Skordýrin leynast líka í gervijólatrjám Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2018 19:00 Lifandi jólatré eru mun umhverfisvænni en gervi að sögn framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Skordýr séu meira segja nokkuð algeng á gervitrjám. Margir vilja halda umhverfisvænni jól í ár en áður og hefur skapast nokkur umræða um hvort sé nú umhverfisvænna að kaupa gervijólatré eða lifandi. Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur er ekki í vafa um að mun umhverfisvænna sé að kaupa lifandi tré. Þá séu 50 tré gróðursett fyrir hvert tré sem er fellt. „Við erum grisjum skóganna þegar við fellum jólatrén sem gerir það að verkum að trén sem eftir standa fá meira vaxtarrými, vaxa hraðar og binda þar að leiðandi miklu meira kolefni. Það fer hins vegar mikil orka í að framleiða gervitré. Oft er hún unnin úr kolum, olíu eða kjarnorku. Síðan eru plastefnin í trjánum skaðleg fyrir náttúruna,“ segir Helgi. Stundum kemur fyrir að óboðnir gestir fylgja með trjám. Helgi segir að það eigi aðallega við um innflutt tré en tekur fram að Skógræktarfélagið selji aðeins tré sem ræktuð eru hér á landi. „Það virðist koma mest af pöddum með innfluttu jólatrjánum. Það kemur lítið af þeim íslensku en það undarlega er að það kemur töluvert af skordýrum með plastrjánum. Ástæðan er sú að þau eru oft geymd lengi í lélegu húsnæði þar sem óværan á greiðan aðgang að þeim,“ segir Helgi. Hann segir að vel hafi gengið að selja tré í Heiðmörk og á Hólmsheiði og einstök eða óhefðbundin tré verði sífellt vinsælli. „Fólk er ekkert endilega fyrir svona Disneyformuð tré,“ segir Helgi að lokum. Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Lifandi jólatré eru mun umhverfisvænni en gervi að sögn framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Skordýr séu meira segja nokkuð algeng á gervitrjám. Margir vilja halda umhverfisvænni jól í ár en áður og hefur skapast nokkur umræða um hvort sé nú umhverfisvænna að kaupa gervijólatré eða lifandi. Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur er ekki í vafa um að mun umhverfisvænna sé að kaupa lifandi tré. Þá séu 50 tré gróðursett fyrir hvert tré sem er fellt. „Við erum grisjum skóganna þegar við fellum jólatrén sem gerir það að verkum að trén sem eftir standa fá meira vaxtarrými, vaxa hraðar og binda þar að leiðandi miklu meira kolefni. Það fer hins vegar mikil orka í að framleiða gervitré. Oft er hún unnin úr kolum, olíu eða kjarnorku. Síðan eru plastefnin í trjánum skaðleg fyrir náttúruna,“ segir Helgi. Stundum kemur fyrir að óboðnir gestir fylgja með trjám. Helgi segir að það eigi aðallega við um innflutt tré en tekur fram að Skógræktarfélagið selji aðeins tré sem ræktuð eru hér á landi. „Það virðist koma mest af pöddum með innfluttu jólatrjánum. Það kemur lítið af þeim íslensku en það undarlega er að það kemur töluvert af skordýrum með plastrjánum. Ástæðan er sú að þau eru oft geymd lengi í lélegu húsnæði þar sem óværan á greiðan aðgang að þeim,“ segir Helgi. Hann segir að vel hafi gengið að selja tré í Heiðmörk og á Hólmsheiði og einstök eða óhefðbundin tré verði sífellt vinsælli. „Fólk er ekkert endilega fyrir svona Disneyformuð tré,“ segir Helgi að lokum.
Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira