Hættu við að hafa B-svæði á tónleikadegi Arcade Fire Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 23:16 Á tónleikunum kom í ljós að hætt hefði verið við tvískiptingu salarins. Vísir/tryggvi Páll Ákveðið var að hætta við tvískiptingu tónleikasalarins þar sem hljómsveitin Arcade Fire kom fram í kvöld. Fram til dagsins í dag var hægt að kaupa ódýrari miða inn á svokallað „B-svæði“ sem veitir aðgang að aftari helming salarins. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að hverfa frá tvískiptingu salarins er sú að svo fáir miðar seldust inn á B-svæði, að því er fram kemur í svari frá Tix.is. Friðjón Friðjónsson, almannatengill, er ekki viss um að það ríki mikill skilningur á meðal þeirra sem keyptu sér miða á A-svæðið: „Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A“, segir Friðjón á Twittersíðu sinni. Friðjón segir að hann hafi heyrt marga velta vöngum yfir fyrirkomulaginu: „Borgaði ég þá 4000 kr. aukalega til einskis?“ er spurning sem Friðjón segist hafa heyrt oft á tónleikunum. Stefán Gunnarsson, tónleikagestur, segir að hér sé um að ræða „svik og prettir“. Tónleikahaldarar hefðu átt að láta þá vita sem keyptu dýrari miðann um breytt fyrirkomulag svo þeir hefðu getað mætt fyrr til að tryggja sér gott pláss á tónleikunum. Þá segir í svari Tix miðasölu að þetta hafi ekki legið fyrir fyrr en seint í dag. „Svo er sá fjöldi sem bætist við frá B svæðinu mjög lítill og hefur ekki mikil áhrif á fjölda þeirra sem eru fyrir framan sviðið“. Tónleikarnir fara fram í nýju Laugardalshöllinni í kvöld en Kiriyama Family hitaði upp fyrir Arcade Fire.Jæja @TixMidasala hér í höllinni er dáldið af fólki sem keypti miða á svæði A. Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) August 21, 2018 Það seldust aðeins örfáir miðar á B svæði (undir 5%) og því tók tónleikahaldarinn ákvörðun um að sleppa skiptingunni, bara því það kæmi illa út að vera að stúka þessa örfáu einstaklinga af þarna aftast.Með von um skilning og góða skemmtun í kvöld.— Tix miðasala (@TixMidasala) August 21, 2018 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Ákveðið var að hætta við tvískiptingu tónleikasalarins þar sem hljómsveitin Arcade Fire kom fram í kvöld. Fram til dagsins í dag var hægt að kaupa ódýrari miða inn á svokallað „B-svæði“ sem veitir aðgang að aftari helming salarins. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að hverfa frá tvískiptingu salarins er sú að svo fáir miðar seldust inn á B-svæði, að því er fram kemur í svari frá Tix.is. Friðjón Friðjónsson, almannatengill, er ekki viss um að það ríki mikill skilningur á meðal þeirra sem keyptu sér miða á A-svæðið: „Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A“, segir Friðjón á Twittersíðu sinni. Friðjón segir að hann hafi heyrt marga velta vöngum yfir fyrirkomulaginu: „Borgaði ég þá 4000 kr. aukalega til einskis?“ er spurning sem Friðjón segist hafa heyrt oft á tónleikunum. Stefán Gunnarsson, tónleikagestur, segir að hér sé um að ræða „svik og prettir“. Tónleikahaldarar hefðu átt að láta þá vita sem keyptu dýrari miðann um breytt fyrirkomulag svo þeir hefðu getað mætt fyrr til að tryggja sér gott pláss á tónleikunum. Þá segir í svari Tix miðasölu að þetta hafi ekki legið fyrir fyrr en seint í dag. „Svo er sá fjöldi sem bætist við frá B svæðinu mjög lítill og hefur ekki mikil áhrif á fjölda þeirra sem eru fyrir framan sviðið“. Tónleikarnir fara fram í nýju Laugardalshöllinni í kvöld en Kiriyama Family hitaði upp fyrir Arcade Fire.Jæja @TixMidasala hér í höllinni er dáldið af fólki sem keypti miða á svæði A. Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) August 21, 2018 Það seldust aðeins örfáir miðar á B svæði (undir 5%) og því tók tónleikahaldarinn ákvörðun um að sleppa skiptingunni, bara því það kæmi illa út að vera að stúka þessa örfáu einstaklinga af þarna aftast.Með von um skilning og góða skemmtun í kvöld.— Tix miðasala (@TixMidasala) August 21, 2018
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira