Ronaldo og Messi þurfa að fara að afhenda Mbappé lyklana að veldinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2018 16:45 Kylian Mbappé skoraði í gær. vísir/getty Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, bestu fótboltamenn heims undanfarinn áratug, þurfa brátt að sætta sig við að arftaki þeirra er að taka við en það er Frakkinn Kylian Mbappé. Þetta sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, í myndveri ITV í Rússlandi í gær þar sem að úrslitaleikur HM 2018 var gerður upp. Frakkar unnu Króata, 4-2, og urðu meistarar í annað sinn. „Hann er miklu þroskaðari sem fótboltamaður en aldurinn gefur til kynna,“ sagði Ferdinand en Mbappé varð í gærkvöldi fyrsti táningurinn sem skorar í úrslitaleik HM síðan að Pelé gerði það fyrir Brasilíu í Svíþjóð árið 1958.Only the second teenager to have scored a goal in a #WorldCupFinal! Welcome to the club, @KMbappe - it's great to have some company! // O segundo adolescente a marcar um gol em uma final de #CopaDoMundo! Bem-vindo ao clube, Kylian - é ótimo ter a sua companhia! https://t.co/g8b2gLTy7B — Pelé (@Pele) July 15, 2018 „Hann er gaurinn sem á eftir að standa upp á sviði og taka á móti Gullboltanum á næstu árum. Það er alveg klárt. Ég vona að mínir gömlu félagar í Manchester United séu á eftir honum,“ sagði Ferdinand. Jürgen Klinsmann, fyrrverandi heimsmeistari með Þýskalandi, sagði Mbappé líta út fyrir að hafa verið í franska landsliðinu í áratug. „Hann á eftir að verða svo miklu betri. Hann er líka að hrista vel upp í markaðnum. Nú er Ronaldo að fara til Juventus og Neymar er orðaður við önnur lið. Maður sér bara ekki hvar þetta endar hjá þessum strák,“ sagði Jürgen Klinsmann. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00 Modric besti leikmaður HM í Rússlandi Luka Modric fékk gullboltann á HM í Rússlandi, verðlaunin fyrir besta leikmann keppninnar. Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaðurinn og Harry Kane varð markahrókur keppninnar. 15. júlí 2018 17:34 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, bestu fótboltamenn heims undanfarinn áratug, þurfa brátt að sætta sig við að arftaki þeirra er að taka við en það er Frakkinn Kylian Mbappé. Þetta sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, í myndveri ITV í Rússlandi í gær þar sem að úrslitaleikur HM 2018 var gerður upp. Frakkar unnu Króata, 4-2, og urðu meistarar í annað sinn. „Hann er miklu þroskaðari sem fótboltamaður en aldurinn gefur til kynna,“ sagði Ferdinand en Mbappé varð í gærkvöldi fyrsti táningurinn sem skorar í úrslitaleik HM síðan að Pelé gerði það fyrir Brasilíu í Svíþjóð árið 1958.Only the second teenager to have scored a goal in a #WorldCupFinal! Welcome to the club, @KMbappe - it's great to have some company! // O segundo adolescente a marcar um gol em uma final de #CopaDoMundo! Bem-vindo ao clube, Kylian - é ótimo ter a sua companhia! https://t.co/g8b2gLTy7B — Pelé (@Pele) July 15, 2018 „Hann er gaurinn sem á eftir að standa upp á sviði og taka á móti Gullboltanum á næstu árum. Það er alveg klárt. Ég vona að mínir gömlu félagar í Manchester United séu á eftir honum,“ sagði Ferdinand. Jürgen Klinsmann, fyrrverandi heimsmeistari með Þýskalandi, sagði Mbappé líta út fyrir að hafa verið í franska landsliðinu í áratug. „Hann á eftir að verða svo miklu betri. Hann er líka að hrista vel upp í markaðnum. Nú er Ronaldo að fara til Juventus og Neymar er orðaður við önnur lið. Maður sér bara ekki hvar þetta endar hjá þessum strák,“ sagði Jürgen Klinsmann.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00 Modric besti leikmaður HM í Rússlandi Luka Modric fékk gullboltann á HM í Rússlandi, verðlaunin fyrir besta leikmann keppninnar. Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaðurinn og Harry Kane varð markahrókur keppninnar. 15. júlí 2018 17:34 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira
Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00
Modric besti leikmaður HM í Rússlandi Luka Modric fékk gullboltann á HM í Rússlandi, verðlaunin fyrir besta leikmann keppninnar. Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaðurinn og Harry Kane varð markahrókur keppninnar. 15. júlí 2018 17:34