Aðeins ein verðfyrirspurn og samningarnir allir munnlegir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. október 2018 09:15 Þó útboðsskylda myndist ekki ber sveitarfélögum að viðhafa samkeppni með verðfyrirspurnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK REYKJAVÍK Engir skriflegir verksamningar liggja til grundvallar framkvæmd við uppbyggingu og endurnýjun braggans við Nauthólsvík 100 og aðeins eru til í einu tilviki gögn sem sýna fram á að samanburðartilboða hafi verið leitað. Verkið fór aldrei í formlegt innkaupaferli heldur var samningum komið á með munnlegum hætti. Þetta kemur fram í áliti borgarlögmanns á fylgni við innkaupareglur við gerð samninga um braggann. Kostnaður við hann stendur nú í tæplega þrefalt hærri upphæð en upphafleg kostnaðaráætlun, í kringum 150 milljónir króna, gerði ráð fyrir. Í álitinu kemur fram að verkið hafi ekki verið útboðsskylt samkvæmt þágildandi lögum um opinber innkaup en hins vegar hafi innkaupareglur Reykjavíkurborgar voru þverbrotnar. Samkvæmt innkaupareglum borgarinnar er skylt að viðhafa innkaupaferli ef áætluð samningsfjárhæð er yfir 28 milljónum króna. Þó upphæð nái ekki útboðsfjárhæð er opinberum aðilum skylt að viðhafa samkeppni við innkaup, til dæmis með verðfyrirspurn meðal mögulegra þjónustuveitenda eða birgja. Í máli braggans var það aðeins einu sinni gert en sú fyrirspurn sneri að innkaupum á flísum. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi innkauparáðs er vikið að svari Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 2. október. „Ég ítreka það að það sem kom fram, að það hafi verið farið í verðfyrirspurnir en ekki útboð, það er það sem hefur komið fram í umfjöllun um málið.“ Í bókun fulltrúa meirihlutans segir að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar (SEA) hafi haldið því fram við borgarstjóra og aðra kjörna fulltrúa að notast hafi verið við verðfyrirspurnir í verkefninu. Erfitt sé fyrir kjörna fulltrúa að ganga út frá öðru en að slíkt sé rétt. Álit borgarlögmanns var lagt fram á fundi innkauparáðs borgarinnar í gær. Innkauparáð óskaði eftir því að álitið yrði unnið á fundi eftir fund þess 18. ágúst 2017. Ekki tókst að skila því fyrr en nú þar sem SEA veitti borgarlögmanni ekki tilskilin gögn til að unnt væri að vinna álitið. Beiðni um afhendingu gagnanna var ítrekuð í september, nóvember og desember í fyrra og aftur í janúar, febrúar, mars, maí, ágúst, september og október þessa árs. Ekki liggur fyrir hvers vegna það tók SEA svo langan tíma að svara erindinu. „Fengust svör [frá SEA þann 24. maí 2018] í tölvupósti að leggja þyrfti lokahönd á minnisblað sem yrði klárað eftir helgi og að síðan yrði samantekt unnin úr upplýsingum SEA um kostnað. Hvorugt barst og var sú beiðni ítrekuð 14. ágúst 2018. Þeirri beiðni svaraði verkefnastjóri SEA með tölvupósti 16. ágúst og kvaðst koma með gögnin í næstu viku,“ segir í áliti borgarlögmanns. Minnisblaðið lá fyrir um miðjan september. Ekki náðist í Óla Jón Hertervig, deildarstjóra SEA, eða Guðlaugu S. Sigurðardóttur, fjármálastjóra SEA, þrátt fyrir tilraunir þess efnis. Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún furðar sig á ofsafenginni umræðu um braggamálið Fyrrverandi borgarstjóri segir endurbyggingu braggans eiga fullan rétt á sér. 18. október 2018 21:00 Hrólfur axlar ábyrgð en vill uppbyggilegri umræðu í braggamálinu Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, segir að ríkt hafi óvissa um kostnað við braggann í Nauthólsvík. 18. október 2018 10:37 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
REYKJAVÍK Engir skriflegir verksamningar liggja til grundvallar framkvæmd við uppbyggingu og endurnýjun braggans við Nauthólsvík 100 og aðeins eru til í einu tilviki gögn sem sýna fram á að samanburðartilboða hafi verið leitað. Verkið fór aldrei í formlegt innkaupaferli heldur var samningum komið á með munnlegum hætti. Þetta kemur fram í áliti borgarlögmanns á fylgni við innkaupareglur við gerð samninga um braggann. Kostnaður við hann stendur nú í tæplega þrefalt hærri upphæð en upphafleg kostnaðaráætlun, í kringum 150 milljónir króna, gerði ráð fyrir. Í álitinu kemur fram að verkið hafi ekki verið útboðsskylt samkvæmt þágildandi lögum um opinber innkaup en hins vegar hafi innkaupareglur Reykjavíkurborgar voru þverbrotnar. Samkvæmt innkaupareglum borgarinnar er skylt að viðhafa innkaupaferli ef áætluð samningsfjárhæð er yfir 28 milljónum króna. Þó upphæð nái ekki útboðsfjárhæð er opinberum aðilum skylt að viðhafa samkeppni við innkaup, til dæmis með verðfyrirspurn meðal mögulegra þjónustuveitenda eða birgja. Í máli braggans var það aðeins einu sinni gert en sú fyrirspurn sneri að innkaupum á flísum. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi innkauparáðs er vikið að svari Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 2. október. „Ég ítreka það að það sem kom fram, að það hafi verið farið í verðfyrirspurnir en ekki útboð, það er það sem hefur komið fram í umfjöllun um málið.“ Í bókun fulltrúa meirihlutans segir að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar (SEA) hafi haldið því fram við borgarstjóra og aðra kjörna fulltrúa að notast hafi verið við verðfyrirspurnir í verkefninu. Erfitt sé fyrir kjörna fulltrúa að ganga út frá öðru en að slíkt sé rétt. Álit borgarlögmanns var lagt fram á fundi innkauparáðs borgarinnar í gær. Innkauparáð óskaði eftir því að álitið yrði unnið á fundi eftir fund þess 18. ágúst 2017. Ekki tókst að skila því fyrr en nú þar sem SEA veitti borgarlögmanni ekki tilskilin gögn til að unnt væri að vinna álitið. Beiðni um afhendingu gagnanna var ítrekuð í september, nóvember og desember í fyrra og aftur í janúar, febrúar, mars, maí, ágúst, september og október þessa árs. Ekki liggur fyrir hvers vegna það tók SEA svo langan tíma að svara erindinu. „Fengust svör [frá SEA þann 24. maí 2018] í tölvupósti að leggja þyrfti lokahönd á minnisblað sem yrði klárað eftir helgi og að síðan yrði samantekt unnin úr upplýsingum SEA um kostnað. Hvorugt barst og var sú beiðni ítrekuð 14. ágúst 2018. Þeirri beiðni svaraði verkefnastjóri SEA með tölvupósti 16. ágúst og kvaðst koma með gögnin í næstu viku,“ segir í áliti borgarlögmanns. Minnisblaðið lá fyrir um miðjan september. Ekki náðist í Óla Jón Hertervig, deildarstjóra SEA, eða Guðlaugu S. Sigurðardóttur, fjármálastjóra SEA, þrátt fyrir tilraunir þess efnis.
Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún furðar sig á ofsafenginni umræðu um braggamálið Fyrrverandi borgarstjóri segir endurbyggingu braggans eiga fullan rétt á sér. 18. október 2018 21:00 Hrólfur axlar ábyrgð en vill uppbyggilegri umræðu í braggamálinu Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, segir að ríkt hafi óvissa um kostnað við braggann í Nauthólsvík. 18. október 2018 10:37 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún furðar sig á ofsafenginni umræðu um braggamálið Fyrrverandi borgarstjóri segir endurbyggingu braggans eiga fullan rétt á sér. 18. október 2018 21:00
Hrólfur axlar ábyrgð en vill uppbyggilegri umræðu í braggamálinu Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, segir að ríkt hafi óvissa um kostnað við braggann í Nauthólsvík. 18. október 2018 10:37
Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent