Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júlí 2018 15:35 Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. Deilan sé enn í pattstöðu eftir að kjaranefnd ljósmæðra féllst ekki á það í dag að sáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu. Í samtali við fréttastofu segist Bryndís hafa lagt það til á fundinum að hún fengi að leggja fram miðlunartillögu en sáttasemjari þarf að hafa samráði við samninganefndirnar um slíka tillögu áður en hún er lögð fram. „Og sú miðlunartillaga, hún í raun og veru hefði þá falið það í sér, hefði hún verið samþykkt, að þá hefði þeim ágreiningi sem eftir stendur í málinu sem snýst um það hvort launasetning ljósmæðra endurspegli ábyrgð aukið vinnuálag og svo framvegis í þeirra störfum. Ég vildi vísa þessum ágreiningi inn í þriggja manna gerðardóm sem myndi vinna hratt og skila tillögu innan kannski eins mánaðar um það að hvaða leyti þetta mat myndi fela í sér skila sér inn í launasetningu ljósmæðra,“ segir Bryndís.Steytir á 110 milljónum króna Að öðru leyti væri efnislega sá samningur sem var á borðinu í vor og ljósmæður felldu með fullri afturvirkni. Kostnaðaráætlun hans væri þá það sem ljósmæður myndu fá strax og þær hækkanir sem í honum voru. „En að þessum þætti, þessum hnút sem við höfum setið yfir hérna á síðustu fundum, á síðustu vikum, að hann yrði leystur með þessum hætti að hann yrði ákvarðaður af gerðardómi,“ segir Bryndís og vísar í ágreining um launasetninguna. Ljósmæður vilja fá alls 170 milljónir króna inn í stofnanasamninga til að leiðrétta launasetninguna en ríkið hefur boðið þeim 60 milljónir króna. Það sætta þær sig ekki við. Bryndís segir samninganefnd ljósmæðra hafa hafnað þessari leið í deilunni og ekki heimilað henni að leggja fram miðlunartillögu. Yfirvinnubann ljósmæðra verður því enn í gildi en það hefur nú staðið í tæpa tvo sólarhringa. Stjórnendur Landspítalans lýsa ástandinu sem skapast hefur vegna bannsins, sem og uppsagna ljósmæðra sem tóku gildi þann 1. júlí, sem neyðarástandi.Hefur spítalinn nú ákveðið að grípa til þeirra aðgerða að loka meðgöngu- og sængurlegudeild sem og að fella niður fyrstu reglulegar ómskoðanir þungaðra kvenna frá og með næsta mánudegi.Viðtalið við Bryndísi Hlöðversdóttur má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. Deilan sé enn í pattstöðu eftir að kjaranefnd ljósmæðra féllst ekki á það í dag að sáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu. Í samtali við fréttastofu segist Bryndís hafa lagt það til á fundinum að hún fengi að leggja fram miðlunartillögu en sáttasemjari þarf að hafa samráði við samninganefndirnar um slíka tillögu áður en hún er lögð fram. „Og sú miðlunartillaga, hún í raun og veru hefði þá falið það í sér, hefði hún verið samþykkt, að þá hefði þeim ágreiningi sem eftir stendur í málinu sem snýst um það hvort launasetning ljósmæðra endurspegli ábyrgð aukið vinnuálag og svo framvegis í þeirra störfum. Ég vildi vísa þessum ágreiningi inn í þriggja manna gerðardóm sem myndi vinna hratt og skila tillögu innan kannski eins mánaðar um það að hvaða leyti þetta mat myndi fela í sér skila sér inn í launasetningu ljósmæðra,“ segir Bryndís.Steytir á 110 milljónum króna Að öðru leyti væri efnislega sá samningur sem var á borðinu í vor og ljósmæður felldu með fullri afturvirkni. Kostnaðaráætlun hans væri þá það sem ljósmæður myndu fá strax og þær hækkanir sem í honum voru. „En að þessum þætti, þessum hnút sem við höfum setið yfir hérna á síðustu fundum, á síðustu vikum, að hann yrði leystur með þessum hætti að hann yrði ákvarðaður af gerðardómi,“ segir Bryndís og vísar í ágreining um launasetninguna. Ljósmæður vilja fá alls 170 milljónir króna inn í stofnanasamninga til að leiðrétta launasetninguna en ríkið hefur boðið þeim 60 milljónir króna. Það sætta þær sig ekki við. Bryndís segir samninganefnd ljósmæðra hafa hafnað þessari leið í deilunni og ekki heimilað henni að leggja fram miðlunartillögu. Yfirvinnubann ljósmæðra verður því enn í gildi en það hefur nú staðið í tæpa tvo sólarhringa. Stjórnendur Landspítalans lýsa ástandinu sem skapast hefur vegna bannsins, sem og uppsagna ljósmæðra sem tóku gildi þann 1. júlí, sem neyðarástandi.Hefur spítalinn nú ákveðið að grípa til þeirra aðgerða að loka meðgöngu- og sængurlegudeild sem og að fella niður fyrstu reglulegar ómskoðanir þungaðra kvenna frá og með næsta mánudegi.Viðtalið við Bryndísi Hlöðversdóttur má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00
Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32