Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 10:32 Kjaranefnd ljósmæðra í húsakynnum ríkissáttasemjara við upphaf fundarins í morgun. vísir/einar árnason Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram. Samningafundur í kjaradeilu þeirra við ríkið hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. „Staðan er þannig að við erum komnar í okkar allra lægstu kröfur. Það er alveg sama þó að við myndum skrifa undir eitthvað hér, ljósmæður snúa ekki til starfa nema þær fái leiðréttingu á sínum kjörum,“ segir Katrín Sif. Hún segir að kjaranefnd ljósmæðra sé mætt til ríkissáttasemjara til þess að vinna í því að skrifa undir samninga. Lausn er ekki í sjónmáli ef marka má orð Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara, á RÚV í morgun. Katrín kveðst vonast til að fundurinn í dag verði ekki til einskis. „Það er komið neyðarástand á stofnunum og ég skil ekki að fólk hafi umboð til þess að koma svona fram, hreinlega. Verðmætamatið er algjörlega út úr öll kortum,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji einhverjar líkur á því að deilan verði send í gerðardóm segist Katrín ekki vita það á þessari stundu.En á hún von á því að það verði sett lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem staðið hefur í tæpan einn og hálfan sólarhring, skili fundurinn í dag engum árangri? „Það kæmi mér ekkert á óvart í ljósi sögunnar. Það hafa öll verkfallsvopn verið slegin úr okkar höndum í gegnum tíðina þannig að það kæmi mér ekkert á óvart en það er engin lausn fólgin í því. Þú neyðir fólk ekki til þess að mæta í vinnu með lagasetningu. Nú eru ljósmæður að snúa frá störfum og hafa margar snúið frá störfum og þú neyðir þær ekki til þess að sækja um þessi störf aftur með lagasetningu,“ segir Katrín. Uppfært klukkan 11:59: Nú skömmu fyrir klukkan 12 var gert fundarhlé en fundurinn hófst ekki fyrr en 11:20 þar sem samninganefndir funduðu fyrst í sitthvoru lagi. Þær funda nú aftur í sitthvoru lagi og gátu lítið sagt um stöðuna eða hvernig dagurinn þróast fyrir þá fundi. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram. Samningafundur í kjaradeilu þeirra við ríkið hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. „Staðan er þannig að við erum komnar í okkar allra lægstu kröfur. Það er alveg sama þó að við myndum skrifa undir eitthvað hér, ljósmæður snúa ekki til starfa nema þær fái leiðréttingu á sínum kjörum,“ segir Katrín Sif. Hún segir að kjaranefnd ljósmæðra sé mætt til ríkissáttasemjara til þess að vinna í því að skrifa undir samninga. Lausn er ekki í sjónmáli ef marka má orð Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara, á RÚV í morgun. Katrín kveðst vonast til að fundurinn í dag verði ekki til einskis. „Það er komið neyðarástand á stofnunum og ég skil ekki að fólk hafi umboð til þess að koma svona fram, hreinlega. Verðmætamatið er algjörlega út úr öll kortum,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji einhverjar líkur á því að deilan verði send í gerðardóm segist Katrín ekki vita það á þessari stundu.En á hún von á því að það verði sett lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem staðið hefur í tæpan einn og hálfan sólarhring, skili fundurinn í dag engum árangri? „Það kæmi mér ekkert á óvart í ljósi sögunnar. Það hafa öll verkfallsvopn verið slegin úr okkar höndum í gegnum tíðina þannig að það kæmi mér ekkert á óvart en það er engin lausn fólgin í því. Þú neyðir fólk ekki til þess að mæta í vinnu með lagasetningu. Nú eru ljósmæður að snúa frá störfum og hafa margar snúið frá störfum og þú neyðir þær ekki til þess að sækja um þessi störf aftur með lagasetningu,“ segir Katrín. Uppfært klukkan 11:59: Nú skömmu fyrir klukkan 12 var gert fundarhlé en fundurinn hófst ekki fyrr en 11:20 þar sem samninganefndir funduðu fyrst í sitthvoru lagi. Þær funda nú aftur í sitthvoru lagi og gátu lítið sagt um stöðuna eða hvernig dagurinn þróast fyrir þá fundi.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00