Stefnt að opnun heilsugæslu fyrir konur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2018 21:00 Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra. Heilbrigðisráðherra segir hugmyndina í raun komna frá ljósmæðrum og í samtali við fréttastofu lýsa nokkrar þeirra ánægju með tillöguna. Þær benda á að ýmiss konar upplýsingum um heilsu og áfallasögu kvenna sé safnað saman í mæðravernd en eftirfylgni fellur niður um leið og konan fæðir barnið. Með þessu megi nýta sérþekkingu ljósmæðra enn betur. „Að þeirra hlutverk útvíkkist í raun og veru í það að þjóna konum á öllum aldri. Þá er ég að tala um þau heilsufarsviðfangsefni sem koma upp. Ég nefni bara breytingarskeið og túrverki sem er ekki beinlínis það sem tengist meðgöngu eða fæðingu," segir Svandís Svavarsdóttir. Þetta er liður í eflingu heilsugæslunnar og hugsunin er að konur á öllum aldri gætu pantað tíma á sérstakri heilsugæslu fyrir konur. „Við myndum þróa verkefnið með því að byrja kannski á einum stað í Reykjavík og einum úti á landi og sjá hvernig því yndi fram," segir Svandís. Verkefnið er enn á frumstigi en markmiðið er að opna úrræðið sem allra fyrst. „Frekar en að bíða eftir að stóra skýrslan komi, eða einhver niðurstaða stórs starfshóps eða eitthvað slíkt. Vegna þess að ég held að faglegi viljinn sé fyrir hendi, þekkingin er fyrir hendi og ég er sannfærð um að þörfin sé líka fyrir hendi," segir Svandís. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra. Heilbrigðisráðherra segir hugmyndina í raun komna frá ljósmæðrum og í samtali við fréttastofu lýsa nokkrar þeirra ánægju með tillöguna. Þær benda á að ýmiss konar upplýsingum um heilsu og áfallasögu kvenna sé safnað saman í mæðravernd en eftirfylgni fellur niður um leið og konan fæðir barnið. Með þessu megi nýta sérþekkingu ljósmæðra enn betur. „Að þeirra hlutverk útvíkkist í raun og veru í það að þjóna konum á öllum aldri. Þá er ég að tala um þau heilsufarsviðfangsefni sem koma upp. Ég nefni bara breytingarskeið og túrverki sem er ekki beinlínis það sem tengist meðgöngu eða fæðingu," segir Svandís Svavarsdóttir. Þetta er liður í eflingu heilsugæslunnar og hugsunin er að konur á öllum aldri gætu pantað tíma á sérstakri heilsugæslu fyrir konur. „Við myndum þróa verkefnið með því að byrja kannski á einum stað í Reykjavík og einum úti á landi og sjá hvernig því yndi fram," segir Svandís. Verkefnið er enn á frumstigi en markmiðið er að opna úrræðið sem allra fyrst. „Frekar en að bíða eftir að stóra skýrslan komi, eða einhver niðurstaða stórs starfshóps eða eitthvað slíkt. Vegna þess að ég held að faglegi viljinn sé fyrir hendi, þekkingin er fyrir hendi og ég er sannfærð um að þörfin sé líka fyrir hendi," segir Svandís.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira