„Því miður fór allt í fokk" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2018 18:06 Tekist var á um kísilverið í Helguvík í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur frestað því að afgreiða beiðni félagsins Stakksbergs um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík. Félagið sem er í eigu Arion banka er eigandi kísilversins og eru breytingarnar forsenda endurræsingar. Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins hafnaði beiðninni fyrir helgi og sköpuðust heitar umræður um málið á fundi bæjarstjórnar á sjötta tímanum í dag. Oddviti Miðflokksins lagði til að verksmiðjan yrði rifin og seld úr landi en oddviti Beinnar leiðar segir íbúakosningu þurfa að fara fram. Bæjarstjórn ætlar að kalla eftir frekari gögnum frá Skipulagstofnun og eiga samtal við íbúa um framtíð svæðisins. Í beiðninni sem var lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráð á föstudag óskaði félagið Stakksberg eftir því að skipulags- og matslýsing á svæðinu yrði tekin til meðferðar. Jafnframt vildi félagið heimild til þess að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við það. Arion banki eignaðist kísilverið eftir gjaldþrot United Silicon og heldur félagið Stakksberg utan um það. Í dag stangast byggingarleyfi verksmiðjunnar á við deiliskipulag svæðisins og nauðsynlegt er að uppfæra deiliskipulagið í samræmi við það. Þá hyggst félagið gera nauðsynlegar úrbætur til þess að unnt sé að hefja rekstur að nýju. Umhverfisstofnun komst að þeirri niðurstöðu í janúar að verksmiðjan uppfyllti ekki skilyrði fyrir starfsleyfi.Úr Reykjanesbæ.Vísir/GVAEnginn afsláttur gefinn Ríkharður Ibsen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem á sæti í umhverfis- og skipulagsráði, rökstuddi ákvörðun ráðsins stuttlega á fundinum í dag. „Í fyrsta lagi viljum við umhverfismat fyrir deiliskipulagið og við viljum stýra því og hafa þetta eins nálægt íbúum og við mögulega getum," sagði Ríkharður. „Bara svo það sé á hreinu að þá erum við brennd af þessari starfsemi og við munum ekki gefa neinn afslátt af framtíðarskipulagningu í Helguvík," sagði hann. Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ, óskaði eftir bókun á sinni afstöðu og vísaði til þess að samþykkt á breytingunum væri forsenda þess að hægt yrði að hefja starfsemi að nýju. „Reykjanesbæ ber engin skylda til þess. Það var byggt í trássi við skipulag," sagði Margrét og bætti við að helsta kosningaloforð þeirra hefði verið að rífa þessa verksmiðju og selja úr landi.Visir/Jóhann K. JóhannssonKirkjugarður stóriðjunnar Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar, benti á að verksmiðjan hefði verið byggð á tíma mikils atvinnuleysis á svæðinu. Því hafi átt að redda með stóriðju. „Síðan hefur margt gerst og margar verksmiðjur hafa verið nefndar sem ekki hafa verið reistar. Í dag lítur Helguvík út eins og risavaxinn kirkjugarður stóriðjunnar. Við sjáum þarna hálfbyggt álver og sjáum þarna kísilver sem hefur valdið okkur veulegum vandræðum." Illa hafi farið þrátt fyrir góðan ásetning. „Því miður fór það þannig, þrátt fyrir góðan vilja sem menn höfðu til að byggja upp atvinnu sem gæti skilað einhverju til samfélagsins og íbúa. Að þá fór þetta allt í fokk. Þeir sem höfðu einhver samskipti við okkur og lofuðu öllu fögru, sögðu að þetta yrði byggt eftir bestu fáanlegu tækni, þeir voru hreinlega bara að ljúga að okkur," sagði Guðbrandur.Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar.Mynd/Bein leið„Er það áreiðanlegt?" Hann gerir athugasemdir við aðkomu nýja félagsins að verkinu. „Þetta fyrirbæri fer síðan í gjaldþrot. Þeir sem lofuðu okkur gulli og grænum skógum sigldu með þetta í gjaldþrot. Verksmiðjan var ekki stöndugri en svo að þola ekki þessi áföll. Nú er svo komið að einn af hluthöfunum vill fara aftur af stað og vill fá ráðrúm. Einn af stóru hluthfunum í gömlu kennitölunni. Og hann segir við okkur að það verði bara allt í góðu. Er það áreiðanlegt?" spurði Guðbrandur. Hann sagði það ekki á verksviði bæjarfulltrúa að ákveða framtíð svæðisins og ætlar að kalla eftir íbúakosningu. