Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2018 23:30 Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Markmið tilraunaverkefnisins er að leita nýrra leiða til að bregðast við húsnæðisvandanum sem ríkir víða á landsbyggðinni og í Hörgársveit eru menn klárir í slaginn að sögn sveitarstjórans Snorra Finnlaugssonar. „Við erum tilbúin með tvö þéttbýli þar sem við höfum skipulagt lóðir þannig að við erum mjög vel í stakk búin að taka þátt í svona verkefni,“ segir Snorri. Gert er ráð fyrir um níutíu íbúðum á Lónsbakka, rétt fyrir utan Akureyri og fimmtán íbúðum á Hjalteyri við Eyjafjörð. Reiknað er með að í vor hefjist framkvæmdir á þrjátíu til 45 íbúðum á Lónsbakka enda þörfin brýn. „Það hefur verið skortur á íbúðum hér á þessu svæði eins og víða annars staðar á landsbyggðinni og hefur staðið alls konar uppbyggingu fyrir þrifum að hafa ekki haft nóg af íbúðum.“ Seinni áfangi uppbyggingarinnar gerir ráð fyrir öðru eins byggingarmagni og gerir Snorri sér vonir um að tilraunaverkefnið muni liðka fyrir uppbyggingu seinni áfangans. „Það auðveldar á þann hátt að þegar kemur að seinni áfanganum þá horfa menn kannski frekar til þess að vera í samstarfi við leigufélög eða húsbyggingarfélög, eða húsnæðissamvinnufélög eða eitthvað slíkt um uppbyggingu smærri íbúða. Þetta svæði er einmitt skipulagt sem slíkt.“ Íbúar í Hörgársveit eru um sex hundruð en menn gera sér vonir um að rjúfa þúsund íbúa múrinn þegar áætlaðri uppbyggingu verði lokið. Standa vonir til þess að með því að byggja smærri íbúðir sé hægt að laða til sín yngra fólk. „Það eldist, samfélagið, þannig að við horfum svolítið til þess að fá yngra fólkið inn,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri. Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Markmið tilraunaverkefnisins er að leita nýrra leiða til að bregðast við húsnæðisvandanum sem ríkir víða á landsbyggðinni og í Hörgársveit eru menn klárir í slaginn að sögn sveitarstjórans Snorra Finnlaugssonar. „Við erum tilbúin með tvö þéttbýli þar sem við höfum skipulagt lóðir þannig að við erum mjög vel í stakk búin að taka þátt í svona verkefni,“ segir Snorri. Gert er ráð fyrir um níutíu íbúðum á Lónsbakka, rétt fyrir utan Akureyri og fimmtán íbúðum á Hjalteyri við Eyjafjörð. Reiknað er með að í vor hefjist framkvæmdir á þrjátíu til 45 íbúðum á Lónsbakka enda þörfin brýn. „Það hefur verið skortur á íbúðum hér á þessu svæði eins og víða annars staðar á landsbyggðinni og hefur staðið alls konar uppbyggingu fyrir þrifum að hafa ekki haft nóg af íbúðum.“ Seinni áfangi uppbyggingarinnar gerir ráð fyrir öðru eins byggingarmagni og gerir Snorri sér vonir um að tilraunaverkefnið muni liðka fyrir uppbyggingu seinni áfangans. „Það auðveldar á þann hátt að þegar kemur að seinni áfanganum þá horfa menn kannski frekar til þess að vera í samstarfi við leigufélög eða húsbyggingarfélög, eða húsnæðissamvinnufélög eða eitthvað slíkt um uppbyggingu smærri íbúða. Þetta svæði er einmitt skipulagt sem slíkt.“ Íbúar í Hörgársveit eru um sex hundruð en menn gera sér vonir um að rjúfa þúsund íbúa múrinn þegar áætlaðri uppbyggingu verði lokið. Standa vonir til þess að með því að byggja smærri íbúðir sé hægt að laða til sín yngra fólk. „Það eldist, samfélagið, þannig að við horfum svolítið til þess að fá yngra fólkið inn,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira