Fyrsta viðtalið eftir YouTube-skandalinn: „Hvattur til að fremja sjálfsmorð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. febrúar 2018 15:30 Logan Paul er með 15 milljónir fylgjenda á YouTube. Bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. Atvikið átti sér stað fyrir um mánuði síðan og dró Paul sig fljótlega í hlé eftir viðbrögð heimsins. Paul var á ferðalagi í Japan ásamt vinum sínum og hafði hann ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum. Í myndbandi sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að því. Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun. Í kjölfari fékk Logan Paul senda fjölda morðhótana og var hann hreinlega hvattur til að fremja sjálfur sjálfsmorð.Versti tími ævinnar Nú hefur hann tjáð sig í fyrsta sinn um málið í viðtali við Michael Strahan í morgunþættinum Good Morning America. „Lífið mitt breyttist mjög fljótt og tók algjöra u-beygju,“ segir Paul. „Ég skil ekki af hverju ég gerði þetta en ég trúi því að þetta hafi gerst af einhverri ástæðu. Ég verð að taka þessa lífsreynslu og læra af henni. Mig langar að boða ákveðinn boðskap og reyna aðstoða við að koma í veg fyrir sjálfsmorð,“ sagði Paul við Strahan. Hann segir að sú gagnrýni sem hann hafi fengið á sig ætti hann skilið. „Ég hef fengið fullt af póstum þar sem ég er hvattur til að fremja sjálfsmorð. Þetta hefur verið erfiðasti tími lífs míns og allt í einu hataði allur heimurinn mig.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.FULL INTERVIEW: YouTube star @LoganPaul speaks out, one-on-one with @MichaelStrahan. "I am a good guy who made a bad decision...I will think twice in the future about what I post." pic.twitter.com/5ju8WPA4HV — Good Morning America (@GMA) February 1, 2018 Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Stjarna sýpur seyðið Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul. 11. janúar 2018 06:38 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að hafa birt myndband þar sem lík manneskju sem hafði fyrirfarið sér sást. Atvikið átti sér stað fyrir um mánuði síðan og dró Paul sig fljótlega í hlé eftir viðbrögð heimsins. Paul var á ferðalagi í Japan ásamt vinum sínum og hafði hann ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum. Í myndbandi sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að því. Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun. Í kjölfari fékk Logan Paul senda fjölda morðhótana og var hann hreinlega hvattur til að fremja sjálfur sjálfsmorð.Versti tími ævinnar Nú hefur hann tjáð sig í fyrsta sinn um málið í viðtali við Michael Strahan í morgunþættinum Good Morning America. „Lífið mitt breyttist mjög fljótt og tók algjöra u-beygju,“ segir Paul. „Ég skil ekki af hverju ég gerði þetta en ég trúi því að þetta hafi gerst af einhverri ástæðu. Ég verð að taka þessa lífsreynslu og læra af henni. Mig langar að boða ákveðinn boðskap og reyna aðstoða við að koma í veg fyrir sjálfsmorð,“ sagði Paul við Strahan. Hann segir að sú gagnrýni sem hann hafi fengið á sig ætti hann skilið. „Ég hef fengið fullt af póstum þar sem ég er hvattur til að fremja sjálfsmorð. Þetta hefur verið erfiðasti tími lífs míns og allt í einu hataði allur heimurinn mig.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.FULL INTERVIEW: YouTube star @LoganPaul speaks out, one-on-one with @MichaelStrahan. "I am a good guy who made a bad decision...I will think twice in the future about what I post." pic.twitter.com/5ju8WPA4HV — Good Morning America (@GMA) February 1, 2018
Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Stjarna sýpur seyðið Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul. 11. janúar 2018 06:38 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34
Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53
Stjarna sýpur seyðið Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul. 11. janúar 2018 06:38