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur frestað því að afgreiða beiðni félagsins Stakksbergs um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík. Félagið sem er í eigu Arion banka er eigandi kísilversins og eru breytingarnar forsenda endurræsingar. Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins hafnaði beiðninni fyrir helgi og sköpuðust heitar umræður um málið á fundi bæjarstjórnar á sjötta tímanum í dag. Oddviti Miðflokksins lagði til að verksmiðjan yrði rifin og seld úr landi en oddviti Beinnar leiðar segir íbúakosningu þurfa að fara fram. Bæjarstjórn ætlar að kalla eftir frekari gögnum frá Skipulagstofnun og eiga samtal við íbúa um framtíð svæðisins. Í beiðninni sem var lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráð á föstudag óskaði félagið Stakksberg eftir því að skipulags- og matslýsing á svæðinu yrði tekin til meðferðar. Jafnframt vildi félagið heimild til þess að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við það. Arion banki eignaðist kísilverið eftir gjaldþrot United Silicon og heldur félagið Stakksberg utan um það. Í dag stangast byggingarleyfi verksmiðjunnar á við deiliskipulag svæðisins og nauðsynlegt er að uppfæra deiliskipulagið í samræmi við það. Þá hyggst félagið gera nauðsynlegar úrbætur til þess að unnt sé að hefja rekstur að nýju. Umhverfisstofnun komst að þeirri niðurstöðu í janúar að verksmiðjan uppfyllti ekki skilyrði fyrir starfsleyfi.Úr Reykjanesbæ.Vísir/GVAEnginn afsláttur gefinn Ríkharður Ibsen, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem á sæti í umhverfis- og skipulagsráði, rökstuddi ákvörðun ráðsins stuttlega á fundinum í dag. „Í fyrsta lagi viljum við umhverfismat fyrir deiliskipulagið og við viljum stýra því og hafa þetta eins nálægt íbúum og við mögulega getum," sagði Ríkharður. „Bara svo það sé á hreinu að þá erum við brennd af þessari starfsemi og við munum ekki gefa neinn afslátt af framtíðarskipulagningu í Helguvík," sagði hann. Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ, óskaði eftir bókun á sinni afstöðu og vísaði til þess að samþykkt á breytingunum væri forsenda þess að hægt yrði að hefja starfsemi að nýju. „Reykjanesbæ ber engin skylda til þess. Það var byggt í trássi við skipulag," sagði Margrét og bætti við að helsta kosningaloforð þeirra hefði verið að rífa þessa verksmiðju og selja úr landi.Visir/Jóhann K. JóhannssonKirkjugarður stóriðjunnar Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar, benti á að verksmiðjan hefði verið byggð á tíma mikils atvinnuleysis á svæðinu. Því hafi átt að redda með stóriðju. „Síðan hefur margt gerst og margar verksmiðjur hafa verið nefndar sem ekki hafa verið reistar. Í dag lítur Helguvík út eins og risavaxinn kirkjugarður stóriðjunnar. Við sjáum þarna hálfbyggt álver og sjáum þarna kísilver sem hefur valdið okkur veulegum vandræðum." Illa hafi farið þrátt fyrir góðan ásetning. „Því miður fór það þannig, þrátt fyrir góðan vilja sem menn höfðu til að byggja upp atvinnu sem gæti skilað einhverju til samfélagsins og íbúa. Að þá fór þetta allt í fokk. Þeir sem höfðu einhver samskipti við okkur og lofuðu öllu fögru, sögðu að þetta yrði byggt eftir bestu fáanlegu tækni, þeir voru hreinlega bara að ljúga að okkur," sagði Guðbrandur.Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar.Mynd/Bein leið„Er það áreiðanlegt?" Hann gerir athugasemdir við aðkomu nýja félagsins að verkinu. „Þetta fyrirbæri fer síðan í gjaldþrot. Þeir sem lofuðu okkur gulli og grænum skógum sigldu með þetta í gjaldþrot. Verksmiðjan var ekki stöndugri en svo að þola ekki þessi áföll. Nú er svo komið að einn af hluthöfunum vill fara aftur af stað og vill fá ráðrúm. Einn af stóru hluthfunum í gömlu kennitölunni. Og hann segir við okkur að það verði bara allt í góðu. Er það áreiðanlegt?" spurði Guðbrandur. Hann sagði það ekki á verksviði bæjarfulltrúa að ákveða framtíð svæðisins og ætlar að kalla eftir íbúakosningu.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira