Vigdís hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í eineltismáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2018 19:30 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í málinu á borgarráðsfundi á morgun. Visir/Stefán/Pjetur Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag. Helga Björg sendi forsætisnefnd borgarinnar bréf í dag, þar sem hún óskaði eftir því að nefndin tæki til skoðunar hvort kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi brotið siðarreglur sem þeim eru settar, auk ákvæða um skyldur þeirra og réttindi, í umræðu um að undirmaður skrifstofustjórans hefði orðið fyrir einelti af hennar hálfu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í júní Reykjavíkurborg til þess að greiða undirmanni skrifstofustjórans 250 þúsund krónur í miskabætur sökum harðorðrar áminningar skrifstofustjórans í garð undirmanns síns. Auk þess var áminningin felld úr gildi. Í bréfi Helgu til forsætisnefndar bendir hún meðal annars á að Héraðsdómur hefði hvergi í dómi sínum minnst á að flokka mætti háttalag Helgu sem einelti. Helga óskar einnig eftir því að forsætisnefnd skoði hvort ástæða sé til þess að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á ummælum einstakra borgarfulltrúa um hið meinta eineltismál. „Þær rangfærslur sem settar hafa verið fram af hálfu borgarfulltrúa og hafa ratað í fjölmiðla um meint einelti af hálfu undirritaðrar í garð undirmanns, sem og umræðu um að umrætt dómsmál hafi staðfest slíkt einelti eru meiðandi og alvarlegar,“ segir Helga Björg Ragnarsdóttir í bréfi til forsætisnefndar. Bréfið var birt fyrr í dag á vefsíðu Reykjavíkurborgar, en hefur síðan þá verið fjarlægt.Vigdís leggur fram nýjar upplýsingar á morgunVigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Hún skrifaði síðastliðinn föstudag Facebook-færslu þar sem hún sagði stjórnsýslu Reykjavíkur í molum og vísaði máli sínu til stuðning til þess að til stæði að rannsaka málið nánar innan borgarinnar, þrátt fyrir að það hefði verið leitt til lykta fyrir dómstólum. „Undir venjulegum kringumstæðum væru þetta málalok. Svo er ekki í ráðhúsinu,” segir meðal annars í færslu Vigdísar. Þá gagnrýnir Vigdís það að meintur gerandi í eineltismáli gæti farið fram á rannsókn á eigin brotum. Í samtali við fréttastofu segist Vigdís ekki vilja tjá sig efnislega um bréfið og innihald þess að svo stöddu. Hún greindi þó frá því að fyrirhugað sé að taka málið fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Þar kem ég til með að leggja fram nýjar upplýsingar sem ekki hafa komið fram áður, auk þess að leggja fram bókun með vísan til gagna sem fjölmiðlar geta nálgast á grundvelli upplýsingalaga.“Segir málinu hafa verið snúið við Vigdís segist upplifa málið sem svo að hún sé sett í afar einkennilega stöðu. „Kjörnir fulltrúar eiga að hafa eftirlit með stjórnsýslunni, en stjórnsýslan á ekki að hafa eftirlit með kjörnum fulltrúum. Það er fyrst og fremst hlutverk kjörinna fulltrúa að framfylgja þessari eftirlitsskyldu.“ Vigdís segir þó að nú sé búið að snúa málinu við. „Nú er stjórnsýslan farin að hafa mikið eftirlit með mér sem kjörnum fulltrúa og jafnvel hóta mér lögsókn.“ Hún veltir því einnig upp hvort háttalag sem þetta samræmist siðarreglum embættismanna og bætir við að sér finnist þrengt að sér sem kjörnum fulltrúa sem sé aðeins að sinna skyldu sinni sem fulltrúi borgarbúa. „Það er verið að drepa málinu á dreif með því að gera mig að einhverjum miðpunkti í þessu öllu saman, í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna þær brotalamir ráðhússinns og æðstu embættismanna þess sem eiga hlut að þessu máli. [...] Nú ætlar stjórnsýsla Reykjavíkur að hundsa dóm héraðsdóms og fara með málið í þennan farveg. Það þykir mér óskiljanlegt.