Kláruðu sex stóru maraþonhlaupin Starri Freyr Jónsson skrifar 27. júlí 2018 10:15 Ómar Torfason og Sigurlaug Hilmarsdóttir luku sjötta og síðasta stóra maraþonhlaupinu í Tókýó í Japan fyrr á árinu. Fimmtán Íslendingar hafa unnið þetta afrek. Hjónin Sigurlaug Hilmarsdóttir og Ómar Torfason luku fyrr á þessu ári keppni í maraþonhlaupi í Tókýó í Japan en með því hlaupi hafa þau bæði keppt í og lokið öllum sex stóru maraþonhlaupum heims sem haldin eru í Tókýó, Boston, London, Berlín, Chicago og New York. Sigurlaug, eða Silla eins og hún er alltaf kölluð, byrjaði að hlaupa fyrir u.þ.b. 30 árum en Ómar mun seinna, eða árið 2003. Hann hefur þó talsverðan grunn að byggja á enda fyrrverandi knattspyrnumaður sem m.a. lék 39 landsleiki fyrir Íslands hönd. Þótt þau hafi bæði lokið ýmsum löngum hlaupum fyrir mörgum árum, t.d. Laugavegshlaupinu árið 2004 og Lundúnamaraþonhlaupinu ári síðar, auk þess sem Silla hljóp í New York maraþonhlaupinu haustið 2005, var það ekki fyrr en eftir Berlínarmaraþonhlaupið árið 2007 sem sú hugmynd kviknaði að klára öll stóru hlaupin sex. „Þá var ég búin með tvö hlaup og Ómar eitt. Við ætluðum í Boston hlaupið árið 2008 en ég fékk brjósklos sem ég glímdi við lengi eða þar til ég fór í aðgerð í mars 2009. Við hlupum síðan saman í Chicago maraþonhlaupinu árið 2010 og í Boston árið 2013,“ segir Silla.Tilheyra góðum hópi Eins og fyrr segir hóf Ómar að stunda hlaup mun síðar en eiginkona hans. „Ég hljóp fyrsta langa keppnishlaupið með henni þegar við hlupum saman Laugavegshlaupið árið 2004 og svo í London ári síðar. Þegar Silla hljóp í New York vorum við ekki farin að hugsa út í að klára stóru hlaupin sex sem voru reyndar fimm á þessum tíma því Tókýó kom inn síðar. Árið 2017 var svo komið að mér að klára New York hlaupið og svo kláruðum við saman síðasta hlaupið í Tókýó í ár.“ Eftir því sem best er vitað hafa fimmtán Íslendingar klárað stóru hlaupin sex en þau eru þó ekki fyrstu hjónin til að ljúka þeim. „Þann heiður hljóta þau Friðrik Ármann Guðmundsson og Rúna Hauksdóttir Hvannberg en ég er önnur konan til að klára hlaupin sex,“ bætir Silla við.Kláruðu saman Eðlilega er síðasta hlaup í Tókýó ferskast í minningunni en þar segjast þau hafa þurft að passa sig að æfa nóg til að hafa gaman af hlaupinu en ekki æfa of mikið til að hlaupa sig ekki í meiðsli. „Það gekk eftir og okkur tókst meira að segja að hittast í miðju hlaupi og klára það saman, þrátt fyrir að hafa verið sett í sitt hvort byrjunarhólfið. Það var mjög skemmtilegt og ekki sjálfgefið að það tækist í 35.000 manna hlaupi.Sameiginleg ástríða Aðspurð hvað sé svona heillandi við hlaupin segja þau bæði að útiveran og hlaupafélagarnir skiptir þar mestu máli. „Svo finnst okkur skipta miklu máli að hlaupa á nýjum stöðum. Strax í fyrsta maraþoninu voru þau markmið sett að hlaupa aldrei maraþonhlaup á sama stað.“ Í dag hefur Silla hlaupið tíu maraþonhlaup og Ómar átta, öll í mismunandi borgum og löndum. Það er ekki síður mikils virði fyrir hjónin að eiga þessa ástríðu saman. „ Við tökum tímann í þetta saman og reimum á okkur skóna hvar sem við erum, hvort sem er heima eða í fríi erlendis. Einnig höfum við verið dugleg að koma þessu áhugamáli inn hjá dætrum okkar, tengdasonum og barnabörnum.“Í toppformi Ómar er 59 ára og Silla er árinu eldri. Þau segjast bæði vera í toppformi en samhliða hlaupunum stunda þau styrktaræfingar og fjallgöngur. „Heilsan er fín bæði líkamlega og andlega. Það er aldrei of seint að byrja að hlaupa. Best er bara setja sér raunhæf markmið, byrja rólega og ætla sér ekki um of í byrjun en það er oft ávísun á uppgjöf. Síðan verður að standa við markmiðin og gefast ekki upp þótt þetta sé pínu erfitt í byrjun. Það er nauðsynlegt að setja æfingarnar inn í daglega rútínu og láta það ganga fyrir að klára æfingu dagsins. Um leið er mjög gott að finna sér góðan æfingafélaga eða skokkhóp. Það er mjög hvetjandi og skemmtilegt því félagslegi þátturinn skiptir nefnilega líka miklu máli.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hlaup Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Hjónin Sigurlaug Hilmarsdóttir og Ómar Torfason luku fyrr á þessu ári keppni í maraþonhlaupi í Tókýó í Japan en með því hlaupi hafa þau bæði keppt í og lokið öllum sex stóru maraþonhlaupum heims sem haldin eru í Tókýó, Boston, London, Berlín, Chicago og New York. Sigurlaug, eða Silla eins og hún er alltaf kölluð, byrjaði að hlaupa fyrir u.þ.b. 30 árum en Ómar mun seinna, eða árið 2003. Hann hefur þó talsverðan grunn að byggja á enda fyrrverandi knattspyrnumaður sem m.a. lék 39 landsleiki fyrir Íslands hönd. Þótt þau hafi bæði lokið ýmsum löngum hlaupum fyrir mörgum árum, t.d. Laugavegshlaupinu árið 2004 og Lundúnamaraþonhlaupinu ári síðar, auk þess sem Silla hljóp í New York maraþonhlaupinu haustið 2005, var það ekki fyrr en eftir Berlínarmaraþonhlaupið árið 2007 sem sú hugmynd kviknaði að klára öll stóru hlaupin sex. „Þá var ég búin með tvö hlaup og Ómar eitt. Við ætluðum í Boston hlaupið árið 2008 en ég fékk brjósklos sem ég glímdi við lengi eða þar til ég fór í aðgerð í mars 2009. Við hlupum síðan saman í Chicago maraþonhlaupinu árið 2010 og í Boston árið 2013,“ segir Silla.Tilheyra góðum hópi Eins og fyrr segir hóf Ómar að stunda hlaup mun síðar en eiginkona hans. „Ég hljóp fyrsta langa keppnishlaupið með henni þegar við hlupum saman Laugavegshlaupið árið 2004 og svo í London ári síðar. Þegar Silla hljóp í New York vorum við ekki farin að hugsa út í að klára stóru hlaupin sex sem voru reyndar fimm á þessum tíma því Tókýó kom inn síðar. Árið 2017 var svo komið að mér að klára New York hlaupið og svo kláruðum við saman síðasta hlaupið í Tókýó í ár.“ Eftir því sem best er vitað hafa fimmtán Íslendingar klárað stóru hlaupin sex en þau eru þó ekki fyrstu hjónin til að ljúka þeim. „Þann heiður hljóta þau Friðrik Ármann Guðmundsson og Rúna Hauksdóttir Hvannberg en ég er önnur konan til að klára hlaupin sex,“ bætir Silla við.Kláruðu saman Eðlilega er síðasta hlaup í Tókýó ferskast í minningunni en þar segjast þau hafa þurft að passa sig að æfa nóg til að hafa gaman af hlaupinu en ekki æfa of mikið til að hlaupa sig ekki í meiðsli. „Það gekk eftir og okkur tókst meira að segja að hittast í miðju hlaupi og klára það saman, þrátt fyrir að hafa verið sett í sitt hvort byrjunarhólfið. Það var mjög skemmtilegt og ekki sjálfgefið að það tækist í 35.000 manna hlaupi.Sameiginleg ástríða Aðspurð hvað sé svona heillandi við hlaupin segja þau bæði að útiveran og hlaupafélagarnir skiptir þar mestu máli. „Svo finnst okkur skipta miklu máli að hlaupa á nýjum stöðum. Strax í fyrsta maraþoninu voru þau markmið sett að hlaupa aldrei maraþonhlaup á sama stað.“ Í dag hefur Silla hlaupið tíu maraþonhlaup og Ómar átta, öll í mismunandi borgum og löndum. Það er ekki síður mikils virði fyrir hjónin að eiga þessa ástríðu saman. „ Við tökum tímann í þetta saman og reimum á okkur skóna hvar sem við erum, hvort sem er heima eða í fríi erlendis. Einnig höfum við verið dugleg að koma þessu áhugamáli inn hjá dætrum okkar, tengdasonum og barnabörnum.“Í toppformi Ómar er 59 ára og Silla er árinu eldri. Þau segjast bæði vera í toppformi en samhliða hlaupunum stunda þau styrktaræfingar og fjallgöngur. „Heilsan er fín bæði líkamlega og andlega. Það er aldrei of seint að byrja að hlaupa. Best er bara setja sér raunhæf markmið, byrja rólega og ætla sér ekki um of í byrjun en það er oft ávísun á uppgjöf. Síðan verður að standa við markmiðin og gefast ekki upp þótt þetta sé pínu erfitt í byrjun. Það er nauðsynlegt að setja æfingarnar inn í daglega rútínu og láta það ganga fyrir að klára æfingu dagsins. Um leið er mjög gott að finna sér góðan æfingafélaga eða skokkhóp. Það er mjög hvetjandi og skemmtilegt því félagslegi þátturinn skiptir nefnilega líka miklu máli.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hlaup Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira