Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2018 19:55 Skjóta þarf lagastoð undir hagsmunaskráningu ráðherra, þingmanna og fleiri í stjórnsýslunni og gera skráninguna víðtækari, að sögn Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún leggur áherslu á að stjórnsýslan verði gagnsæ almenningi enda eigi hún að þjóna honum. Eitt fyrsta verk Katrínar í embættis forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem fékk það hlutverk að kanna hvernig mætti auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Í skýrslu hópsins sem birt var í dag er meðal annars vitnað í kannanir þar sem fram kom að 70% landsmanna telji mikla spillingu í stjórnkerfinu og atvinnulífinu. Katrín sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að upplýsingar sem þessar í skýrslunni væru ekki nýjar af nálinni. Ýmsar tillögur sem hópurinn lagði fram séu einnig kunnuglegar og vinna sé þegar hafin við sumar þeirra, þar á meðal birtingu hagsmunaskráningar ráðherra og þingmanna en einnig aðstoðarmanna þeirra og ráðuneytisstjóra. „Það þarf hins vegar að skjóta lagastoð undir þá birtingu og hagsmunaskráningu. Hún þarf að vera víðtækari og taka til fleiri þátta en hún gerir í dag,“ sagði forsætisráðherra.Almenningur geti áttað sig á kerfinu Katrín sagði að traust á stjórnmálum yrði ekki endurheimt með því að skipa starfshóp en mikilvægt væri að ramma vandamálið inn eins og hópurinn hefði nú gert. Hópurinn leggi meðal annars til að stjórnvöld setji sér stefnu um heilindaramma í stjórnsýslu og stjórnmálum. Markmiðið væri að byggja á heilindahugtakinu. Ráðherrann kynnir Alþingi skýrslu hópsins á næstu. Sagði Katrín mikilvægt að skýrslan fái umræðu því hún varði stjórnmálin í heild, ekki aðeins framkvæmdavaldið. „Hún snýst fyrst og fremst um það hvernig við getum byggt kerfið upp að það sé gagnsætt öllum almenningi og almenningur geti í raun og veru áttað sig á því hvernig kerfið virkar því kerfið er hér fyrir almenning og það er til að tryggja jafnræði borgaranna gagnvart stjórnsýslunni,“ sagði Katrín. Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Skjóta þarf lagastoð undir hagsmunaskráningu ráðherra, þingmanna og fleiri í stjórnsýslunni og gera skráninguna víðtækari, að sögn Katrínar Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún leggur áherslu á að stjórnsýslan verði gagnsæ almenningi enda eigi hún að þjóna honum. Eitt fyrsta verk Katrínar í embættis forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem fékk það hlutverk að kanna hvernig mætti auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Í skýrslu hópsins sem birt var í dag er meðal annars vitnað í kannanir þar sem fram kom að 70% landsmanna telji mikla spillingu í stjórnkerfinu og atvinnulífinu. Katrín sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að upplýsingar sem þessar í skýrslunni væru ekki nýjar af nálinni. Ýmsar tillögur sem hópurinn lagði fram séu einnig kunnuglegar og vinna sé þegar hafin við sumar þeirra, þar á meðal birtingu hagsmunaskráningar ráðherra og þingmanna en einnig aðstoðarmanna þeirra og ráðuneytisstjóra. „Það þarf hins vegar að skjóta lagastoð undir þá birtingu og hagsmunaskráningu. Hún þarf að vera víðtækari og taka til fleiri þátta en hún gerir í dag,“ sagði forsætisráðherra.Almenningur geti áttað sig á kerfinu Katrín sagði að traust á stjórnmálum yrði ekki endurheimt með því að skipa starfshóp en mikilvægt væri að ramma vandamálið inn eins og hópurinn hefði nú gert. Hópurinn leggi meðal annars til að stjórnvöld setji sér stefnu um heilindaramma í stjórnsýslu og stjórnmálum. Markmiðið væri að byggja á heilindahugtakinu. Ráðherrann kynnir Alþingi skýrslu hópsins á næstu. Sagði Katrín mikilvægt að skýrslan fái umræðu því hún varði stjórnmálin í heild, ekki aðeins framkvæmdavaldið. „Hún snýst fyrst og fremst um það hvernig við getum byggt kerfið upp að það sé gagnsætt öllum almenningi og almenningur geti í raun og veru áttað sig á því hvernig kerfið virkar því kerfið er hér fyrir almenning og það er til að tryggja jafnræði borgaranna gagnvart stjórnsýslunni,“ sagði Katrín.
Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Sjá meira
Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42