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag. Helga Björg sendi forsætisnefnd borgarinnar bréf í dag, þar sem hún óskaði eftir því að nefndin tæki til skoðunar hvort kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafi brotið siðarreglur sem þeim eru settar, auk ákvæða um skyldur þeirra og réttindi, í umræðu um að undirmaður skrifstofustjórans hefði orðið fyrir einelti af hennar hálfu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í júní Reykjavíkurborg til þess að greiða undirmanni skrifstofustjórans 250 þúsund krónur í miskabætur sökum harðorðrar áminningar skrifstofustjórans í garð undirmanns síns. Auk þess var áminningin felld úr gildi. Í bréfi Helgu til forsætisnefndar bendir hún meðal annars á að Héraðsdómur hefði hvergi í dómi sínum minnst á að flokka mætti háttalag Helgu sem einelti. Helga óskar einnig eftir því að forsætisnefnd skoði hvort ástæða sé til þess að leita álits siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á ummælum einstakra borgarfulltrúa um hið meinta eineltismál. „Þær rangfærslur sem settar hafa verið fram af hálfu borgarfulltrúa og hafa ratað í fjölmiðla um meint einelti af hálfu undirritaðrar í garð undirmanns, sem og umræðu um að umrætt dómsmál hafi staðfest slíkt einelti eru meiðandi og alvarlegar,“ segir Helga Björg Ragnarsdóttir í bréfi til forsætisnefndar. Bréfið var birt fyrr í dag á vefsíðu Reykjavíkurborgar, en hefur síðan þá verið fjarlægt.Vigdís leggur fram nýjar upplýsingar á morgunVigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um málið á opinberum vettvangi. Hún skrifaði síðastliðinn föstudag Facebook-færslu þar sem hún sagði stjórnsýslu Reykjavíkur í molum og vísaði máli sínu til stuðning til þess að til stæði að rannsaka málið nánar innan borgarinnar, þrátt fyrir að það hefði verið leitt til lykta fyrir dómstólum. „Undir venjulegum kringumstæðum væru þetta málalok. Svo er ekki í ráðhúsinu,” segir meðal annars í færslu Vigdísar. Þá gagnrýnir Vigdís það að meintur gerandi í eineltismáli gæti farið fram á rannsókn á eigin brotum. Í samtali við fréttastofu segist Vigdís ekki vilja tjá sig efnislega um bréfið og innihald þess að svo stöddu. Hún greindi þó frá því að fyrirhugað sé að taka málið fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Þar kem ég til með að leggja fram nýjar upplýsingar sem ekki hafa komið fram áður, auk þess að leggja fram bókun með vísan til gagna sem fjölmiðlar geta nálgast á grundvelli upplýsingalaga.“Segir málinu hafa verið snúið við Vigdís segist upplifa málið sem svo að hún sé sett í afar einkennilega stöðu. „Kjörnir fulltrúar eiga að hafa eftirlit með stjórnsýslunni, en stjórnsýslan á ekki að hafa eftirlit með kjörnum fulltrúum. Það er fyrst og fremst hlutverk kjörinna fulltrúa að framfylgja þessari eftirlitsskyldu.“ Vigdís segir þó að nú sé búið að snúa málinu við. „Nú er stjórnsýslan farin að hafa mikið eftirlit með mér sem kjörnum fulltrúa og jafnvel hóta mér lögsókn.“ Hún veltir því einnig upp hvort háttalag sem þetta samræmist siðarreglum embættismanna og bætir við að sér finnist þrengt að sér sem kjörnum fulltrúa sem sé aðeins að sinna skyldu sinni sem fulltrúi borgarbúa. „Það er verið að drepa málinu á dreif með því að gera mig að einhverjum miðpunkti í þessu öllu saman, í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna þær brotalamir ráðhússinns og æðstu embættismanna þess sem eiga hlut að þessu máli. [...] Nú ætlar stjórnsýsla Reykjavíkur að hundsa dóm héraðsdóms og fara með málið í þennan farveg. Það þykir mér óskiljanlegt.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09