Paul var á ferðalagi í Japan ásamt vinum sínum og hafði hann ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga.
Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum. Í myndbandi sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að því.
Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun. Í kjölfari fékk Logan Paul senda fjölda morðhótana og var hann hreinlega hvattur til að fremja sjálfur sjálfsmorð.
Versti tími ævinnar
Nú hefur hann tjáð sig í fyrsta sinn um málið í viðtali við Michael Strahan í morgunþættinum Good Morning America.„Lífið mitt breyttist mjög fljótt og tók algjöra u-beygju,“ segir Paul.
„Ég skil ekki af hverju ég gerði þetta en ég trúi því að þetta hafi gerst af einhverri ástæðu. Ég verð að taka þessa lífsreynslu og læra af henni. Mig langar að boða ákveðinn boðskap og reyna aðstoða við að koma í veg fyrir sjálfsmorð,“ sagði Paul við Strahan. Hann segir að sú gagnrýni sem hann hafi fengið á sig ætti hann skilið.
„Ég hef fengið fullt af póstum þar sem ég er hvattur til að fremja sjálfsmorð. Þetta hefur verið erfiðasti tími lífs míns og allt í einu hataði allur heimurinn mig.“
Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
FULL INTERVIEW: YouTube star @LoganPaul speaks out, one-on-one with @MichaelStrahan. "I am a good guy who made a bad decision...I will think twice in the future about what I post." pic.twitter.com/5ju8WPA4HV
— Good Morning America (@GMA) February 1, 2018