Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2018 18:10 Ríkisstjórnin á tröppunum á Bessastöðum í nóvember á síðasta ári. VÍSIR/ERNIR Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á fund nefndarinnar. Telur Halldóra að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar þann 26.febrúar á þessu ári um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar.Ámælisvert framferði „Samkvæmt fréttaflutningi Stundarinnar sem birtist í morgun hafa ráðherrar ríkisstjórnar Íslands hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði. Ef þær fréttir sem birtust í morgun reynist réttar hefur Bragi Guðbrandsson í starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu beitt sér í trássi við lög, til að þvinga Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar, sem hafði forræði á viðkomandi máli, til að verða að kröfum kunningja síns, föður hins grunaða. Slíkt framferði er ámælisvert og munu þingmenn Pírata beita sér fyrir áframhaldandi rannsókn á því hvort Bragi Guðbrandsson hafi framið lögbrot með aðgerðum sínum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Pírötum. „Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, hóf frumkvæðisrannsókn á málinu í janúar og hefur velferðarnefnd Alþingis fengið gögn málsins. Fullyrt er að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir barnaverndarnefnda til félags- og jafnréttismálaráðherra og í kjölfar rannsóknar ráðuneytisins, hafi Ásmundur Einar Daðason ekkert aðhafst. Í stað þess hafi hann sagt ósatt í pontu Alþingis þann 26. febrúar sl. þegar hann svaraði fyrirspurn Halldóru Mogensen, formanns velferðarnefndar, á þá leið að „Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti.““ Þau orð túlkar Halldóra sem ósannindi og hefur hún því kallað Ásmund fyrir nefndina. „Í stað þess að láta Braga sæta ábyrgð á gjörðum sínum er honum verðlaunað með stuðningi ríkisstjórnarinnar við framboð hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna,“ sagði meðal annars í tilkynningu Halldóru fyrr í dag. Í tilkynningu Pírata er sagt að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir barnaverndarnefnda til félags- og jafnréttismálaráðherra og í kjölfar rannsóknar ráðuneytisins, hafi Ásmundur Einar Daðason ekkert aðhafst. Fundurinn hjá velferðarnefnd fer fram mánudaginn 30. apríl. Tengdar fréttir Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45 Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á fund nefndarinnar. Telur Halldóra að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar þann 26.febrúar á þessu ári um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar.Ámælisvert framferði „Samkvæmt fréttaflutningi Stundarinnar sem birtist í morgun hafa ráðherrar ríkisstjórnar Íslands hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði. Ef þær fréttir sem birtust í morgun reynist réttar hefur Bragi Guðbrandsson í starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu beitt sér í trássi við lög, til að þvinga Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar, sem hafði forræði á viðkomandi máli, til að verða að kröfum kunningja síns, föður hins grunaða. Slíkt framferði er ámælisvert og munu þingmenn Pírata beita sér fyrir áframhaldandi rannsókn á því hvort Bragi Guðbrandsson hafi framið lögbrot með aðgerðum sínum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Pírötum. „Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, hóf frumkvæðisrannsókn á málinu í janúar og hefur velferðarnefnd Alþingis fengið gögn málsins. Fullyrt er að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir barnaverndarnefnda til félags- og jafnréttismálaráðherra og í kjölfar rannsóknar ráðuneytisins, hafi Ásmundur Einar Daðason ekkert aðhafst. Í stað þess hafi hann sagt ósatt í pontu Alþingis þann 26. febrúar sl. þegar hann svaraði fyrirspurn Halldóru Mogensen, formanns velferðarnefndar, á þá leið að „Barnaverndarstofa eða forstjóri hennar hafi ekki brotið af sér með neinum hætti.““ Þau orð túlkar Halldóra sem ósannindi og hefur hún því kallað Ásmund fyrir nefndina. „Í stað þess að láta Braga sæta ábyrgð á gjörðum sínum er honum verðlaunað með stuðningi ríkisstjórnarinnar við framboð hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna,“ sagði meðal annars í tilkynningu Halldóru fyrr í dag. Í tilkynningu Pírata er sagt að þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir barnaverndarnefnda til félags- og jafnréttismálaráðherra og í kjölfar rannsóknar ráðuneytisins, hafi Ásmundur Einar Daðason ekkert aðhafst. Fundurinn hjá velferðarnefnd fer fram mánudaginn 30. apríl.
Tengdar fréttir Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45 Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15 Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Bragi ætlar ekki að tjá sig að svo stöddu Ráðast þarf í miklar breytingar á barnaverndarmálum til að endurheimta traust að sögn félagsmálaráðherra. 26. febrúar 2018 19:45
Kalla eftir niðurstöðum velferðarráðuneytisins í máli Braga Hann vill taka skýrt fram að málið beinist ekki gegn persónu Braga heldur snúist það fyrst og fremst um eðlilega stjórnsýslu í viðkvæmum málaflokki eins og þessum. 26. febrúar 2018 12:15
Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38