„Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum ef við förum ekki að stíga inn í“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 10:40 Sjúkrasjóðir VR eru komnir að þolmörkum. Vísbendingar eru um að fleiri finni fyrir kulnun í starfi. „Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum ef við förum ekki að stíga inn í,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR um ástandið á vinnumarkaði vegna kulnunar í starfi. Að sögn Ragnars sé það að aukast fólk lendi inn á örorku vegna kulnunar í starfi og sjúkrasjóður VR er kominn að þolmörkum. Ragnar segir sama þróun sé að eiga sér stað núna og var á eftirhrunsárunum þegar greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga fóru yfir öll áður þekkt mörk. Ragnar segir að tölfræðin sýni að kulnun í starfi fari vaxandi. Sjá einnig: Segir kulnun oft tengjast slæmum stjórnunarháttum og aðbúnaði „Nú erum við bara í þeim sporum að það verður einfaldlega að gera eitthvað vegna þess að við erum að missa alltaf stærri og stærri hópa af fullfrísku og vinnandi fólki yfir á langvarandi örorku og þetta er að kosta samfélagið alveg gríðarlegar upphæðir, án þess að ég vilji vera að setja þetta í samhengi við krónur og aura,“ segir Ragnar.Annað hvort að hækka gjöld eða skerða þjónustu Þegar sjúkrasjóðir stéttarfélaganna fara yfir þolmörk segir Ragnar að það sé aðeins tvennt í stöðunni. Annað hvort þurfi að hækka iðgjöldin í sjúkrasjóðina eða skerða réttindi starfsfólks. „Það var gert hjá Kennarasambandinu í fyrra, þá þurfti að skerða réttindi um 20% til að geta haldið áfram. Þá er búið að skerða öryggisnetið um 20%“ segir Ragnar. „Þeir sem hafa upplifað eða orðið vitni að [kulnun í starfi] vita hversu alvarlegt þetta er; að vera með einstakling í fanginu sem hefur lent alvarlega á vegg er bara miklu meira en að segja það. Þetta er mjög alvarlegt mál og stórt samfélagslegt mál,“ segir Ragnar sem bendir á að því lengur sem ástandið varir og vinnusambandið rofnar þeim mun meiri hætta sé á því að fólk nái sér ekki á strik. „Þeir sem lenda í örorku eða kulnun lenda margir hverjir í langvarandi framfærsluvanda vegna þess að með skerðingum refsa kerfin fólki fyrir að reyna að bjarga sér.“ Það sé þannig sem fólk læsist inni í sárri fátæktKulnun í starfi er vaxandi vandamál hér á landi.vísir/getty„Þú birtir ekki mynd af makanum þínum sofandi þriðju nóttina í röð í stofunni“ Ragnar segir að það séu fjölmargir þættir sem spili inn í aukningu á kulnun í starfi og þar spili samfélagsmiðlarnir inn í þar sem hið flotta og fallega líf er dregið fram í máli og myndum. „Þú birtir ekki mynd af makanum þínum sofandi þriðju nóttina í röð í stofunni, eða mynd af barninu þínu að falla fjórða árið í röð í framhaldsskóla,“ segir Ragnar um samfélagsmiðlahegðun. VR hefur undanfarnar vikur staðið fyrir auglýsingaherferð um kulnun í starfi. Ragnar vill kalla þetta forvarnarverkefni því hann vilji hafa fyrirbyggjandi áhrif. Markmiðið með auglýsingaherferðinni er að starfsfólk þekki einkennin og séu vakandi fyrir geðheilsu sinni. Þá segir Ragnar að skilaboðin séu ekki síst til yfirmanna og samstarfsfólks því fólk þekki oftar en ekki eigin mörk. „Ég veit það bara af eigin reynslu að ef ég hefði haft eins mikla vitneskju og ég hef í dag um kulnun í starfi þá hefði ég hugsanlega geta stigið inn í eitt tilvik sjálfur á fyrri stigum,“ segir Ragnar um mikilvægi þess að hver og einn passi upp á samstarfsfélaga sína. Starfsumhverfið þarf að vera gottEn hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja þetta? Sjúkrasjóðir eru plástrar og starfsfólkið fer væntanlega inn í sama starfsumhverfi og það hrærðist í áður og olli vanlíðan og streitu. „Þetta er mjög góður punktur, það er margt sem við vitum en líka margt sem við þurfum að rannsaka betur. Við vitum þó að vinnukúltúr hefur mjög mikið að segja. Við höfum verið að verðlauna marga af þessum þáttum sem snúa að almennri ánægju á vinnustað, ánægju með yfirmenn, starfsumhverfi, starfskjör og upplýsingaflæði og við sjáum það í þeim fyrirtækjum sem hafa komið vel út hjá Fyrirtækjum ársins hjá VR þá er vinnukúltúr mjög góður,“ segir Ragnar. Ragnar segir að misskipting auðsins og himinháar bónusgreiðslur hljóta að spila inn í þessa aukningu. „Það hlýtur að hafa áhrif á vinnukúltúr að útvaldir njóta velgengni fyrirtækis vegna vinnuframlags starfsfólks þar sem fólk er lamið áfram til að ná einhverjum árangri sem margir njóta góðs af,“ segir Ragnar. Stórt rannsóknarverkefni um kulnun í starfi hefst með haustinu. Að rannsókninni stendur VIRK, stjórnvöld, ASÍ og fleiri aðilar. Rannsóknarhópurinn hefur fundað á undanförnum vikum og hefur verið að greina það sem hann vill rannsaka. Tengdar fréttir Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun 1. maí 2018 20:30 Segir kulnun oft tengjast slæmum stjórnunarháttum og aðbúnaði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í leiðtogafræðum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir að ábyrgð og þáttur yfirmanna sé mikill þegar komi að þessum vaxandi vanda í samfélaginu sem kulnun er. 27. júlí 2018 17:00 Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum ef við förum ekki að stíga inn í,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR um ástandið á vinnumarkaði vegna kulnunar í starfi. Að sögn Ragnars sé það að aukast fólk lendi inn á örorku vegna kulnunar í starfi og sjúkrasjóður VR er kominn að þolmörkum. Ragnar segir sama þróun sé að eiga sér stað núna og var á eftirhrunsárunum þegar greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga fóru yfir öll áður þekkt mörk. Ragnar segir að tölfræðin sýni að kulnun í starfi fari vaxandi. Sjá einnig: Segir kulnun oft tengjast slæmum stjórnunarháttum og aðbúnaði „Nú erum við bara í þeim sporum að það verður einfaldlega að gera eitthvað vegna þess að við erum að missa alltaf stærri og stærri hópa af fullfrísku og vinnandi fólki yfir á langvarandi örorku og þetta er að kosta samfélagið alveg gríðarlegar upphæðir, án þess að ég vilji vera að setja þetta í samhengi við krónur og aura,“ segir Ragnar.Annað hvort að hækka gjöld eða skerða þjónustu Þegar sjúkrasjóðir stéttarfélaganna fara yfir þolmörk segir Ragnar að það sé aðeins tvennt í stöðunni. Annað hvort þurfi að hækka iðgjöldin í sjúkrasjóðina eða skerða réttindi starfsfólks. „Það var gert hjá Kennarasambandinu í fyrra, þá þurfti að skerða réttindi um 20% til að geta haldið áfram. Þá er búið að skerða öryggisnetið um 20%“ segir Ragnar. „Þeir sem hafa upplifað eða orðið vitni að [kulnun í starfi] vita hversu alvarlegt þetta er; að vera með einstakling í fanginu sem hefur lent alvarlega á vegg er bara miklu meira en að segja það. Þetta er mjög alvarlegt mál og stórt samfélagslegt mál,“ segir Ragnar sem bendir á að því lengur sem ástandið varir og vinnusambandið rofnar þeim mun meiri hætta sé á því að fólk nái sér ekki á strik. „Þeir sem lenda í örorku eða kulnun lenda margir hverjir í langvarandi framfærsluvanda vegna þess að með skerðingum refsa kerfin fólki fyrir að reyna að bjarga sér.“ Það sé þannig sem fólk læsist inni í sárri fátæktKulnun í starfi er vaxandi vandamál hér á landi.vísir/getty„Þú birtir ekki mynd af makanum þínum sofandi þriðju nóttina í röð í stofunni“ Ragnar segir að það séu fjölmargir þættir sem spili inn í aukningu á kulnun í starfi og þar spili samfélagsmiðlarnir inn í þar sem hið flotta og fallega líf er dregið fram í máli og myndum. „Þú birtir ekki mynd af makanum þínum sofandi þriðju nóttina í röð í stofunni, eða mynd af barninu þínu að falla fjórða árið í röð í framhaldsskóla,“ segir Ragnar um samfélagsmiðlahegðun. VR hefur undanfarnar vikur staðið fyrir auglýsingaherferð um kulnun í starfi. Ragnar vill kalla þetta forvarnarverkefni því hann vilji hafa fyrirbyggjandi áhrif. Markmiðið með auglýsingaherferðinni er að starfsfólk þekki einkennin og séu vakandi fyrir geðheilsu sinni. Þá segir Ragnar að skilaboðin séu ekki síst til yfirmanna og samstarfsfólks því fólk þekki oftar en ekki eigin mörk. „Ég veit það bara af eigin reynslu að ef ég hefði haft eins mikla vitneskju og ég hef í dag um kulnun í starfi þá hefði ég hugsanlega geta stigið inn í eitt tilvik sjálfur á fyrri stigum,“ segir Ragnar um mikilvægi þess að hver og einn passi upp á samstarfsfélaga sína. Starfsumhverfið þarf að vera gottEn hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja þetta? Sjúkrasjóðir eru plástrar og starfsfólkið fer væntanlega inn í sama starfsumhverfi og það hrærðist í áður og olli vanlíðan og streitu. „Þetta er mjög góður punktur, það er margt sem við vitum en líka margt sem við þurfum að rannsaka betur. Við vitum þó að vinnukúltúr hefur mjög mikið að segja. Við höfum verið að verðlauna marga af þessum þáttum sem snúa að almennri ánægju á vinnustað, ánægju með yfirmenn, starfsumhverfi, starfskjör og upplýsingaflæði og við sjáum það í þeim fyrirtækjum sem hafa komið vel út hjá Fyrirtækjum ársins hjá VR þá er vinnukúltúr mjög góður,“ segir Ragnar. Ragnar segir að misskipting auðsins og himinháar bónusgreiðslur hljóta að spila inn í þessa aukningu. „Það hlýtur að hafa áhrif á vinnukúltúr að útvaldir njóta velgengni fyrirtækis vegna vinnuframlags starfsfólks þar sem fólk er lamið áfram til að ná einhverjum árangri sem margir njóta góðs af,“ segir Ragnar. Stórt rannsóknarverkefni um kulnun í starfi hefst með haustinu. Að rannsókninni stendur VIRK, stjórnvöld, ASÍ og fleiri aðilar. Rannsóknarhópurinn hefur fundað á undanförnum vikum og hefur verið að greina það sem hann vill rannsaka.
Tengdar fréttir Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun 1. maí 2018 20:30 Segir kulnun oft tengjast slæmum stjórnunarháttum og aðbúnaði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í leiðtogafræðum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir að ábyrgð og þáttur yfirmanna sé mikill þegar komi að þessum vaxandi vanda í samfélaginu sem kulnun er. 27. júlí 2018 17:00 Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15 Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Segir kulnun oft tengjast slæmum stjórnunarháttum og aðbúnaði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í leiðtogafræðum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir að ábyrgð og þáttur yfirmanna sé mikill þegar komi að þessum vaxandi vanda í samfélaginu sem kulnun er. 27. júlí 2018 17:00
Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Einkennin eru fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. 26. júlí 2018 20:15