Gullkynslóðin er rétt að byrja 16. júlí 2018 22:00 Frakkar lyfta bikarnum. vísir/getty Franska landsliðið undir stjórn Didier Deschamps stóð undir væntingum og vann annan heimsmeistaratitilinn í sögu landsins eftir 4-2 sigur á Króatíu í gær. Varð Deschamps um leið þriðji maðurinn í sögunni sem vinnur HM sem bæði leikmaður og þjálfari, tuttugu árum og þremur dögum eftir fyrsta titil Frakka á heimavelli. Króatar voru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn og voru eflaust hissa á hversu mikið þeir fengu að halda boltanum en Frakkar voru reiðubúnir þegar Króatar sofnuðu á verðinum. Frakkland leiddi 2-1 í hálfleik eftir að hafa fengið vafasaman vítaspyrnu- og aukaspyrnudóm sem skilaði tveimur mörkum. Tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks virtust ætla að gera út um vonir Króata en fyrirliði Frakka, Hugo Lloris, hleypti spennu í leikinn á ný. Mario Mandzukic sem skoraði sjálfsmark fyrr í leiknum nýtti sér mistök Lloris og minnkaði muninn fyrir Króata en lengra komust þeir ekki. Franska liðið undir stjórn Deschamps lagði þennan leik, rétt eins og leikinn gegn Belgíu, meistaralega upp. Í vörninni stóðu þeir vaktina vel og nýttu vel hraða Kylian Mbappe til að sækja á vörn Króata, sérstaklega þegar líða tók á leikinn. Í úrslitaleiknum gegn Portúgal á EM 2016 voru Frakkar talsvert meira með boltann og fengu góð færi, líkt og Króatía í gær, en Frakkar lærðu af mistökum sínum og fara heim með sigurverðlaunin í farteskinu. Deschamps var skiljanlega í skýjunum eftir leik og hrósaði ungum kjarna liðsins. „Þessi hópur á allt hrós skilið, það var erfitt að tapa úrslitaleiknum á EM en við lærðum heilmikið af því. Við áttum skilið að vinna, við vorum sterkir andlega og skoruðum fjögur mörk,“ sagði Deschamps og hélt áfram: „Þetta er ungt lið sem vann stærsta titil heimsins og ekki allir leikmenn orðnir tvítugir,“ sagði Deschamps. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá franska landsliðinu. Búast má við að níu af ellefu leikmönnunum sem byrjuðu í gær geri enn tilkall til byrjunarliðssætis í Katar 2022. Þrír leikmenn eru yfir þrítugt, Hugo Lloris, Blaise Matuidi og Olivier Giroud, en markmaðurinn Lloris gæti enn varið mark Frakklands að fjórum árum liðnum. Frakkland hefur svo úr afar góðum efnivið að velja til að leysa af Giroud og Matuidi sem ætti ekki að veikja liðið. Gæti þetta því verið aðeins byrjunin á gullöld Frakklands í knattspyrnu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira
Franska landsliðið undir stjórn Didier Deschamps stóð undir væntingum og vann annan heimsmeistaratitilinn í sögu landsins eftir 4-2 sigur á Króatíu í gær. Varð Deschamps um leið þriðji maðurinn í sögunni sem vinnur HM sem bæði leikmaður og þjálfari, tuttugu árum og þremur dögum eftir fyrsta titil Frakka á heimavelli. Króatar voru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn og voru eflaust hissa á hversu mikið þeir fengu að halda boltanum en Frakkar voru reiðubúnir þegar Króatar sofnuðu á verðinum. Frakkland leiddi 2-1 í hálfleik eftir að hafa fengið vafasaman vítaspyrnu- og aukaspyrnudóm sem skilaði tveimur mörkum. Tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks virtust ætla að gera út um vonir Króata en fyrirliði Frakka, Hugo Lloris, hleypti spennu í leikinn á ný. Mario Mandzukic sem skoraði sjálfsmark fyrr í leiknum nýtti sér mistök Lloris og minnkaði muninn fyrir Króata en lengra komust þeir ekki. Franska liðið undir stjórn Deschamps lagði þennan leik, rétt eins og leikinn gegn Belgíu, meistaralega upp. Í vörninni stóðu þeir vaktina vel og nýttu vel hraða Kylian Mbappe til að sækja á vörn Króata, sérstaklega þegar líða tók á leikinn. Í úrslitaleiknum gegn Portúgal á EM 2016 voru Frakkar talsvert meira með boltann og fengu góð færi, líkt og Króatía í gær, en Frakkar lærðu af mistökum sínum og fara heim með sigurverðlaunin í farteskinu. Deschamps var skiljanlega í skýjunum eftir leik og hrósaði ungum kjarna liðsins. „Þessi hópur á allt hrós skilið, það var erfitt að tapa úrslitaleiknum á EM en við lærðum heilmikið af því. Við áttum skilið að vinna, við vorum sterkir andlega og skoruðum fjögur mörk,“ sagði Deschamps og hélt áfram: „Þetta er ungt lið sem vann stærsta titil heimsins og ekki allir leikmenn orðnir tvítugir,“ sagði Deschamps. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá franska landsliðinu. Búast má við að níu af ellefu leikmönnunum sem byrjuðu í gær geri enn tilkall til byrjunarliðssætis í Katar 2022. Þrír leikmenn eru yfir þrítugt, Hugo Lloris, Blaise Matuidi og Olivier Giroud, en markmaðurinn Lloris gæti enn varið mark Frakklands að fjórum árum liðnum. Frakkland hefur svo úr afar góðum efnivið að velja til að leysa af Giroud og Matuidi sem ætti ekki að veikja liðið. Gæti þetta því verið aðeins byrjunin á gullöld Frakklands í knattspyrnu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira