Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Rússa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 14:12 Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Vísir/Egill Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússneskra yfirvalda vegna ákvörðunar Íslendinga um að taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. Sendiherrar vestrænna ríkja gangvart Rússlandi sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum hafa dag mætt einn af öðrum til fundar í rússneska utanríkisráðuneytinu og þykir ljóst að fleiri vestrænum diplómötum verið vísað frá Rússlandi. Að fundi loknum sagði sendiherra Bretlands meðal annars að svör Rússa vegna rannsóknar eitrunarárásarinnar, vera með öllu ófullnægjandi.Vísa Dönum og Hollendingum einnig burt Auk þess að vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi verður ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Pétursborg lokað en Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands tilkynnti þetta í gær. Þá hafa Rússar vísað tveimur dönskum og tveimur hollenskum diplómötum úr landi í dag. Um er að ræða svar Rússa við ákvörðun Bandaríkjamanna og annarra þjóða sem hafa rekið rússneska sendiráðsstarfsmenn úr landi vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar hafa verið sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi en þeir hafa hins vegar neitað sök í málinu.Íslensk yfirvöld ekki fengið tilkynningu Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið nein viðbrögð frá rússneskum stjórnvöldum fyrir utan sjónarmið sendiherrans sem komu fram á fundi fyrr í þessari viku, en að öðru leyti verið með kyrrum kjörum,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann stjórnvöld þó vera við öllu búin. Íslenska ríkisstjórnin ákvað að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Greint var frá því í gær Yulia Skripal, dóttir njósnarans fyrrverandi Sergei Skripal, sem varð fyrir eiturefnaárásinni ásamt föður sínum, sé ekki lengur í lífshættu. Tengdar fréttir Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússneskra yfirvalda vegna ákvörðunar Íslendinga um að taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. Sendiherrar vestrænna ríkja gangvart Rússlandi sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum hafa dag mætt einn af öðrum til fundar í rússneska utanríkisráðuneytinu og þykir ljóst að fleiri vestrænum diplómötum verið vísað frá Rússlandi. Að fundi loknum sagði sendiherra Bretlands meðal annars að svör Rússa vegna rannsóknar eitrunarárásarinnar, vera með öllu ófullnægjandi.Vísa Dönum og Hollendingum einnig burt Auk þess að vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi verður ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Pétursborg lokað en Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands tilkynnti þetta í gær. Þá hafa Rússar vísað tveimur dönskum og tveimur hollenskum diplómötum úr landi í dag. Um er að ræða svar Rússa við ákvörðun Bandaríkjamanna og annarra þjóða sem hafa rekið rússneska sendiráðsstarfsmenn úr landi vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar hafa verið sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi en þeir hafa hins vegar neitað sök í málinu.Íslensk yfirvöld ekki fengið tilkynningu Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið nein viðbrögð frá rússneskum stjórnvöldum fyrir utan sjónarmið sendiherrans sem komu fram á fundi fyrr í þessari viku, en að öðru leyti verið með kyrrum kjörum,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann stjórnvöld þó vera við öllu búin. Íslenska ríkisstjórnin ákvað að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Greint var frá því í gær Yulia Skripal, dóttir njósnarans fyrrverandi Sergei Skripal, sem varð fyrir eiturefnaárásinni ásamt föður sínum, sé ekki lengur í lífshættu.
Tengdar fréttir Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09
Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“