Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 24. apríl 2018 19:29 Mynd frá IFB af Hauki. Vinir Hauks lýsa yfir miklum vonbrigðum við svörum Katrínar Jakobsdóttur við opnu bréfi sem birt var í gær. Vinir Hauks vonuðust til þess að Katrín tæki mark á þeim áhyggjum sem í bréfinu eru viðraðar og að hún myndi bregðast við þeim áskorunum sem eru settar þar fram. Rúmlega 400 manns skrifuðu undir opna bréfið. Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vettugi „þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks“ sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. Því er haldið fram að að Utanríkisráðuneytið hafi ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem bárust fyrst af málinu. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu hópsins Hvar er Haukur? í heild sinni. Fyrr í dag birti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, yfirlýsingu um mál Hauks Hilmarssonar vegna opins bréfs til hennar sem birt var í gær, undirritað af rúmlega 400 manns. Yfirlýsing Katrínar veldur okkur, nokkrum vinum Hauks sem meðal annarra skrifuðum undir bréfið, miklum vonbrigðum – enda vonuðumst við til þess að hún tæki mark á þeim áhyggjum sem í því eru viðraðar og þeim áskorunum sem þar eru settar fram. Einkum þykir okkur alvarlegt að Katrín skuli virða að vettugi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks, sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar, um að í athugun sinni á hvarfi Hauks hafi Utanríkisráðuneytið ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem fyrst birtust af málinu. Annarsvegar er þar um ræða samhljóma frásagnir fjölda tyrkneskra fjölmiðla um að lík Hauks verði sent til Íslands. Ekki er þar sagt berum orðum að lík Hauks sé í höndum tyrkneskra yfirvalda, en í ljósi yfirlýsinga varnarsveita Kúrda um að þeim hafi ekki tekist að finna ummerki um Hauk – lífs eða liðinn – geta umræddir fjölmiðlar varla átt við annað. Hinsvegar er um að ræða frásögn kúrdíska blaðamannsins Mohammed Hassan sem ræddi við fréttavef Morgunblaðsins þann 8. mars sl. og sagðist hafa staðfestar heimildir fyrir því að Tyrkir væru með lík Hauks og kæmu til með að nota það í líkskiptum við Kúrda á komandi misserum. Af samskiptum Utanríkisráðuneytisins við fjölskyldu Hauks að dæma, sem og þeim hluta gagna málsins sem aðstandendum var nýlega veittur aðgangur að, er ekkert sem gefur til kynna að þetta hafi verið athugað með fullnægjandi hætti. Enda virðist athugun málsins í grunninn byggja á leiðbeiningum tyrkneskra lögregluyfirvalda um að íslensk stjórnvöld rannsaki hvarf Hauks fyrst og fremst með diplómatískum samskiptum við tyrknesk stjórnvöld – þau sömu og að öllum líkindum bera ábyrgð á hvarfi, handtöku eða jafnvel andláti Hauks. Við stöndum við áskorunina til Katrínar Jakobsdóttur og ítrekum hana hér með. Almar Erlingsson, Lárus Páll Birgisson, Saga Ásgeirsdóttir, Snorri Páll Jónsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel, vinir Hauks Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Vinir Hauks lýsa yfir miklum vonbrigðum við svörum Katrínar Jakobsdóttur við opnu bréfi sem birt var í gær. Vinir Hauks vonuðust til þess að Katrín tæki mark á þeim áhyggjum sem í bréfinu eru viðraðar og að hún myndi bregðast við þeim áskorunum sem eru settar þar fram. Rúmlega 400 manns skrifuðu undir opna bréfið. Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vettugi „þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks“ sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. Því er haldið fram að að Utanríkisráðuneytið hafi ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem bárust fyrst af málinu. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu hópsins Hvar er Haukur? í heild sinni. Fyrr í dag birti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, yfirlýsingu um mál Hauks Hilmarssonar vegna opins bréfs til hennar sem birt var í gær, undirritað af rúmlega 400 manns. Yfirlýsing Katrínar veldur okkur, nokkrum vinum Hauks sem meðal annarra skrifuðum undir bréfið, miklum vonbrigðum – enda vonuðumst við til þess að hún tæki mark á þeim áhyggjum sem í því eru viðraðar og þeim áskorunum sem þar eru settar fram. Einkum þykir okkur alvarlegt að Katrín skuli virða að vettugi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks, sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar, um að í athugun sinni á hvarfi Hauks hafi Utanríkisráðuneytið ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem fyrst birtust af málinu. Annarsvegar er þar um ræða samhljóma frásagnir fjölda tyrkneskra fjölmiðla um að lík Hauks verði sent til Íslands. Ekki er þar sagt berum orðum að lík Hauks sé í höndum tyrkneskra yfirvalda, en í ljósi yfirlýsinga varnarsveita Kúrda um að þeim hafi ekki tekist að finna ummerki um Hauk – lífs eða liðinn – geta umræddir fjölmiðlar varla átt við annað. Hinsvegar er um að ræða frásögn kúrdíska blaðamannsins Mohammed Hassan sem ræddi við fréttavef Morgunblaðsins þann 8. mars sl. og sagðist hafa staðfestar heimildir fyrir því að Tyrkir væru með lík Hauks og kæmu til með að nota það í líkskiptum við Kúrda á komandi misserum. Af samskiptum Utanríkisráðuneytisins við fjölskyldu Hauks að dæma, sem og þeim hluta gagna málsins sem aðstandendum var nýlega veittur aðgangur að, er ekkert sem gefur til kynna að þetta hafi verið athugað með fullnægjandi hætti. Enda virðist athugun málsins í grunninn byggja á leiðbeiningum tyrkneskra lögregluyfirvalda um að íslensk stjórnvöld rannsaki hvarf Hauks fyrst og fremst með diplómatískum samskiptum við tyrknesk stjórnvöld – þau sömu og að öllum líkindum bera ábyrgð á hvarfi, handtöku eða jafnvel andláti Hauks. Við stöndum við áskorunina til Katrínar Jakobsdóttur og ítrekum hana hér með. Almar Erlingsson, Lárus Páll Birgisson, Saga Ásgeirsdóttir, Snorri Páll Jónsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel, vinir Hauks
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45
Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22