Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2018 16:03 Eru engin merki um að hraði þenslunnar í Öræfajökli fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. vísir/gunnþóra Skýr merki eru um ókyrrð í Öræfajökli en fjallið hefur þanist út að minnsta kosti frá áramótum 2016 til 2017. Þetta kemur fram í yfirliti á vef almannavarna sem gefið var út í dag. Þar segir að þenslunni fylgi aukin skjálftavirkni og aflögun, sem kemur fram í úrvinnslu gervitunglagagna og GPS-mælinga. Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. Orsök þenslunnar er talin vera innskot nýrrar kviku í rótum eldstöðvarinnar. Rúmmálsbreyting síðan þessi atburðarás hófst er af stærðargráðunni 10 milljón rúmmetrar (um 0.2 m3/s) sem er sambærilegt við kvikuinnskot í Eyjafjallajökli á árunum fyrir gosið 2010. Nýjar viðnámsmælingar sýna jarðhitaummyndun á litlu dýpi inni í öskju Öræfajökuls sem er merki um tilvist háhitakerfis, svipað og sést í mörgum megineldstöðvum á Íslandi.Hvannadalshnjúkur er hæsti tindur Öræfajökuls.VÍSIR/VILHELMVirknin gæti hætt áður en til goss kemur Þegar kemur að mögulegri þróun er virkni Öræfajökuls sögð dæmigerð fyrir eldfjöll sem eru að búa sig undir eldgos. Virknin getur hætt áður en til goss kemur en um það er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Ein möguleg afleiðing núverandi þróunar er aukin jarðhitavirkni sem gæti orsakað jökulhlaup og gasmengun. Haldnir hafa verið fundir með íbúum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu þar sem þeir hafa verið upplýstir um atburðarás undanfarinna mánaða í Öræfajökli. Fyrirhugað er að halda fund með sömu aðilum undir lok september þar sem farið verður yfir stöðu mála að nýju.Unnið að neyðarrýmingaráætlun Unnin hefur verið neyðarrýmingaráætlun fyrir Öræfasveit sem virkjuð verður komi til eldgoss í Öræfajökli fyrirvaralítið eða fyrirvaralaust. Neyðarrýmingaráætlunina má nálgast hér.Unnið er að gerð viðbragðsáætlunar vegna eldgos í Öræfajökli á vegum almannavarna í héraði. Tækjum til vöktunar eldfjallsins hefur verið fjölgað verulega og náttúruvársérfræðingar Veðurstofu Íslands fylgjast grannt með atburðum. Þeir senda viðvaranir til almannavarna ef þeir verða varir við breytingar. Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun háskólans og Íslenskar orkurannsóknir með aðstöð Jöklarannsóknarfélags Íslands hafa unnið að auknum rannsóknum á Öræfajökli á undanförnum misserum til að auka skilning á aukinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli, þenslu eldfjallsins og breytingum á jarðhitavirkni. Fjarskipafyrirtæki hafa unnið að því að bæta farsímasamband í Öræfum. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Skýr merki eru um ókyrrð í Öræfajökli en fjallið hefur þanist út að minnsta kosti frá áramótum 2016 til 2017. Þetta kemur fram í yfirliti á vef almannavarna sem gefið var út í dag. Þar segir að þenslunni fylgi aukin skjálftavirkni og aflögun, sem kemur fram í úrvinnslu gervitunglagagna og GPS-mælinga. Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. Orsök þenslunnar er talin vera innskot nýrrar kviku í rótum eldstöðvarinnar. Rúmmálsbreyting síðan þessi atburðarás hófst er af stærðargráðunni 10 milljón rúmmetrar (um 0.2 m3/s) sem er sambærilegt við kvikuinnskot í Eyjafjallajökli á árunum fyrir gosið 2010. Nýjar viðnámsmælingar sýna jarðhitaummyndun á litlu dýpi inni í öskju Öræfajökuls sem er merki um tilvist háhitakerfis, svipað og sést í mörgum megineldstöðvum á Íslandi.Hvannadalshnjúkur er hæsti tindur Öræfajökuls.VÍSIR/VILHELMVirknin gæti hætt áður en til goss kemur Þegar kemur að mögulegri þróun er virkni Öræfajökuls sögð dæmigerð fyrir eldfjöll sem eru að búa sig undir eldgos. Virknin getur hætt áður en til goss kemur en um það er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Ein möguleg afleiðing núverandi þróunar er aukin jarðhitavirkni sem gæti orsakað jökulhlaup og gasmengun. Haldnir hafa verið fundir með íbúum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu þar sem þeir hafa verið upplýstir um atburðarás undanfarinna mánaða í Öræfajökli. Fyrirhugað er að halda fund með sömu aðilum undir lok september þar sem farið verður yfir stöðu mála að nýju.Unnið að neyðarrýmingaráætlun Unnin hefur verið neyðarrýmingaráætlun fyrir Öræfasveit sem virkjuð verður komi til eldgoss í Öræfajökli fyrirvaralítið eða fyrirvaralaust. Neyðarrýmingaráætlunina má nálgast hér.Unnið er að gerð viðbragðsáætlunar vegna eldgos í Öræfajökli á vegum almannavarna í héraði. Tækjum til vöktunar eldfjallsins hefur verið fjölgað verulega og náttúruvársérfræðingar Veðurstofu Íslands fylgjast grannt með atburðum. Þeir senda viðvaranir til almannavarna ef þeir verða varir við breytingar. Veðurstofa Íslands, Jarðvísindastofnun háskólans og Íslenskar orkurannsóknir með aðstöð Jöklarannsóknarfélags Íslands hafa unnið að auknum rannsóknum á Öræfajökli á undanförnum misserum til að auka skilning á aukinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli, þenslu eldfjallsins og breytingum á jarðhitavirkni. Fjarskipafyrirtæki hafa unnið að því að bæta farsímasamband í Öræfum.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira