Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. nóvember 2018 07:00 Samfylkingarfólk kynnir breytingatillögur sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak. Það er skorið niður hjá þeim hópum sem ekki nutu góðærisins og hefði þurft að verja,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um fjárlagafrumvarpið og breytingartillögur meirihlutans. Hann segir hugmyndir stjórnarflokkanna óásættanlegar og stríða gegn siðferðiskennd sinni. Samfylkingin hefur lagt fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið. „Allar okkar tillögur eru fjármagnaðar, ábyrgar og koma þeim sem verst standa og millitekjufólki best,“ segir Oddný Harðardóttir þingflokksformaður. Tillögurnar gera ráð fyrir 24 milljarða auknum útgjöldum og að tekjurnar aukist um 26 milljarða. „Aðalatriðið er að við viljum að tekjuafgangur ríkissjóðs sé rúmur þannig að hægt sé að ganga á afganginn þegar að kreppir en að öryrkjar og þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda þurfi ekki að taka á sig skellinn,“ segir Oddný. Meðal tillagnanna er aukið fé til aldraðra og öryrkja, barna- og vaxtabóta auk húsnæðisstuðnings. Þá er lagt til að bætt verði í fjárveitingar til samgöngu- og heilbrigðismála auk ýmissa annarra verkefna. Samfylkingin vill fjármagna þessar tillögur með því að falla frá lækkun veiðigjalds, hækka fjármagnstekjuskatt og kolefnisgjald, setja aftur á auðlegðarskatt sem verði tekju- og eignatengdur, setja á sykurskatt og bæta eftirlit með skattundanskotum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak. Það er skorið niður hjá þeim hópum sem ekki nutu góðærisins og hefði þurft að verja,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um fjárlagafrumvarpið og breytingartillögur meirihlutans. Hann segir hugmyndir stjórnarflokkanna óásættanlegar og stríða gegn siðferðiskennd sinni. Samfylkingin hefur lagt fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið. „Allar okkar tillögur eru fjármagnaðar, ábyrgar og koma þeim sem verst standa og millitekjufólki best,“ segir Oddný Harðardóttir þingflokksformaður. Tillögurnar gera ráð fyrir 24 milljarða auknum útgjöldum og að tekjurnar aukist um 26 milljarða. „Aðalatriðið er að við viljum að tekjuafgangur ríkissjóðs sé rúmur þannig að hægt sé að ganga á afganginn þegar að kreppir en að öryrkjar og þeir sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda þurfi ekki að taka á sig skellinn,“ segir Oddný. Meðal tillagnanna er aukið fé til aldraðra og öryrkja, barna- og vaxtabóta auk húsnæðisstuðnings. Þá er lagt til að bætt verði í fjárveitingar til samgöngu- og heilbrigðismála auk ýmissa annarra verkefna. Samfylkingin vill fjármagna þessar tillögur með því að falla frá lækkun veiðigjalds, hækka fjármagnstekjuskatt og kolefnisgjald, setja aftur á auðlegðarskatt sem verði tekju- og eignatengdur, setja á sykurskatt og bæta eftirlit með skattundanskotum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira