Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2018 15:19 Kristján Loftsson er forstjóri Hvals. Hann sagðist fullviss um að hvalurinn væri blendingur sem nú hefur fengist staðfest. Vísir/Getty Hvalurinn sem dreginn var á land af skipum Hvals hf. í hvalstöðinni í Hvalfirði þann 7. júlí var blendingur langreyðar og steypireyðar. Þetta staðfesta niðurstöður erfðafræðirannsókna. Faðirinn var langreyður og móðirin steypireyður. Talið var að hvalurinn gæti mögulega verið steypireyður sem bannað er að veiða. Hefur verið fjallað um málið í erlendum fjölmiðlum þar sem sérfræðingar hafa talið víst að um steypireyð var að ræða. Kölluðu hvalasérfræðingar eftir því að hvalveiðifloti Hvals hf. yrði kyrrsettur uns skorið yrði úr því með erfðavísindarannsókn að um blending væri að ræða. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagðist alltaf sannfærður um að hvalurinn væri blendingur. Stærðamunur er á tegundunum tveimur sem um ræðir en steypireyður er stærsta dýr heims. Þyngdarmunur dýranna nemur um 60-80 tonnum. Efri hluti þeirra, sá er kemur upp úr sjónum, er þó áþekkur í sýn. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafró, sagði við fréttastofu þann 13. júlí að rannsóknir á borð við þessar færu yfirleitt fram á haustin. Í þessu tilfelli hafi verið óskað eftir því að semja við rannsóknarstofu um að skoða sýnið sem fyrst. Þeirri rannsókn er nú lokið og niðurstaðan að um blending hafi verið að ræða.Tilkynningin frá Hafró Þann 7. júlí sl. var hvalur dreginn á land í hvalstöðinni í Hvalfirði sem bar einkenni bæði langreyðar og steypireyðar. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar sem var við mælingar og sýnatöku í hvalstöðinni tilkynnti strax um atvikið og gerði viðeigandi athuganir og mælingar auk sýnatöku. Bráðabirgðaniðurstaða Hafrannsóknastofnunar var að um væri að ræða blending en að staðfestingu yrði leitað með erfðafræðilegum aðferðum í vertíðarlok líkt og gert hefur verið í fyrri tilfellum þegar meintir blendingar hafa veiðst. Í kjölfar mikillar umræðu um það að umræddur hvalur væri hugsanlega steypireyður var ákveðið að flýta eins og kostur væri greiningu erfðasýna til að fá niðurstöðu eins fljótt og mögulegt væri. Þeirri vinnu er nú lokið. Niðurstöður erfðafræðirannsóknanna staðfesta að umræddur hvalur sem veiddur var þann 7. júlí síðastliðinn var blendingur langreyðar og steypireyðar og að móðirin var steypireyður en faðirinn langreyður.Nánar um rannsóknina Erfðagreining fór fram á rannsóknastofu MATÍS en úrvinnsla gagnanna var unnin af erfðasérfræðingi Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við sérfræðing MATÍS. Umrætt sýni var greint ásamt öðrum sýnum úr blendingum sem safnað hefur verið úr atvinnuveiðum frá árinu 1983, alls 5 einstaklingum. Þá voru greind erfðasýni úr 24 langreyðum sem safnað var í ár auk þeirra 154 sem veiddust árið 2015. Jafnframt voru greind eldri sýni úr steypireyði (23 einstaklingar) sem til eru í lífsýnasafni Hafrannsóknastofnunar. Tvennskonar aðferðum var beitt við greiningu sýna. Annars vegar voru raðgreindir hvatberar (mtDNA) auk þess sem 15 erfðamörk voru greindmeð svokallaðri mikrósatelíta (nDNA) aðferð. Erfðaefni hvatberanna erfist beint frá móður og staðfestir greiningin að móðir umrædds hvals var steypireyður. Þar sem hvatbera greiningin staðfestir ekki tegund föðursins var frekari greining gerð með umræddri mikrósatelíta aðferð. Meðfylgjandi mynd sýnir niðurstöður þeirrar greiningar og unnið var í greiningarforritinu STRUCTURE.Á myndinni má sjá niðurstöður fyrir alla 206 hvalina sem rannsakaðir voru. Einleitu rauðu súlurnar sýna langreyðar en grænu heilu súlurnar sýna eldri sýni úr steypireyði. Þau 5 sýni sem eru bæði rauð og græn eru úr hvölum sem greinast sem blendingar. Hluti þeirra hefur áður verið greindur sem blendingar og niðurstöður birtar í ritrýndum vísindatímaritum. Umræddur hvalur sem veiddist 7. júlí er merktur sem Hvalur 22 á myndinni. Niðurstöður greininganna staðfesta að allir hvalirnir sem greindir hafaverið sem blendingar af útlitseinkennum eru blendingar af fyrstu kynslóð þar sem annað foreldrið var hrein steypireyður og hitt foreldrið langreyður. Niðurstöðurnar erfðafræðirannsóknanna staðfesta sem fyrr segir að umræddur hvalur sem veiddur var þann 7. júlí síðastliðinn var blendingur langreyðar og steypireyðar. Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Hvalurinn sem dreginn var á land af skipum Hvals hf. í hvalstöðinni í Hvalfirði þann 7. júlí var blendingur langreyðar og steypireyðar. Þetta staðfesta niðurstöður erfðafræðirannsókna. Faðirinn var langreyður og móðirin steypireyður. Talið var að hvalurinn gæti mögulega verið steypireyður sem bannað er að veiða. Hefur verið fjallað um málið í erlendum fjölmiðlum þar sem sérfræðingar hafa talið víst að um steypireyð var að ræða. Kölluðu hvalasérfræðingar eftir því að hvalveiðifloti Hvals hf. yrði kyrrsettur uns skorið yrði úr því með erfðavísindarannsókn að um blending væri að ræða. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagðist alltaf sannfærður um að hvalurinn væri blendingur. Stærðamunur er á tegundunum tveimur sem um ræðir en steypireyður er stærsta dýr heims. Þyngdarmunur dýranna nemur um 60-80 tonnum. Efri hluti þeirra, sá er kemur upp úr sjónum, er þó áþekkur í sýn. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafró, sagði við fréttastofu þann 13. júlí að rannsóknir á borð við þessar færu yfirleitt fram á haustin. Í þessu tilfelli hafi verið óskað eftir því að semja við rannsóknarstofu um að skoða sýnið sem fyrst. Þeirri rannsókn er nú lokið og niðurstaðan að um blending hafi verið að ræða.Tilkynningin frá Hafró Þann 7. júlí sl. var hvalur dreginn á land í hvalstöðinni í Hvalfirði sem bar einkenni bæði langreyðar og steypireyðar. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar sem var við mælingar og sýnatöku í hvalstöðinni tilkynnti strax um atvikið og gerði viðeigandi athuganir og mælingar auk sýnatöku. Bráðabirgðaniðurstaða Hafrannsóknastofnunar var að um væri að ræða blending en að staðfestingu yrði leitað með erfðafræðilegum aðferðum í vertíðarlok líkt og gert hefur verið í fyrri tilfellum þegar meintir blendingar hafa veiðst. Í kjölfar mikillar umræðu um það að umræddur hvalur væri hugsanlega steypireyður var ákveðið að flýta eins og kostur væri greiningu erfðasýna til að fá niðurstöðu eins fljótt og mögulegt væri. Þeirri vinnu er nú lokið. Niðurstöður erfðafræðirannsóknanna staðfesta að umræddur hvalur sem veiddur var þann 7. júlí síðastliðinn var blendingur langreyðar og steypireyðar og að móðirin var steypireyður en faðirinn langreyður.Nánar um rannsóknina Erfðagreining fór fram á rannsóknastofu MATÍS en úrvinnsla gagnanna var unnin af erfðasérfræðingi Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við sérfræðing MATÍS. Umrætt sýni var greint ásamt öðrum sýnum úr blendingum sem safnað hefur verið úr atvinnuveiðum frá árinu 1983, alls 5 einstaklingum. Þá voru greind erfðasýni úr 24 langreyðum sem safnað var í ár auk þeirra 154 sem veiddust árið 2015. Jafnframt voru greind eldri sýni úr steypireyði (23 einstaklingar) sem til eru í lífsýnasafni Hafrannsóknastofnunar. Tvennskonar aðferðum var beitt við greiningu sýna. Annars vegar voru raðgreindir hvatberar (mtDNA) auk þess sem 15 erfðamörk voru greindmeð svokallaðri mikrósatelíta (nDNA) aðferð. Erfðaefni hvatberanna erfist beint frá móður og staðfestir greiningin að móðir umrædds hvals var steypireyður. Þar sem hvatbera greiningin staðfestir ekki tegund föðursins var frekari greining gerð með umræddri mikrósatelíta aðferð. Meðfylgjandi mynd sýnir niðurstöður þeirrar greiningar og unnið var í greiningarforritinu STRUCTURE.Á myndinni má sjá niðurstöður fyrir alla 206 hvalina sem rannsakaðir voru. Einleitu rauðu súlurnar sýna langreyðar en grænu heilu súlurnar sýna eldri sýni úr steypireyði. Þau 5 sýni sem eru bæði rauð og græn eru úr hvölum sem greinast sem blendingar. Hluti þeirra hefur áður verið greindur sem blendingar og niðurstöður birtar í ritrýndum vísindatímaritum. Umræddur hvalur sem veiddist 7. júlí er merktur sem Hvalur 22 á myndinni. Niðurstöður greininganna staðfesta að allir hvalirnir sem greindir hafaverið sem blendingar af útlitseinkennum eru blendingar af fyrstu kynslóð þar sem annað foreldrið var hrein steypireyður og hitt foreldrið langreyður. Niðurstöðurnar erfðafræðirannsóknanna staðfesta sem fyrr segir að umræddur hvalur sem veiddur var þann 7. júlí síðastliðinn var blendingur langreyðar og steypireyðar.
Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30 Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35
Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31
Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Ýmist er talið að um steypireyð eða blending sé að ræða. 13. júlí 2018 19:30
Forsætisráðherra telur óskynsamlegt að halda hvalveiðum áfram Erfðarannsókn á hval sem veiddur var um helgina stendur nú yfir en verið er að skera úr um tegund hvalsins. Sérfræðingar telja ýmist að um steypireyð eða blending steypireyðar og langreyðar sé að ræða. 14. júlí 2018 19:30