Telur það ekki virðingarleysi að nota íslenska þjóðsönginn í auglýsingaskyni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2018 19:30 Þingmaður Pírata hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust til breytingar á lögum um íslenska þjóðsönginn. Hann efast um að lögin standist ákvæði stjórnarskárinnar um tjáningarfrelsi.Helgi Hrafn Gunnarsson.Skjáskot/Stöð 2Í lögum um þjóðsöng Íslendinga kemur fram að hann megi ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Óheimilt er að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ákvæði laganna stangast á við tjáningarfrelsi stjórnarskrárinnar. „Ég fæ ekki séð hvernig lögin, eins og þau eru í dag, standist tjáningarfrelsisákvæði stjórnarakrárinnar. Núgildandi tjáningarfrelsisákvæði komu 12 árum eftir að þessi lög voru sett,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann hefur lokið við gerð frumvarpsins, en vinnan tók einungis eina kvöldstund. Frumvarpið á að auðvelda notkun þjóðsöngsins, hvort sem það er í auglýsingaskyni eða ekki. Lög um þjóðsöng ÍslendingaSkjáskot úr frétt„Ég er ekki á þeirri skoðun að það sé á nokkurn hátt virðingarleysi gagnvart þjóðsöngnum að nota hann í auglýsingaskyni eða flytja hann öðruvísi en í sinni upprunalegu mynd. Þvert á móti finnst mér það vera honum til tekna og sóma að vera notaður meira. Að vera notaður í nýjum listaverkum eða vera fluttur í frumlegri mynd. Ég skil ekki af hverju við ætlum að hóta fólki sektum eða fangelsisvist fyrir að gera það. Mér finnst það fráleitt,“ segir Helgi Hrafn. Þá segir hann það misskilning að hann sé að leggja til breytingar á þjóðsöngnum sjálfum „Þvert á móti, ég vil endilega auka frelsi fólks til að nota hann,“ segir Helgi Hrafn. Tengdar fréttir Katrín víkur sæti og felur Bjarna að skoða þjóðsöngsmálið Forsætisráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. 10. ágúst 2018 14:25 Helgi situr við skriftir til að fá lögum um þjóðsönginn breytt Þingmaðurinn telur lögin algjöra vitleysu og ekki standast ákvæði í stjórnarskránni um tjáningarfrelsi. 11. ágúst 2018 19:38 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Þingmaður Pírata hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust til breytingar á lögum um íslenska þjóðsönginn. Hann efast um að lögin standist ákvæði stjórnarskárinnar um tjáningarfrelsi.Helgi Hrafn Gunnarsson.Skjáskot/Stöð 2Í lögum um þjóðsöng Íslendinga kemur fram að hann megi ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Óheimilt er að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ákvæði laganna stangast á við tjáningarfrelsi stjórnarskrárinnar. „Ég fæ ekki séð hvernig lögin, eins og þau eru í dag, standist tjáningarfrelsisákvæði stjórnarakrárinnar. Núgildandi tjáningarfrelsisákvæði komu 12 árum eftir að þessi lög voru sett,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann hefur lokið við gerð frumvarpsins, en vinnan tók einungis eina kvöldstund. Frumvarpið á að auðvelda notkun þjóðsöngsins, hvort sem það er í auglýsingaskyni eða ekki. Lög um þjóðsöng ÍslendingaSkjáskot úr frétt„Ég er ekki á þeirri skoðun að það sé á nokkurn hátt virðingarleysi gagnvart þjóðsöngnum að nota hann í auglýsingaskyni eða flytja hann öðruvísi en í sinni upprunalegu mynd. Þvert á móti finnst mér það vera honum til tekna og sóma að vera notaður meira. Að vera notaður í nýjum listaverkum eða vera fluttur í frumlegri mynd. Ég skil ekki af hverju við ætlum að hóta fólki sektum eða fangelsisvist fyrir að gera það. Mér finnst það fráleitt,“ segir Helgi Hrafn. Þá segir hann það misskilning að hann sé að leggja til breytingar á þjóðsöngnum sjálfum „Þvert á móti, ég vil endilega auka frelsi fólks til að nota hann,“ segir Helgi Hrafn.
Tengdar fréttir Katrín víkur sæti og felur Bjarna að skoða þjóðsöngsmálið Forsætisráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. 10. ágúst 2018 14:25 Helgi situr við skriftir til að fá lögum um þjóðsönginn breytt Þingmaðurinn telur lögin algjöra vitleysu og ekki standast ákvæði í stjórnarskránni um tjáningarfrelsi. 11. ágúst 2018 19:38 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Katrín víkur sæti og felur Bjarna að skoða þjóðsöngsmálið Forsætisráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í tengslum við skoðun forsætisráðuneytisins á notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í auglýsingum stofnunarinnar. 10. ágúst 2018 14:25
Helgi situr við skriftir til að fá lögum um þjóðsönginn breytt Þingmaðurinn telur lögin algjöra vitleysu og ekki standast ákvæði í stjórnarskránni um tjáningarfrelsi. 11. ágúst 2018 19:38