Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Sveinn Arnarsson skrifar 19. júlí 2018 07:00 Fæðingardeild Landspítalans er þétt setin og yfirfullt er á Akureyri. Von er á fleiri þunguðum konum til Akureyrar frá Reykjavík á næstu dögum. Mikið álag er á starfsfólki vegna kjaradeilunnar, sem enn er í hnút. Vísir/VALLI Tvívegis þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni í dag og vonast ljósmæður eftir því að nýtt tilboð verði á borðinu. Níu börn höfðu fæðst á Landspítalanum í gær þegar Fréttablaðið fór í prentun. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir neyðarástand vera á fæðingardeildinni og mikilvægt sé að rofi til milli deiluaðila sem fyrst. „Það er mikið álag á þeim starfsmönnum og við finnum einnig fyrir álagi og kvíða hjá verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Það viljum við ekki sjá. Einnig höfum við heyrt að verðandi mæður veigri sér við að hringja í okkur því þær telji sig vera að trufla okkur. Við viljum einmitt beina því til allra verðandi mæðra að hafa samband við okkur ef þær telja sig þurfa á þjónustu okkar að halda,“ segir Linda. „Við höfum þurft í tvígang að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Það er neyðarástand og það skiptir öllu máli að deiluaðilar nái sáttum sem allra fyrst.“ Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.Edda Guðrún Kristinsdóttir, ljósmóðir á vakt á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sagði neyðarmönnun fæðingardeildar sjúkrahússins þannig að ein ljósmóðir væri á vakt og önnur á bakvakt. Staðan væri viðráðanleg en ljóst að lítið þyrfti út af að bregða. „Við erum að taka á móti konum frá Reykjavík sem Landspítali sendir frá sér vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Reykjavík. Þótt staðan sé slæm hér er hún verri í Reykjavík. Því höfum við verið að taka við konum frá þeim og von er á fleiri konum til okkar á næstu dögum,“ segir Edda.„Einnig misstum við eina ljósmóður í langtímaveikindi og því er mönnun hjá okkur afar knöpp. Þetta er viðráðanlegt eins og staðan er núna en ég veit ekki alveg hvernig helgin verður.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir það hafa komið sér á óvart að boðað hafi verið til fundar í dag, fimmtudag, hjá ríkissáttasemjara. „Það hafði verið boðað til nýs fundar á mánudaginn í næstu viku og því kom þetta nokkuð á óvart. En við vonum þá að það sé eitthvað á borðinu,“ segir Katrín Sif. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að hún legði fram sáttatillögu á fundinum eða að nýtt tilboð væri væntanlegt frá samninganefnd ríkisins. „Ég get ekki tjáð mig um efni fundarins og deilan leysist við borðið en ekki í fjölmiðlum. Hins vegar taldi ég eðlilegt í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi að efna til fundar með það að markmiði að deiluaðilar nái saman,“ segir Bryndís. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Tvívegis þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni í dag og vonast ljósmæður eftir því að nýtt tilboð verði á borðinu. Níu börn höfðu fæðst á Landspítalanum í gær þegar Fréttablaðið fór í prentun. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir neyðarástand vera á fæðingardeildinni og mikilvægt sé að rofi til milli deiluaðila sem fyrst. „Það er mikið álag á þeim starfsmönnum og við finnum einnig fyrir álagi og kvíða hjá verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Það viljum við ekki sjá. Einnig höfum við heyrt að verðandi mæður veigri sér við að hringja í okkur því þær telji sig vera að trufla okkur. Við viljum einmitt beina því til allra verðandi mæðra að hafa samband við okkur ef þær telja sig þurfa á þjónustu okkar að halda,“ segir Linda. „Við höfum þurft í tvígang að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra. Það er neyðarástand og það skiptir öllu máli að deiluaðilar nái sáttum sem allra fyrst.“ Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.Edda Guðrún Kristinsdóttir, ljósmóðir á vakt á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sagði neyðarmönnun fæðingardeildar sjúkrahússins þannig að ein ljósmóðir væri á vakt og önnur á bakvakt. Staðan væri viðráðanleg en ljóst að lítið þyrfti út af að bregða. „Við erum að taka á móti konum frá Reykjavík sem Landspítali sendir frá sér vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í Reykjavík. Þótt staðan sé slæm hér er hún verri í Reykjavík. Því höfum við verið að taka við konum frá þeim og von er á fleiri konum til okkar á næstu dögum,“ segir Edda.„Einnig misstum við eina ljósmóður í langtímaveikindi og því er mönnun hjá okkur afar knöpp. Þetta er viðráðanlegt eins og staðan er núna en ég veit ekki alveg hvernig helgin verður.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir það hafa komið sér á óvart að boðað hafi verið til fundar í dag, fimmtudag, hjá ríkissáttasemjara. „Það hafði verið boðað til nýs fundar á mánudaginn í næstu viku og því kom þetta nokkuð á óvart. En við vonum þá að það sé eitthvað á borðinu,“ segir Katrín Sif. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um hvort til stæði að hún legði fram sáttatillögu á fundinum eða að nýtt tilboð væri væntanlegt frá samninganefnd ríkisins. „Ég get ekki tjáð mig um efni fundarins og deilan leysist við borðið en ekki í fjölmiðlum. Hins vegar taldi ég eðlilegt í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi að efna til fundar með það að markmiði að deiluaðilar nái saman,“ segir Bryndís.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Ekki útlit fyrir að sækja þurfi um undanþágur á Landspítalanum í kvöld og nótt Sótt var um undanþágu á tveimur deildum Landspítalans í nótt, meðgöngu- og sængurlegudeild og á fæðingargangi, vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem tók gildi á miðnætti. 18. júlí 2018 16:39
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent