Sex daga á þessu ári hefur svifryksmengun farið upp fyrir sólarhringsheilsumörk í Reykjavík. Í fyrra gerðist það í 17 daga. Guðmundur Ingi segir að eðlilegt sé að horfa til úrræða eins og að takmarka umferð.
„Ég vil að við getum snúið þessu við og rétt eins og það eru takmarkanir á umferð þegar veður er slæmt séu takmarkanir á umferð er mengun er mikil.“Í drögum að frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, til breytinga á umferðarlögum er heimild fyrir sveitarfélög til að leggja á allt að 20 þúsund króna gjald á bíla á nagladekkjum.
Sjá einnig: Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum
Loka megi götum ef svifryksmengun mælist yfir mörkum. Guðmundur Ingi bendir líka á að heilbrigðisnefndir sveitarfélaga eigi að gera aðgerðaráætlanir um skammtímaaðgerðir. Umhverfisstofnun vinni nú að leiðbeiningum um þetta í samræmi við áætlun um loftgæði.
„Ég tel að ef við sjáum þessar breytingar verða núna alveg á næstunni séum við með fleiri úrræði í höndunum. En það sem er líka hægt að grípa til eru aðgerðir eins og að rykbinda eða að hreinsa göturnar betur. Það þarf að vera blanda,“ segir umhverfisráðherra