Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 10:32 Kjaranefnd ljósmæðra í húsakynnum ríkissáttasemjara við upphaf fundarins í morgun. vísir/einar árnason Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram. Samningafundur í kjaradeilu þeirra við ríkið hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. „Staðan er þannig að við erum komnar í okkar allra lægstu kröfur. Það er alveg sama þó að við myndum skrifa undir eitthvað hér, ljósmæður snúa ekki til starfa nema þær fái leiðréttingu á sínum kjörum,“ segir Katrín Sif. Hún segir að kjaranefnd ljósmæðra sé mætt til ríkissáttasemjara til þess að vinna í því að skrifa undir samninga. Lausn er ekki í sjónmáli ef marka má orð Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara, á RÚV í morgun. Katrín kveðst vonast til að fundurinn í dag verði ekki til einskis. „Það er komið neyðarástand á stofnunum og ég skil ekki að fólk hafi umboð til þess að koma svona fram, hreinlega. Verðmætamatið er algjörlega út úr öll kortum,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji einhverjar líkur á því að deilan verði send í gerðardóm segist Katrín ekki vita það á þessari stundu.En á hún von á því að það verði sett lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem staðið hefur í tæpan einn og hálfan sólarhring, skili fundurinn í dag engum árangri? „Það kæmi mér ekkert á óvart í ljósi sögunnar. Það hafa öll verkfallsvopn verið slegin úr okkar höndum í gegnum tíðina þannig að það kæmi mér ekkert á óvart en það er engin lausn fólgin í því. Þú neyðir fólk ekki til þess að mæta í vinnu með lagasetningu. Nú eru ljósmæður að snúa frá störfum og hafa margar snúið frá störfum og þú neyðir þær ekki til þess að sækja um þessi störf aftur með lagasetningu,“ segir Katrín. Uppfært klukkan 11:59: Nú skömmu fyrir klukkan 12 var gert fundarhlé en fundurinn hófst ekki fyrr en 11:20 þar sem samninganefndir funduðu fyrst í sitthvoru lagi. Þær funda nú aftur í sitthvoru lagi og gátu lítið sagt um stöðuna eða hvernig dagurinn þróast fyrir þá fundi. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram. Samningafundur í kjaradeilu þeirra við ríkið hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. „Staðan er þannig að við erum komnar í okkar allra lægstu kröfur. Það er alveg sama þó að við myndum skrifa undir eitthvað hér, ljósmæður snúa ekki til starfa nema þær fái leiðréttingu á sínum kjörum,“ segir Katrín Sif. Hún segir að kjaranefnd ljósmæðra sé mætt til ríkissáttasemjara til þess að vinna í því að skrifa undir samninga. Lausn er ekki í sjónmáli ef marka má orð Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara, á RÚV í morgun. Katrín kveðst vonast til að fundurinn í dag verði ekki til einskis. „Það er komið neyðarástand á stofnunum og ég skil ekki að fólk hafi umboð til þess að koma svona fram, hreinlega. Verðmætamatið er algjörlega út úr öll kortum,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji einhverjar líkur á því að deilan verði send í gerðardóm segist Katrín ekki vita það á þessari stundu.En á hún von á því að það verði sett lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem staðið hefur í tæpan einn og hálfan sólarhring, skili fundurinn í dag engum árangri? „Það kæmi mér ekkert á óvart í ljósi sögunnar. Það hafa öll verkfallsvopn verið slegin úr okkar höndum í gegnum tíðina þannig að það kæmi mér ekkert á óvart en það er engin lausn fólgin í því. Þú neyðir fólk ekki til þess að mæta í vinnu með lagasetningu. Nú eru ljósmæður að snúa frá störfum og hafa margar snúið frá störfum og þú neyðir þær ekki til þess að sækja um þessi störf aftur með lagasetningu,“ segir Katrín. Uppfært klukkan 11:59: Nú skömmu fyrir klukkan 12 var gert fundarhlé en fundurinn hófst ekki fyrr en 11:20 þar sem samninganefndir funduðu fyrst í sitthvoru lagi. Þær funda nú aftur í sitthvoru lagi og gátu lítið sagt um stöðuna eða hvernig dagurinn þróast fyrir þá fundi.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent