Enn ekki vitað hvenær 128 börn komast inn á leikskóla í Rekjavík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2018 19:15 Óvíst er hvenær hægt verður að taka inn hundrað tuttugu og átta börn í leikskóla í Reykjavík vegna mönnunar vanda. Öll börn á leikskólaaldri, sem eru á biðlista, fá pláss takist að ráða í öll stöðugildi. Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu háleit markið um stefnu í skóla- og frístundamálum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en allir lofuðu þeir hærri launum, minna álagi og fleiri leikskólum svo fátt eitt sé nefnt. Píratar gengu lengra í sínum loforðum en aðrir og vildu að barni sem ekki hefur verið úthlutað leikskólaplássi fái greiðslur heim sem samsvari niðurgreiðslu borgarinnar, sem eru um 140 þúsund krónur á mánuði, þar til borgin hefur útvegað pláss. Þegar nýtt meirihluta samstarf var kynnt 12. júní síðastliðinn kom fram í stefnu flokkanna í Skóla- og frístundamálum að bæta ætti starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum með því að bæta kjör starfsfólks, stytta vinnuvikuna, minnka álag, draga úr skriffinnsku og auka faglegt frelsi fólks. Í mars tilkynntu borgaryfirvöld víðtækar aðgerðir í leikskólamálum fyrir haustið. Þar kom fram að fjölga ætti ungbarnadeildum um helming strax í haust, leikskólaplássum yrði fjölgað um allt að 800 og nýir leikskólar yrðu byggðir. Bil milli fæðingaorlofs og leikskóla yrði brúað og aukið verulega við fjárveitingar. Eitt af því sem einkennt hefur störf leikskólanna er mönnunarvandi og um hann var fjallað meðal annars á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í dag. Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs ReykjavíkurborgarVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Staðan er miklu betri en hún var í fyrra og reyndar betri en undanfarin tvö ár, þannig að það eru miklu fleiri börn sem komast inn á leikskólanna og þau eru yngri, þannig að það eru mjög jákvæð teikn á lofti,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Óvíst hvenær 128 börn komast inn.Um 1400 ný börn hafa fengið boð um leikskólapláss í haust. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundaráði var í gær búið að ráða í nær 94% stöðugilda í 62 leikskólum borgarinnar ef miðað er við heildarfjölda stöðugilda í mars 2018. Enn á eftir að ráða í tæp 62 stöðugildi og vegna þessa er óvíst hvenær hægt verður að taka 128 börn inn sem þegar eiga pláss. Eru einhver börn sem eiga eftir að sitja heima í vetur og foreldrar sem eiga eftir að lenda í vandræðum? „Við höfum alltaf verið með það kerfi að, þetta eru svona takmörkuð gæði, það eru ekki öll börn á öllum aldri sem að komast inn,“ segir Skúli. Skúli segir aðgerðaráætlunina sem kynnt var í vor virka. „Markmiðið er þetta að yngri börn á þessum aldri 12-18 mánaða að þau komist inn í skilgreindum áföngum og við náum að bæta stöðuna verulega á þessu hausti,“ segir Skúli. Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Óvíst er hvenær hægt verður að taka inn hundrað tuttugu og átta börn í leikskóla í Reykjavík vegna mönnunar vanda. Öll börn á leikskólaaldri, sem eru á biðlista, fá pláss takist að ráða í öll stöðugildi. Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu háleit markið um stefnu í skóla- og frístundamálum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en allir lofuðu þeir hærri launum, minna álagi og fleiri leikskólum svo fátt eitt sé nefnt. Píratar gengu lengra í sínum loforðum en aðrir og vildu að barni sem ekki hefur verið úthlutað leikskólaplássi fái greiðslur heim sem samsvari niðurgreiðslu borgarinnar, sem eru um 140 þúsund krónur á mánuði, þar til borgin hefur útvegað pláss. Þegar nýtt meirihluta samstarf var kynnt 12. júní síðastliðinn kom fram í stefnu flokkanna í Skóla- og frístundamálum að bæta ætti starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum með því að bæta kjör starfsfólks, stytta vinnuvikuna, minnka álag, draga úr skriffinnsku og auka faglegt frelsi fólks. Í mars tilkynntu borgaryfirvöld víðtækar aðgerðir í leikskólamálum fyrir haustið. Þar kom fram að fjölga ætti ungbarnadeildum um helming strax í haust, leikskólaplássum yrði fjölgað um allt að 800 og nýir leikskólar yrðu byggðir. Bil milli fæðingaorlofs og leikskóla yrði brúað og aukið verulega við fjárveitingar. Eitt af því sem einkennt hefur störf leikskólanna er mönnunarvandi og um hann var fjallað meðal annars á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í dag. Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs ReykjavíkurborgarVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Staðan er miklu betri en hún var í fyrra og reyndar betri en undanfarin tvö ár, þannig að það eru miklu fleiri börn sem komast inn á leikskólanna og þau eru yngri, þannig að það eru mjög jákvæð teikn á lofti,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Óvíst hvenær 128 börn komast inn.Um 1400 ný börn hafa fengið boð um leikskólapláss í haust. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundaráði var í gær búið að ráða í nær 94% stöðugilda í 62 leikskólum borgarinnar ef miðað er við heildarfjölda stöðugilda í mars 2018. Enn á eftir að ráða í tæp 62 stöðugildi og vegna þessa er óvíst hvenær hægt verður að taka 128 börn inn sem þegar eiga pláss. Eru einhver börn sem eiga eftir að sitja heima í vetur og foreldrar sem eiga eftir að lenda í vandræðum? „Við höfum alltaf verið með það kerfi að, þetta eru svona takmörkuð gæði, það eru ekki öll börn á öllum aldri sem að komast inn,“ segir Skúli. Skúli segir aðgerðaráætlunina sem kynnt var í vor virka. „Markmiðið er þetta að yngri börn á þessum aldri 12-18 mánaða að þau komist inn í skilgreindum áföngum og við náum að bæta stöðuna verulega á þessu hausti,“ segir Skúli.
Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00
Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11
48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27