Þá verður haldið áfram umfjöllun um mál ungs fólks í kynleiðréttingarferli, en afar misjafnt er hvort það fær nafni sínu breytt í framhaldsskólum. Menntaskólinn við Sund er ófáanlegur til að breyta nafni ungs karlmanns, og kýs að kalla hann áfram konunafni. Kvennaskólinn átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með að laga sig að óskum nema í svipaðri stöðu.
Tveir menn eru í framboði til embættis forseta Alþýðusambandsin. Við tölum við þá.
Enginn vafi er á því hvaða frétt mun vekja mesta athygli hjá okkur í kvöld. Það er umfjöllun Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar um tíkina Irmu, sem lenti í mikilli sorg en tók gleði sína á ný þegar hún tók í fóstur nýfæddan kettling.