Áform um myndavélaeftirlit í skipum fara á borð Persónuverndar Gissur Sigurðsson skrifar 14. ágúst 2018 14:04 Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í sjávarútvegi eins og kemur fram í frumvarpi sjávarútvegsráðherra og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. Málið muni óhjákvæmilega koma til kasta Persónuverndar. Hugmyndir sjávarútvegsráðherra með þessu frumvarpi eru að sporna við brottkasti og vigtarsvindli, enda liggur fyrir að Fiskistofa telur sig vanbúna til að fylgjast með slíku. Þetta er gríðarlegt eftirlit með fjölmörgum persónum þannig að sú spurning vaknar hvort málið sé komið til kasta Persónuverndar.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Það má segja að athygli Persónuverndar hafi verið vakin á þessu frumvarpi eins og gert er með almennum hætti þegar að mál eru sett í þessa svokölluðu samráðsgátt. Hins vegar hefur Persónuvend ekki formlega verið beðin um að veita umsögn,“ segir Helga. „Hvort sem það er gert með slíkum hætti er það svo að ný Persónuverndarlög sem tóku gildi 15. júlí gera ráð fyrir að þegar vinnsl persónuupplýsinga fer fram þarf að fara fram ákveðið hagsmunamat. Eftir því sem vinnslan er meiri þarf að leggja meiri vinnu í hagsmunamatið.“ Fari hagsmunamatið ekki fram hjá viðkomandi ráðuneyti þurfi það að fara fram hjá viðkomandi þjóðingi, þ.e. Alþingi í tilfelli Íslendinga. Málið er ekki komið á borð Persónuverndar enn sem komið er.Helgu Þórisdóttur, forstjóri Persónuverndar.Vísir/Vilhelm„Ekki formlega en það er alveg ljóst að mál af þessari stærðargráðu mun fá umfjöllun Persónuverndar.“ Í umsögn Samtaka atvinnulífsins segir meðal annars að þessar hugmyndir stuðli að því að koma upp kerfi sem byggi á því að allir séu tortryggnir, og gengið sé út frá því að lögbrot séu eðlilegur þáttur í starfi vinnandi fólks.Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar sem heyra má í spilaranum að ofan. Sjávarútvegur Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggjast gegn áformum um aukið myndavélaeftirlit í sjávarútvegi eins og kemur fram í frumvarpi sjávarútvegsráðherra og segja að ef þau gangi eftir gætu Íslendingar innan fárra ára búið við eftirlitsþjóðfélag sem hafi aðeins verið til í skáldsögum og kvikmyndum. Málið muni óhjákvæmilega koma til kasta Persónuverndar. Hugmyndir sjávarútvegsráðherra með þessu frumvarpi eru að sporna við brottkasti og vigtarsvindli, enda liggur fyrir að Fiskistofa telur sig vanbúna til að fylgjast með slíku. Þetta er gríðarlegt eftirlit með fjölmörgum persónum þannig að sú spurning vaknar hvort málið sé komið til kasta Persónuverndar.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Það má segja að athygli Persónuverndar hafi verið vakin á þessu frumvarpi eins og gert er með almennum hætti þegar að mál eru sett í þessa svokölluðu samráðsgátt. Hins vegar hefur Persónuvend ekki formlega verið beðin um að veita umsögn,“ segir Helga. „Hvort sem það er gert með slíkum hætti er það svo að ný Persónuverndarlög sem tóku gildi 15. júlí gera ráð fyrir að þegar vinnsl persónuupplýsinga fer fram þarf að fara fram ákveðið hagsmunamat. Eftir því sem vinnslan er meiri þarf að leggja meiri vinnu í hagsmunamatið.“ Fari hagsmunamatið ekki fram hjá viðkomandi ráðuneyti þurfi það að fara fram hjá viðkomandi þjóðingi, þ.e. Alþingi í tilfelli Íslendinga. Málið er ekki komið á borð Persónuverndar enn sem komið er.Helgu Þórisdóttur, forstjóri Persónuverndar.Vísir/Vilhelm„Ekki formlega en það er alveg ljóst að mál af þessari stærðargráðu mun fá umfjöllun Persónuverndar.“ Í umsögn Samtaka atvinnulífsins segir meðal annars að þessar hugmyndir stuðli að því að koma upp kerfi sem byggi á því að allir séu tortryggnir, og gengið sé út frá því að lögbrot séu eðlilegur þáttur í starfi vinnandi fólks.Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar sem heyra má í spilaranum að ofan.
Sjávarútvegur Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira