Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2018 12:30 Hópurinn var einstaklega flottur á rauða dreglinum. vísir/getty Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. Þetta var í annað skipti sem íslensk mynd er valin í aðalkeppni hátíðarinnar. Ísold Uggadóttir er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, en þetta er hennar fyrsta mynd í fullri lengd. Með aðalhlutverk fara leikkonurnar Kristín Þóra Haraldsdóttir og Babetida Sadjo. Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum. Íslold hefur áður leikstýrt stuttmyndunum Góðir gestir, Njálsgata, Clean og Útrás Reykjavík, sem allar voru valdar til sýninga á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlutu fjölda viðurkenninga. Ísold lauk meistaranámi í leikstjórn og handritagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2011. Sundance kvikmyndahátíðin hófst 18. janúar og var leikarahópurinn og aðstandendur kvikmyndarinnar mættir á rauða dregilinn í Bandaríkjunum í gær. Andið eðlilega keppir í öðrum af tveimur flokkum aðalkeppninnar, World Cinema Dramatic Competition, þar sem 12 kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna voru valdar úr þúsundum innsendra mynda. Hátíðin var stofnuð af leikaranum og leikstjóranum Robert Redford og telst ein virtasta kvikmyndahátíð Norður-Ameríku. Á meðal leikstjóra sem hófu frægðargöngu sína á Sundance eru Paul Thomas Anderson, Jim Jarmush, Steven Soderbergh, Wes Anderson, Darren Aronofsky, Quentin Tarantino og Coen bræður. Skúli Fr. Malmquist framleiðir myndina fyrir hönd Zik Zak kvikmynda, en meðframleiðendur eru þær Inga Lind Karlsdóttir, Lilja Ósk Snorradóttir og Birna Anna Björnsdóttir, auk meðframleiðenda frá Belgíu og Svíþjóð. Andið eðlilega verður frumsýnd á Íslandi í febrúar 2018 og mun Sena dreifa myndinni. The Match Factory sér um sölu og dreifingu á heimsvísu. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir af rauða dreglinum.Teitur Skúlason, Þódís Claessen, Patrik Nökkvi Pétursson, Colin Donner og Ísold Uggadóttir sem tekur hér mynd af hópnum á símann sinn.Vísir/gettyInga Lind Karlsdíttir, Kristin Þóra Haraldsdóttir, Teitur Skúlason, Patrik Nökkvi Pétursson, Ísold Uggadóttir, Þórdís Claessen, Babetida Sadjo, Colin Donner og Frederique Broos á frumsýningunni.vísir/gettyColin Donner og Babetida Sadjo en hún fer með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar.vísir/gettyAðalleikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir, Patrik Nökkvi Pétursson og Babetida Sadjo.vísir/getty Bíó og sjónvarp Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. Þetta var í annað skipti sem íslensk mynd er valin í aðalkeppni hátíðarinnar. Ísold Uggadóttir er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, en þetta er hennar fyrsta mynd í fullri lengd. Með aðalhlutverk fara leikkonurnar Kristín Þóra Haraldsdóttir og Babetida Sadjo. Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum. Íslold hefur áður leikstýrt stuttmyndunum Góðir gestir, Njálsgata, Clean og Útrás Reykjavík, sem allar voru valdar til sýninga á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlutu fjölda viðurkenninga. Ísold lauk meistaranámi í leikstjórn og handritagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2011. Sundance kvikmyndahátíðin hófst 18. janúar og var leikarahópurinn og aðstandendur kvikmyndarinnar mættir á rauða dregilinn í Bandaríkjunum í gær. Andið eðlilega keppir í öðrum af tveimur flokkum aðalkeppninnar, World Cinema Dramatic Competition, þar sem 12 kvikmyndir framleiddar utan Bandaríkjanna voru valdar úr þúsundum innsendra mynda. Hátíðin var stofnuð af leikaranum og leikstjóranum Robert Redford og telst ein virtasta kvikmyndahátíð Norður-Ameríku. Á meðal leikstjóra sem hófu frægðargöngu sína á Sundance eru Paul Thomas Anderson, Jim Jarmush, Steven Soderbergh, Wes Anderson, Darren Aronofsky, Quentin Tarantino og Coen bræður. Skúli Fr. Malmquist framleiðir myndina fyrir hönd Zik Zak kvikmynda, en meðframleiðendur eru þær Inga Lind Karlsdóttir, Lilja Ósk Snorradóttir og Birna Anna Björnsdóttir, auk meðframleiðenda frá Belgíu og Svíþjóð. Andið eðlilega verður frumsýnd á Íslandi í febrúar 2018 og mun Sena dreifa myndinni. The Match Factory sér um sölu og dreifingu á heimsvísu. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir af rauða dreglinum.Teitur Skúlason, Þódís Claessen, Patrik Nökkvi Pétursson, Colin Donner og Ísold Uggadóttir sem tekur hér mynd af hópnum á símann sinn.Vísir/gettyInga Lind Karlsdíttir, Kristin Þóra Haraldsdóttir, Teitur Skúlason, Patrik Nökkvi Pétursson, Ísold Uggadóttir, Þórdís Claessen, Babetida Sadjo, Colin Donner og Frederique Broos á frumsýningunni.vísir/gettyColin Donner og Babetida Sadjo en hún fer með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar.vísir/gettyAðalleikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir, Patrik Nökkvi Pétursson og Babetida Sadjo.vísir/getty
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira