Telur brýnt að draga úr tekjutengingum í almannatryggingakerfinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. maí 2018 12:01 Þorbjörn Guðmundsson, formaður Landssambands lífeyrissjóða. Vísir/Sigurjón Formaður Landssambands lífeyrissjóða segir afar brýnt að draga úr tekjutengingum í almannatryggingakerfinu sem séu þær hæstu sem honum er kunnugt um. Lífeyrisþegum finnist þeir ekki njóta ávinningsins af því að hafa greitt í lífeyrissjóði vegna þess hve tekjutengingarnar séu miklar.Breyting á almannatryggingalöggjöfinni tók gildi í ársbyrjun 2017. Þá voru frítekjumörk atvinnutekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna afnumin en eitt almennt frítekjumark lögfest upp á 25.000 krónur. Í ársbyrjun 2018 var frítekjumark á atvinnutekjur svo hækkað í 100 þúsund krónur.Þorbjörn Guðmundsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir skerðingarnar með því hæsta sem gerist og brýnt að breyta þeim. „Mönnum finnst sem þeir séu ekki að njóta ávinningsins af því að hafa greitt inn í lífeyrissjóði vegna þess hversu tekjutengingarnar eru miklar í almannatryggingakerfinu. Þær eru 45% af almennum lífeyri og allt upp í 56,9 prósent með heimilisuppbót. Þessi mikla tekjutenging þekkist hvergi nema á Íslandi,“ segir Þorbjörn. Hann segir mikilvægt að taka á þessu. „Það er þetta sem mér finnst vera brýnast að taka á. Það er mín skoðun að menn hafi verið að innleiða eitthvað sem að hugsanlega verður í framtíðinni þegar réttindi lífeyrissjóðanna verða orðin miklu meiri en þau eru í dag. Það er mjög mikilvægt að draga úr þessum miklu tekjutengingum.“ Þorbjörn Guðmundsson kveðst hafa komið athugasemdum sínum á framfæri við stjórnvöld. „Við höfum auðvitað verið að beina þessu til stjórnvalda. Landssamtökin tóku ekki þátt í breytingum á almannatryggingalöggjöfinni og hefðum gert alvarlegar athugasemdir við þær ef við hefðum verið þar.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
Formaður Landssambands lífeyrissjóða segir afar brýnt að draga úr tekjutengingum í almannatryggingakerfinu sem séu þær hæstu sem honum er kunnugt um. Lífeyrisþegum finnist þeir ekki njóta ávinningsins af því að hafa greitt í lífeyrissjóði vegna þess hve tekjutengingarnar séu miklar.Breyting á almannatryggingalöggjöfinni tók gildi í ársbyrjun 2017. Þá voru frítekjumörk atvinnutekna, lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna afnumin en eitt almennt frítekjumark lögfest upp á 25.000 krónur. Í ársbyrjun 2018 var frítekjumark á atvinnutekjur svo hækkað í 100 þúsund krónur.Þorbjörn Guðmundsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir skerðingarnar með því hæsta sem gerist og brýnt að breyta þeim. „Mönnum finnst sem þeir séu ekki að njóta ávinningsins af því að hafa greitt inn í lífeyrissjóði vegna þess hversu tekjutengingarnar eru miklar í almannatryggingakerfinu. Þær eru 45% af almennum lífeyri og allt upp í 56,9 prósent með heimilisuppbót. Þessi mikla tekjutenging þekkist hvergi nema á Íslandi,“ segir Þorbjörn. Hann segir mikilvægt að taka á þessu. „Það er þetta sem mér finnst vera brýnast að taka á. Það er mín skoðun að menn hafi verið að innleiða eitthvað sem að hugsanlega verður í framtíðinni þegar réttindi lífeyrissjóðanna verða orðin miklu meiri en þau eru í dag. Það er mjög mikilvægt að draga úr þessum miklu tekjutengingum.“ Þorbjörn Guðmundsson kveðst hafa komið athugasemdum sínum á framfæri við stjórnvöld. „Við höfum auðvitað verið að beina þessu til stjórnvalda. Landssamtökin tóku ekki þátt í breytingum á almannatryggingalöggjöfinni og hefðum gert alvarlegar athugasemdir við þær ef við hefðum verið þar.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira