Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2018 14:00 Bæði L-listi Samstöðu og Sjálfstæðisflokkurinn í Grundarfirði hafa mótmælt þessari ákvörðun. Vísir/Vilhelm Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi Sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði hafa mótmælt þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans til að mótmæla þessari ákvörðun. Þá er talið að ákvörðunin muni koma niður á kjörsókn í sveitarfélaginu. Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson, sýslumann, við vinnslu fréttarinnar. Í yfirlýsingu á Facebook segir Samstaða að bæjarstjóri Grundarfjarðar hafi mótmælt þessu fyrirkomulagi „eina ferðina enn“ við Dómsmálaráðuneytið og hafi hann fengið þau svör að sýslumaður hafi lokavald. „Þetta er því algjörlega ákvörðun sýslumannsins á Vesturlandi að sniðganga Grundarfjörð og bjóða einungis upp á þjónustuna í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Við mótmælum þessu harðlega og skorum á sýslumanninn að tilnefna hér kjörstjóra og trúnaðarmenn til þess að halda utan um utankjörfundaratkvæðagreiðslu.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig gripið til Facebook og hvatt íbúa til að mótmæla ákvörðuninni með því að hringja á skrifstofu Sýslumanns og senda tölvupóst á Ólaf með textanum: „Hér með mótmælum við harðlega þeirri stefnu að útiloka Grundfirðinga í utankjörfundaratkvæðagreiðslu í heimabyggð! Það er sorglegt að sýslumaður skuli ýta undir slæma kosningaþátttöku með þessu hætti. Hvetjum sýslumann til að endurskoða afstöðu sína! Kveðja Grundfirðingar“ Grundarfjörður Kosningar 2018 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi Sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði hafa mótmælt þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans til að mótmæla þessari ákvörðun. Þá er talið að ákvörðunin muni koma niður á kjörsókn í sveitarfélaginu. Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson, sýslumann, við vinnslu fréttarinnar. Í yfirlýsingu á Facebook segir Samstaða að bæjarstjóri Grundarfjarðar hafi mótmælt þessu fyrirkomulagi „eina ferðina enn“ við Dómsmálaráðuneytið og hafi hann fengið þau svör að sýslumaður hafi lokavald. „Þetta er því algjörlega ákvörðun sýslumannsins á Vesturlandi að sniðganga Grundarfjörð og bjóða einungis upp á þjónustuna í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Við mótmælum þessu harðlega og skorum á sýslumanninn að tilnefna hér kjörstjóra og trúnaðarmenn til þess að halda utan um utankjörfundaratkvæðagreiðslu.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig gripið til Facebook og hvatt íbúa til að mótmæla ákvörðuninni með því að hringja á skrifstofu Sýslumanns og senda tölvupóst á Ólaf með textanum: „Hér með mótmælum við harðlega þeirri stefnu að útiloka Grundfirðinga í utankjörfundaratkvæðagreiðslu í heimabyggð! Það er sorglegt að sýslumaður skuli ýta undir slæma kosningaþátttöku með þessu hætti. Hvetjum sýslumann til að endurskoða afstöðu sína! Kveðja Grundfirðingar“
Grundarfjörður Kosningar 2018 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira