Innlent

Segir sig frá varaþingmennsku vegna áfengisvanda

Jakob Bjarnar skrifar
Guðmundur Sævar segir að opinber staða sé ekki fyrir sig eins og staðan er í dag.
Guðmundur Sævar segir að opinber staða sé ekki fyrir sig eins og staðan er í dag.
Guðmundur Sævar Sævarsson, varaþingmaður Flokks fólksins, hefur sagt sig frá varaþingmennsku. Er það vegna atviks sem Vísir greindi frá í gær og snýr að því að Guðmundur Sævar drakk sig ofurölvi í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Þar mun hann hafa áreitt konur, verið með óviðeigandi snertingar og fór svo að lokum að starfsmaður hótelsins var kallaður til og var honum vísað á dyr.

Guðmundur Sævar sagðist í gær eiga við áfengisvanda að stríða, sem hann sé að taka á. Og nú hefur hann sent frá sér yfirlýsingu sem fylgir hér orðrétt neðar. En, þar kemur fram að hann segi sig frá öllu sem heita má opinber staða:

„Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Guðmundar Sævars.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar ásamt félögum sínum, kosningasigri.visir/ernir
Yfirlýsing Guðmundar Sævars

„Í ljósi þeirra umræðna sem hefur verið vil ég endurtaka að, ég þáði að fara í matarboð á vegum forseta þingsins.

Í tilteknum matarboði drakk ég úr hófi og hagaði mér ósæmilega, Á því hef ég beðið innilegar afsökunar, enda skömmin min og er ég og mun vera ævanlega þakklátur aðilum að hafa tekið við henni.

Á sama tíma hef ég gert mér fulla grein fyrir því að ég á við áfengisvandamál að stríða sem ég er að fá aðstoð við, en á eftir langa vegferð þar. Er klárt að ég þarf að huga að minni eigin vegferð og opinber staða er ekki rétti vettvangurinn fyrir mig í dag. Óska ég Ingu Sæland allra besta, en stendur hún fyrir góðu málefni og flokki.

Annað sem hefur komið í kjölfarið er ekki svaravert og kemur af allt öðru meiði.

Langar mig að biðja um að geta rétt nú við lífi mínu í friði til að verða mér og börnum mínum að sóma, án áfengis“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×