Fengu dvalarleyfi eftir sporlaust hvarf fjölskylduföðurins Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 Þriggja barna móðir frá Gana sem í gær fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir meira en tveggja ára baráttu segist spennt að hefja nýtt líf hér á landi. Mál fjölskyldunnar var tekið upp á ný eftir að fjölskyldufaðirinn hvarf sporlaust í mars. Fjölskyldan sótti um vernd hér á landi 2016, en eftir höfnun létu þau reyna á endurupptöku málsins alls sex sinnum. Í því ferli greindi móðirin, Theresa Kusi Daban, m.a. frá því að hún hefði verið fórnarlamb mansals ytra, en rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum í janúar.Frétt Stöðvar 2: Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir glæpamannaNú hefur Theresa hins vegar fengið dvalarleyfi ásamt börnum sínum þremur, fréttirnar bárust henni í gær en hún segist ekki hafa trúað því fyrr en hún hitti lögmann sinn í dag. „Hann afhenti mér staðfestingu þess efnis að þetta væri satt en ekki einhver draumur. Ég er því hamingjusöm,“ segir Theresa.Búsett hér í tvö og hálft ár Sá tími sem mál fjölskyldunnar hefur tekið innan kerfisins var ein meginforsendan fyrir veitingu dvalarleyfisins, en þau hafa búið hér á landi í um tvö og hálft ár. Yngsta barn þeirra fæddist hér á landi og það elsta búið með heilt námsár í grunnskóla í Reykjanesbæ. Grundvöllur þess að málið var endurupptekið til að byrja með er hins vegar breyttar aðstæður fjölskyldunnar. „Fjölskyldufaðirinn hvarf í mars síðastliðnum og ekkert hefur spurst til hans. Það felur í sér breyttar aðstæður og er í rauninni ástæða þess að málið er endurupptekið,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. „Ég veit ekki hvar hann er og ég hef ekki átt nein samskipti við hann. Ég vona að hann sé óhultur hvar sem hann er og að hann snúi aftur því börnin þarfnast hans,“ segir Theresa.Hefur ekkert heyrt frá eiginmanninum Hvarf eiginmanns Theresu var tilkynnt til lögreglu í lok mars. Samkvæmt gögnum málsins fékk lögreglan upplýsingar um að sími hans hefði gefið frá sér samband erlendis og var hann talinn vera á Ítalíu. Theresa kveðst hins vegar ekkert hafa heyrt frá honum og segir erfitt að gleðjast yfir góðu fréttunum þegar svo stendur á. Elsta dóttir þeirra, Stefania, er á sjöunda aldursári og stundar nám í öðrum bekk grunnskóla. Hin börnin eru fjögurra og tveggja ára. „Nú þarf ég að flytja frá athvarfinu fyrir hælisleitendur, finna mér aðra íbúð og byrja að vinna. Maður getur auðvitað ekki lifað án þess að vinna. Hvar fengi maður annars peninga til að fæða börnin? Eins og sakir standa vitum við ekki hvar faðirinn er og því verð ég að berjast áfram, bæði sem kona og karlmaður,“ segir Theresa. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Þriggja barna móðir frá Gana sem í gær fékk dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir meira en tveggja ára baráttu segist spennt að hefja nýtt líf hér á landi. Mál fjölskyldunnar var tekið upp á ný eftir að fjölskyldufaðirinn hvarf sporlaust í mars. Fjölskyldan sótti um vernd hér á landi 2016, en eftir höfnun létu þau reyna á endurupptöku málsins alls sex sinnum. Í því ferli greindi móðirin, Theresa Kusi Daban, m.a. frá því að hún hefði verið fórnarlamb mansals ytra, en rætt var við fjölskylduna í kvöldfréttum í janúar.Frétt Stöðvar 2: Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir glæpamannaNú hefur Theresa hins vegar fengið dvalarleyfi ásamt börnum sínum þremur, fréttirnar bárust henni í gær en hún segist ekki hafa trúað því fyrr en hún hitti lögmann sinn í dag. „Hann afhenti mér staðfestingu þess efnis að þetta væri satt en ekki einhver draumur. Ég er því hamingjusöm,“ segir Theresa.Búsett hér í tvö og hálft ár Sá tími sem mál fjölskyldunnar hefur tekið innan kerfisins var ein meginforsendan fyrir veitingu dvalarleyfisins, en þau hafa búið hér á landi í um tvö og hálft ár. Yngsta barn þeirra fæddist hér á landi og það elsta búið með heilt námsár í grunnskóla í Reykjanesbæ. Grundvöllur þess að málið var endurupptekið til að byrja með er hins vegar breyttar aðstæður fjölskyldunnar. „Fjölskyldufaðirinn hvarf í mars síðastliðnum og ekkert hefur spurst til hans. Það felur í sér breyttar aðstæður og er í rauninni ástæða þess að málið er endurupptekið,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. „Ég veit ekki hvar hann er og ég hef ekki átt nein samskipti við hann. Ég vona að hann sé óhultur hvar sem hann er og að hann snúi aftur því börnin þarfnast hans,“ segir Theresa.Hefur ekkert heyrt frá eiginmanninum Hvarf eiginmanns Theresu var tilkynnt til lögreglu í lok mars. Samkvæmt gögnum málsins fékk lögreglan upplýsingar um að sími hans hefði gefið frá sér samband erlendis og var hann talinn vera á Ítalíu. Theresa kveðst hins vegar ekkert hafa heyrt frá honum og segir erfitt að gleðjast yfir góðu fréttunum þegar svo stendur á. Elsta dóttir þeirra, Stefania, er á sjöunda aldursári og stundar nám í öðrum bekk grunnskóla. Hin börnin eru fjögurra og tveggja ára. „Nú þarf ég að flytja frá athvarfinu fyrir hælisleitendur, finna mér aðra íbúð og byrja að vinna. Maður getur auðvitað ekki lifað án þess að vinna. Hvar fengi maður annars peninga til að fæða börnin? Eins og sakir standa vitum við ekki hvar faðirinn er og því verð ég að berjast áfram, bæði sem kona og karlmaður,“ segir Theresa.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira