Telja fangelsismálayfirvöld brjóta lög Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2018 21:30 Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir brotið á mannréttindum fanga því réttarstaða þeirra sem vinnandi einstaklinga sé enginn. ASÍ telur fangelsismálayfirvöld brjóta lög. Fangelsismálastjóri vísar þessum ásökunum á bug. Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í dag kemur fram að þeim hafi ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Fangarnir sinni meðal annars störfum iðnaðarmanna en fái eingöngu greiddar 400 krónur á tímann en útseld vinna sé 800 krónur. Fangelsið rukkar mismuninn vegna fyrirhafnar og kostnaðar. Fangarnir fái því ekki greitt samkvæmt kjarsamningum þeirra starfa sem þeir sinna og vinna sér ekki inn nein réttindi. „Fólk sem að dæmt er til refsingar á að sæta nákvæmlega sömu mannréttindum og allir aðrir. Það á svo sannarlega við þegar þeir eru að störfum í hinu almenna atvinnulífi utan fangelsismúranna. Þá er ekkert í íslenskum lögum, hvorki í vinnurétti eða í lögum er varðar fullnustu refsinga, sem heimilar það að verkamenn séu seldir út á einhverjum 800 krónum á tímann og fái fyrir það 400 krónur í vasann. Það teljum við bara ekki lögmætt," bendir Magnús á. Vísar ásökunum á bugPáll Winkel fangelsismálastjóri vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við Vísi fyrr í dag. „Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa," bendi hann á. Magnús bendir hinsvegar á að skoða þurfi þetta í heild sinni. „Alþýðusambandi gerði fyrir á öðrum áratugum síðan athugsemd við það að fangar nytu engra réttinda fyrir þá vinnu sem er unnin í fangelsunum. Oft er staðan sú að þessir menn eru í fangelsum árum saman, jafnvel áratugum saman, án þess nokkurntímann að ávinna sér lífeyrisréttindi eða nokkur vinnumarkaðsleg réttindi. Staða þeirra er því mjög veik þegar þeir koma út úr fangelsunum," segir hann. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir brotið á mannréttindum fanga því réttarstaða þeirra sem vinnandi einstaklinga sé enginn. ASÍ telur fangelsismálayfirvöld brjóta lög. Fangelsismálastjóri vísar þessum ásökunum á bug. Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í dag kemur fram að þeim hafi ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Fangarnir sinni meðal annars störfum iðnaðarmanna en fái eingöngu greiddar 400 krónur á tímann en útseld vinna sé 800 krónur. Fangelsið rukkar mismuninn vegna fyrirhafnar og kostnaðar. Fangarnir fái því ekki greitt samkvæmt kjarsamningum þeirra starfa sem þeir sinna og vinna sér ekki inn nein réttindi. „Fólk sem að dæmt er til refsingar á að sæta nákvæmlega sömu mannréttindum og allir aðrir. Það á svo sannarlega við þegar þeir eru að störfum í hinu almenna atvinnulífi utan fangelsismúranna. Þá er ekkert í íslenskum lögum, hvorki í vinnurétti eða í lögum er varðar fullnustu refsinga, sem heimilar það að verkamenn séu seldir út á einhverjum 800 krónum á tímann og fái fyrir það 400 krónur í vasann. Það teljum við bara ekki lögmætt," bendir Magnús á. Vísar ásökunum á bugPáll Winkel fangelsismálastjóri vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við Vísi fyrr í dag. „Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa," bendi hann á. Magnús bendir hinsvegar á að skoða þurfi þetta í heild sinni. „Alþýðusambandi gerði fyrir á öðrum áratugum síðan athugsemd við það að fangar nytu engra réttinda fyrir þá vinnu sem er unnin í fangelsunum. Oft er staðan sú að þessir menn eru í fangelsum árum saman, jafnvel áratugum saman, án þess nokkurntímann að ávinna sér lífeyrisréttindi eða nokkur vinnumarkaðsleg réttindi. Staða þeirra er því mjög veik þegar þeir koma út úr fangelsunum," segir hann.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira