi verið lagður í einelti og sagði marga sýna hræsni sína í dag þegar þeir syrgðu prinsinn. Hún hældi honum fyrir að hafa verið frumlegur og einlægur maður sem hafi gefið Danmörku mikið. Þótt Hinrik hafi verið hæddur fyrir franskan hreim sinn á dönskunni talaði hann fjölda tungumála og var hámenntaður. Hann var 83 ára þegar hann lést.
Margrét Þórhildur II Danadrottning Kóngafólk Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira