Tveir bjóða sig fram til forseta ASÍ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2018 19:45 Drífa Snædal og Sverrir Már Albertsson sækjast eftir forsetastól Alþýðusambandsins. Báðir frambjóðendur eru sammála um að endurskoða þurfi skattkerfið. Von er á hörðum vetri þegar litið er til kjaramála en fjölmargir samningar losna um áramótin.Drífa Snædal og Sverrir Már Albertsson.Vísir/Samsett„Áherslurnar hafa aðallega verið á félagslegt réttlæti, það er að segja að skattkerfinu sé beitt í þágu jöfnuðar. Að við gefum í í húsnæðismálum og að það sé tekið hressilega á félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Drífa Snædal. „Áherslunar hjá mér eru þær að við þurfum að byggja upp traust. Það hefur verið óvægin umræða um Alþýðusambandið á samfélagsmiðlum,“ segir Sverrir Már Albertsson. Þá segir hann að mikilvægt að endurvekja þá hugsun að allt vald sambandsins komi frá aðildarfélögunum og að allt vald aðildarfélaganna komi frá félagsmönnum. Þungt ár er framundan þar sem fjölmargir kjarasamningar losna um áramótin. „Ég myndi segja að það væri töluvert á ábyrgð stjórnvalda og að sjálfsögðu viðsemjenda okkar, hvort það verði hér rólegt eða ekki á vinnumarkaðnum á næsta ári,“ segir Drífa.Hvernig geta stjórnvöld brugðist við?„Þau geta brugðist við með því að breyta skattkerfinu og þá skiptir ekki öllu máli hvernig það verði gert heldur að það verði notað til jöfnuðar. Svo þurfa atvinnurekendur að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að ganga til kjarasamninga og hafa það virkilega í kröfum sínum að hér verði samið um laun undir því sem kostar að lifa af,“ segir Drífa. „Frjálshyggjan og uppgangur yfirstéttanna er búinn að vera fram úr hófi síðustu ár. Miðskiptingin er orðin verulega mikil og ef að stjórnvöld ætla á einhvern hátt að stefna að friði á vinnumarkaði á næsta ári þá þurfa þau að fara í verulega endurskoðun á skattakerfi og millifærslukerfi,“ segir Sverrir. Gengið verður til kosninga í lok óktóber. Kjaramál Tengdar fréttir Drífa vill verða forseti ASÍ Drífa Snædal hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ASÍ. 7. ágúst 2018 10:09 Drífa Snædal býður sig fram: „Ef við náum saman halda okkur engin bönd“ Drífa býður sig fram til embættis forseta Alþýðusambands Íslands. 7. ágúst 2018 15:00 „Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum ef við förum ekki að stíga inn í“ Sjúkrasjóðir VR eru komnir að þolmörkum. Vísbendingar eru um að fleiri finni fyrir kulnun í starfi. 3. ágúst 2018 10:40 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Drífa Snædal og Sverrir Már Albertsson sækjast eftir forsetastól Alþýðusambandsins. Báðir frambjóðendur eru sammála um að endurskoða þurfi skattkerfið. Von er á hörðum vetri þegar litið er til kjaramála en fjölmargir samningar losna um áramótin.Drífa Snædal og Sverrir Már Albertsson.Vísir/Samsett„Áherslurnar hafa aðallega verið á félagslegt réttlæti, það er að segja að skattkerfinu sé beitt í þágu jöfnuðar. Að við gefum í í húsnæðismálum og að það sé tekið hressilega á félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Drífa Snædal. „Áherslunar hjá mér eru þær að við þurfum að byggja upp traust. Það hefur verið óvægin umræða um Alþýðusambandið á samfélagsmiðlum,“ segir Sverrir Már Albertsson. Þá segir hann að mikilvægt að endurvekja þá hugsun að allt vald sambandsins komi frá aðildarfélögunum og að allt vald aðildarfélaganna komi frá félagsmönnum. Þungt ár er framundan þar sem fjölmargir kjarasamningar losna um áramótin. „Ég myndi segja að það væri töluvert á ábyrgð stjórnvalda og að sjálfsögðu viðsemjenda okkar, hvort það verði hér rólegt eða ekki á vinnumarkaðnum á næsta ári,“ segir Drífa.Hvernig geta stjórnvöld brugðist við?„Þau geta brugðist við með því að breyta skattkerfinu og þá skiptir ekki öllu máli hvernig það verði gert heldur að það verði notað til jöfnuðar. Svo þurfa atvinnurekendur að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að ganga til kjarasamninga og hafa það virkilega í kröfum sínum að hér verði samið um laun undir því sem kostar að lifa af,“ segir Drífa. „Frjálshyggjan og uppgangur yfirstéttanna er búinn að vera fram úr hófi síðustu ár. Miðskiptingin er orðin verulega mikil og ef að stjórnvöld ætla á einhvern hátt að stefna að friði á vinnumarkaði á næsta ári þá þurfa þau að fara í verulega endurskoðun á skattakerfi og millifærslukerfi,“ segir Sverrir. Gengið verður til kosninga í lok óktóber.
Kjaramál Tengdar fréttir Drífa vill verða forseti ASÍ Drífa Snædal hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ASÍ. 7. ágúst 2018 10:09 Drífa Snædal býður sig fram: „Ef við náum saman halda okkur engin bönd“ Drífa býður sig fram til embættis forseta Alþýðusambands Íslands. 7. ágúst 2018 15:00 „Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum ef við förum ekki að stíga inn í“ Sjúkrasjóðir VR eru komnir að þolmörkum. Vísbendingar eru um að fleiri finni fyrir kulnun í starfi. 3. ágúst 2018 10:40 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Drífa vill verða forseti ASÍ Drífa Snædal hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ASÍ. 7. ágúst 2018 10:09
Drífa Snædal býður sig fram: „Ef við náum saman halda okkur engin bönd“ Drífa býður sig fram til embættis forseta Alþýðusambands Íslands. 7. ágúst 2018 15:00
„Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum ef við förum ekki að stíga inn í“ Sjúkrasjóðir VR eru komnir að þolmörkum. Vísbendingar eru um að fleiri finni fyrir kulnun í starfi. 3. ágúst 2018 10:40