Fyrsta viðtalið eftir YouTube-skandalinn: „Hvattur til að fremja sjálfsmorð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. febrúar 2018 15:30 Logan Paul er með 15 milljónir fylgjenda á YouTube. Bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. Atvikið átti sér stað fyrir um mánuði síðan og dró Paul sig fljótlega í hlé eftir viðbrögð heimsins. Paul var á ferðalagi í Japan ásamt vinum sínum og hafði hann ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum. Í myndbandi sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að því. Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun. Í kjölfari fékk Logan Paul senda fjölda morðhótana og var hann hreinlega hvattur til að fremja sjálfur sjálfsmorð.Versti tími ævinnar Nú hefur hann tjáð sig í fyrsta sinn um málið í viðtali við Michael Strahan í morgunþættinum Good Morning America. „Lífið mitt breyttist mjög fljótt og tók algjöra u-beygju,“ segir Paul. „Ég skil ekki af hverju ég gerði þetta en ég trúi því að þetta hafi gerst af einhverri ástæðu. Ég verð að taka þessa lífsreynslu og læra af henni. Mig langar að boða ákveðinn boðskap og reyna aðstoða við að koma í veg fyrir sjálfsmorð,“ sagði Paul við Strahan. Hann segir að sú gagnrýni sem hann hafi fengið á sig ætti hann skilið. „Ég hef fengið fullt af póstum þar sem ég er hvattur til að fremja sjálfsmorð. Þetta hefur verið erfiðasti tími lífs míns og allt í einu hataði allur heimurinn mig.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.FULL INTERVIEW: YouTube star @LoganPaul speaks out, one-on-one with @MichaelStrahan. "I am a good guy who made a bad decision...I will think twice in the future about what I post." pic.twitter.com/5ju8WPA4HV — Good Morning America (@GMA) February 1, 2018 Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Stjarna sýpur seyðið Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul. 11. janúar 2018 06:38 Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. Atvikið átti sér stað fyrir um mánuði síðan og dró Paul sig fljótlega í hlé eftir viðbrögð heimsins. Paul var á ferðalagi í Japan ásamt vinum sínum og hafði hann ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum. Í myndbandi sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að því. Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun. Í kjölfari fékk Logan Paul senda fjölda morðhótana og var hann hreinlega hvattur til að fremja sjálfur sjálfsmorð.Versti tími ævinnar Nú hefur hann tjáð sig í fyrsta sinn um málið í viðtali við Michael Strahan í morgunþættinum Good Morning America. „Lífið mitt breyttist mjög fljótt og tók algjöra u-beygju,“ segir Paul. „Ég skil ekki af hverju ég gerði þetta en ég trúi því að þetta hafi gerst af einhverri ástæðu. Ég verð að taka þessa lífsreynslu og læra af henni. Mig langar að boða ákveðinn boðskap og reyna aðstoða við að koma í veg fyrir sjálfsmorð,“ sagði Paul við Strahan. Hann segir að sú gagnrýni sem hann hafi fengið á sig ætti hann skilið. „Ég hef fengið fullt af póstum þar sem ég er hvattur til að fremja sjálfsmorð. Þetta hefur verið erfiðasti tími lífs míns og allt í einu hataði allur heimurinn mig.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.FULL INTERVIEW: YouTube star @LoganPaul speaks out, one-on-one with @MichaelStrahan. "I am a good guy who made a bad decision...I will think twice in the future about what I post." pic.twitter.com/5ju8WPA4HV — Good Morning America (@GMA) February 1, 2018
Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Stjarna sýpur seyðið Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul. 11. janúar 2018 06:38 Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34
Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53
Stjarna sýpur seyðið Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul. 11. janúar 2018 06:38