Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Birgir Olgeirsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 27. júlí 2018 13:29 Páll Einarsson jarðfræðingur. Vísir Öræfajökull er að skipta um skap og sýnir af sér dæmigerða hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos. Þetta segir Páll Einarsson jarðfræðingur um virknina í Öræfajökli sem hann segir óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Fundað var um virknina á Veðurstofu Íslands í gær vegna þess að viss merki eru um að þensla sé að aukast í Öræfajökli. Er til skoðunar hvort ástæða sé til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. „Það sem er í gangi er framhald á atburðarás sem byrjaði fyrst haustið 2016. Þó tókum við eftir því að það var að aukast jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það hafa verið skjálftamælingar í Öræfasveit frá 1976. Samkvæmt þeim hefur eldfjallið verið með rólegra móti og ekki neitt óeðlilegt á ferðinni þar. Þegar fór að líða á haustið 2016 fóru jarðskjálftar að vera tíðari og síðan þá hefur þetta ástand verið viðvarandi. Ef við setjum í samhengi við aðrar eldstöðvar þá er þessi atburðarás mjög hæg. Þetta er ekki bráðabreyting sem er í gangi, þetta er bara ótvírætt merki um að eldfjallið er að skipta um skap og dæmigerð hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos,“ segir Páll Einarsson. Öræfajökull er stærsta eldstöð Íslands í rúmmáli talið og hefur gosið tvisvar á sögulegum tímum, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. „Þetta er ekki eitt af okkar sprækustu eldfjöllum. Reyndar var annað af þessum gosum mjög stórt og eitt af stærstu gosum á sögulegum tímum,“ segir Páll. Hann segir þrjátíu virk eldstöðvarkerfi á Íslandi, þar af fjögur sem eru í sama ham og Öræfajökull en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Hekla. Viðbúnaðarstigin fyrir eldfjöll eru fjögur, grænt, gult, appelsínugult og rautt. Núverandi ástand fyrir Öræfajökul er grænt, það er virk eldstöð sem sýnir engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt. Gult viðbúnaðarstig er þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Appelsínugult stig er þegar eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Rautt stig er þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið og líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
Öræfajökull er að skipta um skap og sýnir af sér dæmigerða hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos. Þetta segir Páll Einarsson jarðfræðingur um virknina í Öræfajökli sem hann segir óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Fundað var um virknina á Veðurstofu Íslands í gær vegna þess að viss merki eru um að þensla sé að aukast í Öræfajökli. Er til skoðunar hvort ástæða sé til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. „Það sem er í gangi er framhald á atburðarás sem byrjaði fyrst haustið 2016. Þó tókum við eftir því að það var að aukast jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Það hafa verið skjálftamælingar í Öræfasveit frá 1976. Samkvæmt þeim hefur eldfjallið verið með rólegra móti og ekki neitt óeðlilegt á ferðinni þar. Þegar fór að líða á haustið 2016 fóru jarðskjálftar að vera tíðari og síðan þá hefur þetta ástand verið viðvarandi. Ef við setjum í samhengi við aðrar eldstöðvar þá er þessi atburðarás mjög hæg. Þetta er ekki bráðabreyting sem er í gangi, þetta er bara ótvírætt merki um að eldfjallið er að skipta um skap og dæmigerð hegðun fyrir eldfjall sem er að búa sig undir eldgos,“ segir Páll Einarsson. Öræfajökull er stærsta eldstöð Íslands í rúmmáli talið og hefur gosið tvisvar á sögulegum tímum, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. „Þetta er ekki eitt af okkar sprækustu eldfjöllum. Reyndar var annað af þessum gosum mjög stórt og eitt af stærstu gosum á sögulegum tímum,“ segir Páll. Hann segir þrjátíu virk eldstöðvarkerfi á Íslandi, þar af fjögur sem eru í sama ham og Öræfajökull en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Hekla. Viðbúnaðarstigin fyrir eldfjöll eru fjögur, grænt, gult, appelsínugult og rautt. Núverandi ástand fyrir Öræfajökul er grænt, það er virk eldstöð sem sýnir engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt. Gult viðbúnaðarstig er þegar eldstöð sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand. Appelsínugult stig er þegar eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Rautt stig er þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið og líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03
Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30
Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00
Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00